Tálbeitan klassískt dæmi um dómstól götunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2023 19:26 Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður, segir tálbeituna ganga of langt í sínum aðgerðum. Vísir/Ívar Fannar Sérfræðingur í tálbeituaðgerðum segir karlmann, sem hefur lokkað meinta barnaníðinga í gildru og ljóstrað upp um þá á samfélagsmiðlum, ganga of langt í sínum aðgerðum. Málið sé klassískt dæmi um dómstól götunnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag var rætt við karlmann sem hefur undanfarinn einn og háfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, en þúsundir Íslendinga fylgjast með honum þar. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við því að lögregla geti ekki notað gögn, sem fáist með ólögmætum hætti sem þessum, við rannsókn mála. Þá eigi almennir borgarar ekki að grípa til svona aðgerða. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ sagði tálbeitan í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Ekki eigi að teyma menn út í afbrot Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í notkun tálbeita í sakamálum, segir hann ganga of langt í sínum aðgerðum. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir tálbeituna. „Hann er að stuðla að og hvetja til refsiverðrar háttsemi, og það eitt og sér er í raun refsivert,“ segir Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður. Lögreglan ein eigi að sjá um tálbeituaðgerðir. „Þarna er tálbeitan að teyma áfram samskiptin og stuðla að þeim, senda myndir og taka frumkvæði að einhverju leiti.“ Lögreglan geti tekið við og haldið tálbeitunni áfram samkvæmt þeim reglum sem gilda um það. „Að teyma menn ekki áfram þannig að þeir séu að fremja eitthvað brot sem þeir hefðu annars ekki framið ef tálbeitan hefði ekki komið til,“ segir Karólína. Dæmi séu um að dómstólar meti gögn sem þessi þannig að gengið sé of langt og tálbeitan hafi búið til brot, sem annars hefði ekki verið framið. Þá sé ekki hægt að nota gögnin sem tálbeitan hefur safnað ein og sér, heldur þurfi að leggja fram gögn til stuðnings, sem safnaset hafa með lögmætum hætti. Erum við komin þarna með dæmi um dómstól götunnar? „Já, þetta er bara klassískt dæmi um það.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag var rætt við karlmann sem hefur undanfarinn einn og háfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, en þúsundir Íslendinga fylgjast með honum þar. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við því að lögregla geti ekki notað gögn, sem fáist með ólögmætum hætti sem þessum, við rannsókn mála. Þá eigi almennir borgarar ekki að grípa til svona aðgerða. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ sagði tálbeitan í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Ekki eigi að teyma menn út í afbrot Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í notkun tálbeita í sakamálum, segir hann ganga of langt í sínum aðgerðum. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir tálbeituna. „Hann er að stuðla að og hvetja til refsiverðrar háttsemi, og það eitt og sér er í raun refsivert,“ segir Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður. Lögreglan ein eigi að sjá um tálbeituaðgerðir. „Þarna er tálbeitan að teyma áfram samskiptin og stuðla að þeim, senda myndir og taka frumkvæði að einhverju leiti.“ Lögreglan geti tekið við og haldið tálbeitunni áfram samkvæmt þeim reglum sem gilda um það. „Að teyma menn ekki áfram þannig að þeir séu að fremja eitthvað brot sem þeir hefðu annars ekki framið ef tálbeitan hefði ekki komið til,“ segir Karólína. Dæmi séu um að dómstólar meti gögn sem þessi þannig að gengið sé of langt og tálbeitan hafi búið til brot, sem annars hefði ekki verið framið. Þá sé ekki hægt að nota gögnin sem tálbeitan hefur safnað ein og sér, heldur þurfi að leggja fram gögn til stuðnings, sem safnaset hafa með lögmætum hætti. Erum við komin þarna með dæmi um dómstól götunnar? „Já, þetta er bara klassískt dæmi um það.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Sjá meira
Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29