ESB sektar Meta um sextíu milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2023 14:53 Ný lög innan Evrópusambandsins gætu komið verulega niður á rekstri Meta og annarra tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja. EPA/JOHN G. MABANGLO Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. Meta var einnig sektað um 390 milljónir evra (um sextíu milljarðar króna) og hafnaði þeim rökum að notendaskilmálar Meta gerðu fyrirtækinu kleift að sniða auglýsingar að persónuupplýsingum notenda. Meta hefur þrjá mánuði til að hætta að byggja auglýsingar á áðurnefndum upplýsingum. Í frétt Wall Street Journal segir að um mikið högg fyrir netauglýsingaiðnaðinn sé að ræða og að forsvarsmenn Facebook hafi þegar tilkynnt að þeir muni áfrýja bæði úrskurði nefndarinnar og sektinni. Réttarhöld gætu staðið yfir um nokkurra ára skeið en verði niðurstaðan ekki Meta í vil þyrfti fyrirtækið að bjóða notendum upp á að sjá ekki auglýsingar sem byggja á netnotkun þeirra. Það gæti haft miklar afleiðingar fyrir Meta og önnur samfélagsmiðla- og netfyrirtæki. Það að safna upplýsingum um notendur samfélagsmiðla Meta og gera auglýsendum kleift að beina auglýsingum að tilteknu fólki með tiltekin áhugasvið er ein af grunnstoðum reksturs fyrirtækisins. ESB í hart gegn tæknifyrirtækjum Evrópusambandið hefur á undanförnum árum farið nokkuð hörðum höndum um stærstu tæknifyrirtæki heims, sem mörg rekja rætur sínar til Silicon-dals í Bandaríkjunum. Fjölmörgum fyrirtækjum hefur verið refsað af Evrópusambandinu á grundvelli samkeppnis- og persónuverndarlaga. Forsvarsmenn Evrópusambandsins vilja þó bretta upp ermar og gera enn meira á þessu ári. Samkvæmt frétt tæknimiðilsins The Next Web byggir áætlun ESB á nýjum lögum sem kallast Digital Markets Act. Þeim er meðal annars ætlað að bæta samkeppnisumhverfi á netinu með því að meina stærstu fyrirtækjunum að hygla eigin vörum umfram vörur annarra fyrirtækja. Goggla mætti til dæmis ekki setja eigin forrit á undan öðrum sambærilegum forvitum í Android-stýrikerfinu. Lögin eiga einnig að gera tæknifyrirtækjum erfiðara um vik með að safna persónuupplýsingum um notendur. Brjóti fyrirtæki gegn þessum lögum gætu þau fengið sektir sem yrðu allt að tíu prósent af ársveltu fyrirtækjanna á heimsvísu. Hlutfallið gæti farið í tuttugu prósent fyrir ítrekuð brot en lögin eiga að taka gildi í maí. Með þessu vilja forsvarsmenn ESB draga úr yfirburðum stóru tæknifyrirtækjanna og gera evrópskum samkeppnisaðilum auðveldara að vaxa. Meta Facebook Evrópusambandið Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Meta var einnig sektað um 390 milljónir evra (um sextíu milljarðar króna) og hafnaði þeim rökum að notendaskilmálar Meta gerðu fyrirtækinu kleift að sniða auglýsingar að persónuupplýsingum notenda. Meta hefur þrjá mánuði til að hætta að byggja auglýsingar á áðurnefndum upplýsingum. Í frétt Wall Street Journal segir að um mikið högg fyrir netauglýsingaiðnaðinn sé að ræða og að forsvarsmenn Facebook hafi þegar tilkynnt að þeir muni áfrýja bæði úrskurði nefndarinnar og sektinni. Réttarhöld gætu staðið yfir um nokkurra ára skeið en verði niðurstaðan ekki Meta í vil þyrfti fyrirtækið að bjóða notendum upp á að sjá ekki auglýsingar sem byggja á netnotkun þeirra. Það gæti haft miklar afleiðingar fyrir Meta og önnur samfélagsmiðla- og netfyrirtæki. Það að safna upplýsingum um notendur samfélagsmiðla Meta og gera auglýsendum kleift að beina auglýsingum að tilteknu fólki með tiltekin áhugasvið er ein af grunnstoðum reksturs fyrirtækisins. ESB í hart gegn tæknifyrirtækjum Evrópusambandið hefur á undanförnum árum farið nokkuð hörðum höndum um stærstu tæknifyrirtæki heims, sem mörg rekja rætur sínar til Silicon-dals í Bandaríkjunum. Fjölmörgum fyrirtækjum hefur verið refsað af Evrópusambandinu á grundvelli samkeppnis- og persónuverndarlaga. Forsvarsmenn Evrópusambandsins vilja þó bretta upp ermar og gera enn meira á þessu ári. Samkvæmt frétt tæknimiðilsins The Next Web byggir áætlun ESB á nýjum lögum sem kallast Digital Markets Act. Þeim er meðal annars ætlað að bæta samkeppnisumhverfi á netinu með því að meina stærstu fyrirtækjunum að hygla eigin vörum umfram vörur annarra fyrirtækja. Goggla mætti til dæmis ekki setja eigin forrit á undan öðrum sambærilegum forvitum í Android-stýrikerfinu. Lögin eiga einnig að gera tæknifyrirtækjum erfiðara um vik með að safna persónuupplýsingum um notendur. Brjóti fyrirtæki gegn þessum lögum gætu þau fengið sektir sem yrðu allt að tíu prósent af ársveltu fyrirtækjanna á heimsvísu. Hlutfallið gæti farið í tuttugu prósent fyrir ítrekuð brot en lögin eiga að taka gildi í maí. Með þessu vilja forsvarsmenn ESB draga úr yfirburðum stóru tæknifyrirtækjanna og gera evrópskum samkeppnisaðilum auðveldara að vaxa.
Meta Facebook Evrópusambandið Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira