Falleinkunn ef staðan batnar ekki með nýju skipulagi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2023 11:34 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að úrbóta sé þörf innan spítalans á þessu ári með nýju skipulagi. Hann segir spítalann sinna of mörgum verkefnum sem ættu með réttu ekki að heyra undir hann en bylgja veirusýkinga hefur gert stjórnendum erfitt fyrir við að létta álagið. Ófremdarástand ríkir nú á Landsspítalanum líkt og oft áður. Sérfræðilæknir sagði upp vegna „stríðsástands á bráðamóttöku“ í vikunni. Bæði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafna því að spítalinn sé vanfjármagnaður. Spurður hvort hann taki undir þau sjónarmið ráðherranna segir Runólfur: „Þetta er ekki einfalt mál, vegna þess að spítalinn er að sinna margvíslegum hlutverkum sem er ekki gert ráð fyrir að hann sinni. Meðal þess er öldrunarþjónusta sem talað er um að eigi heima annars staðar innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Við fengum fjárveitingar fyrir árið 2023 í samræmi við okkar rekstraráætlun. Það eru hins vegar margvísleg verkefni sem þarf að vinna og fjármagna til að ráða bót á þessum vandræðum sem við erum stöðugt í,“ segir Runólfur og bætir við að hann geri ráð fyrir að slík verkefni verði fjármögnuð sérstaklega. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Annað sem skiptir miklu máli fyrir Landspítalann er að nú erum við að taka upp fjármögnun þar sem greitt verður fyrir unnin verk,“ segir Runólfur sem bindur vonir við að slík fjármögnun verði til bóta á þessu ári. Mögulega verði að auka fjárveitingar til að mæta auknum launagreiðslum ef spítalinn verður undir í samkeppni um starfsfólk. „Auðvitað verður spítalinn að vera samkeppnisfær,“ segir hann. Runólfur segir að illa hafi gengið að koma ýmsum verkefnum frá spítalanum. Hækkandi aldur þjóðarinnar spili þar inni í. „Okkur tókst ekki nægilega vel að undirbúa okkur fyrir það. Svo kom farsóttin og gerði illt verra og leiddi til manneklu meðal heilbrigðisstarfsmanna sem var farin að gæta sín fyrir,“ segir hann og nefnir að legurými hafi skort síðustu mánuðum. Stjórnendur spítalans hafi verið komnir áleiðis með að greiða úr þeim vanda. „Svo skall á okkur þessi bylgja veirusýkinga sem hefur gert okkur mjög erfitt fyrir síðustu vikur og það er mjög skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt.“ Með nýju skipulagi spítalans vonast hann til að staðan batni. „Ef við náum ekki úrbótum á þessu ári þá gef ég okkur bara falleinkunn fyrirfram,“ segir Runólfur Pálsson að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Ófremdarástand ríkir nú á Landsspítalanum líkt og oft áður. Sérfræðilæknir sagði upp vegna „stríðsástands á bráðamóttöku“ í vikunni. Bæði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafna því að spítalinn sé vanfjármagnaður. Spurður hvort hann taki undir þau sjónarmið ráðherranna segir Runólfur: „Þetta er ekki einfalt mál, vegna þess að spítalinn er að sinna margvíslegum hlutverkum sem er ekki gert ráð fyrir að hann sinni. Meðal þess er öldrunarþjónusta sem talað er um að eigi heima annars staðar innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Við fengum fjárveitingar fyrir árið 2023 í samræmi við okkar rekstraráætlun. Það eru hins vegar margvísleg verkefni sem þarf að vinna og fjármagna til að ráða bót á þessum vandræðum sem við erum stöðugt í,“ segir Runólfur og bætir við að hann geri ráð fyrir að slík verkefni verði fjármögnuð sérstaklega. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Annað sem skiptir miklu máli fyrir Landspítalann er að nú erum við að taka upp fjármögnun þar sem greitt verður fyrir unnin verk,“ segir Runólfur sem bindur vonir við að slík fjármögnun verði til bóta á þessu ári. Mögulega verði að auka fjárveitingar til að mæta auknum launagreiðslum ef spítalinn verður undir í samkeppni um starfsfólk. „Auðvitað verður spítalinn að vera samkeppnisfær,“ segir hann. Runólfur segir að illa hafi gengið að koma ýmsum verkefnum frá spítalanum. Hækkandi aldur þjóðarinnar spili þar inni í. „Okkur tókst ekki nægilega vel að undirbúa okkur fyrir það. Svo kom farsóttin og gerði illt verra og leiddi til manneklu meðal heilbrigðisstarfsmanna sem var farin að gæta sín fyrir,“ segir hann og nefnir að legurými hafi skort síðustu mánuðum. Stjórnendur spítalans hafi verið komnir áleiðis með að greiða úr þeim vanda. „Svo skall á okkur þessi bylgja veirusýkinga sem hefur gert okkur mjög erfitt fyrir síðustu vikur og það er mjög skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt.“ Með nýju skipulagi spítalans vonast hann til að staðan batni. „Ef við náum ekki úrbótum á þessu ári þá gef ég okkur bara falleinkunn fyrirfram,“ segir Runólfur Pálsson að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42
Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00