Þórir varð Evrópumeistari með norska landsliðinu í nóvember síðastliðnum en alls hefur Noregur unnið níu stórmót í handbolta undir hans stjórn.
„Þakka ykkur kærlega fyrir. Þetta er risastór heiður fyrir mig,“ sagði Þórir á verðlaunarhátíðinni og þakkaði sérstaklega aðstoðarþjálfara sínum, Tonje Larsen, ásamt markvarðarþjálfaranum Mats Olsson.
„Við verðum að skipta þessum verðlaunagrip í þrennt. Hann mun sennilega áfram líta jafn vel út þá.“
„Ég vill einnig þakka norska handboltasambandinu fyrir að hafa trú á okkur, jafnvel þegar hlutirnir voru ekki að falla með okkur,“ bætti Þórir við.
Þórir er nú handhafi tveggja verðlaunagripa sem þjálfari ársins, en ásamt því að vera þjálfari ársins í Noregi þá hann var einnig útnefndur þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi í síðasta mánuði.