Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var „lítill og þægilegur“ að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.
Hann segir að útköllum af þessum toga fjölgi alltaf í kringum áramót og dagana á eftir, enda margir með skotelda og önnur sprengiefni við hönd á þessum tíma árs.
Þar að auki séu margar sorptunnur yfirfullar um þessar mundir, sem dragi ekki úr eldhættunni.
„Það eru allar tunnur meira og minna stútfullar hér á höfuðborgarsvæðinu.“
Þrátt fyrir að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn geti mál sem þessi haft alvarlegri afleiðingar.
„Þetta getur alltaf orðið ágætis mál og leitt út í eitthvað meira, en þessi var tiltölulega lítill og þægilegur.“