Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2023 10:01 Hverjir enduðu í 50.-46. sæti? grafík/hjalti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 50. Hlynur Morthens Lið: Grótta/KR, Fylkir, Stjarnan, Valur Staða: Markvörður Fæðingarár: 1975 Íslandsmeistari: 2017 Bikarmeistari: 2011, 2016, 2017 Deildarmeistari: 2015 Silfur: 2010 Leikir í deild: 333 Mörk í deild: 2 Leikir í úrslitakeppni: 42 Mörk í úrslitakeppni: 0 Það var erfitt að samgleðjast ekki með Hlyni Morthens, Gunnleifi Gunnleifssyni handboltans, þegar hann lauk löngum ferli með því að verða Íslandsmeistari með Val vorið 2017, þá 42 ára. Hlynur er fæddur 1975 og var byrjaður að spila í meistaraflokki áður en margir samherja hans voru fæddir. Framan af ferlinum kom hann víða við og var sjaldnast í neitt frábærum liðum en það breyttist þegar hann fór í Val 2009. Þá, nánast orðinn hálffertugur, hófst besti hluti ferils Hlyns og hann gerði sitt til að sanna kenninguna um að markverðir toppi seinna en aðrir leikmenn. Hlynur var langoftast fínn og stundum frábær og hjálpaði Val að verða bikarmeistari 2011 og 2016 og deildarmeistari 2015. Hlynur Morthens lyftir Íslandsmeistarabikarnum 2017.vísir/andri marinó Síðasta tímabilið á hans langa ferli var svo það besta. Framan af stefndi þó ekkert í það. Valur varð vissulega bikarmeistari 2017 en endaði í 7. sæti í Olís-deildinni. Valsmenn voru hins vegar á miklu skriði í Áskorendabikarnum á sama tíma og nýttu meðbyrinn í úrslitakeppninni. Þar stóðu þeir uppi sem sigurvegarar eftir að hafa unnið FH í oddaleik í Kaplakrika. Valur vann því tvöfalt, deild og bikar, og komst í undanúrslit Áskorendabikarsins. Og Hlynur hætti sannarlega á toppnum. Ferilinn var langur, viðburðarríkur og endaði á besta mögulega hátt. 49. Jón Þorbjörn Jóhannsson Lið: Fram, Haukar Staða: Línumaður Fæðingarár: 1982 Íslandsmeistari: 2015, 2016 Bikarmeistari: 2014 Deildarmeistari: 2013, 2014, 2016 Silfur: 2013, 2014, 2019 Besti varnarmaður: 2013, 2014 Leikir í deild: 150 Mörk í deild: 316 Leikir í úrslitakeppni: 58 Mörk í úrslitakeppni: 112 Leikmönnum sem spiluðu gegn Jóni Þorbirni Jóhannssyni leið eflaust eins og persónu Bens Stiller leið þegar hann spilaði körfubolta við loðna risann í kvikmyndinni Along Came Polly. Það var eflaust frekar óþægilegt eins og minni varnarmenn fengu að kynnast þegar hann plantaði sér á þá. Þeir rétt náðu honum upp í handarkrika og gátu enga björg sér veitt þegar hann fékk boltann, sneri og skoraði langoftast. Eftir að hafa spilað lengst af í Danmörku kom Jón Þorbjörn heim 2012 og gekk í raðir Hauka. Þar spilaði hann síðustu sjö tímabilin á ferlinum. Og á þeim vann hann sex stóra titla, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn í tvígang (2015 og 2016). Jón Þorbjörn Jóhannsson vann fjölmarga titla með Haukum.vísir/daníel Jón Þorbjörn var frábær í vörn Hauka sem beið oftast frekar aftarlega og bauð mótherjunum upp á að reyna að skjóta yfir fjóra tveggja metra menn. Svo voru þeir Heimir Óli Heimisson mjög sniðugir að stilla sér upp á minni varnarmenn og nýta sér líkamlega yfirburði gegn þeim. Þegar Jón Þorbjörn var uppi á sitt besta með Haukum bankaði hann fast á landsliðsdyrnar og herslumuninn vantaði til að hann fengi almennilegt tækifæri með landsliðinu. En árin með Haukum voru frábær. 48. Guðmundur Hólmar Helgason Lið: Akureyri, Valur, Selfoss Staða: Leikstjórnandi/vinstri skytta Fæðingarár: 1992 Bikarmeistari: 2016 Deildarmeistari: 2011, 2015 Valdimarsbikar: 2016 Besti varnarmaður: 2015, 2016 Leikir í deild: 190 Mörk í deild: 776 Leikir í úrslitakeppni: 37 Mörk í úrslitakeppni: 113 Guðmundur Hólmar Helgason kom fyrst inn á handboltakortið sem óvenju bráðþroska leikmaður í frábæru liði Akureyrar tímabilið 2010-11. Akureyringar urðu þá deildarmeistarar og komust í bikarúrslit og úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir ungan aldur sást að Guðmundur Hólmar myndi ná langt enda með líkamsburði á við fullvaxta karldýr og jafnvígur á báðum endum vallarins. Og líklega var varnarleikurinn meiri styrkur hjá honum en sóknarleikurinn enda kom hann sér inn í íslenska landsliðið sem varnarmaður. Guðmundur Hólmar Helgason fagnar marki í leik með Selfossi.vísir/hulda margrét Eftir góð ár í upphafi ferilsins með Akureyri fór Guðmundur Hólmar til Vals 2013 ásamt frænda sínum, Geir Guðmundssyni. Þeir urðu deildarmeistarar 2015 og bikarmeistarar 2016 með Valsmönnum en þá vantaði alltaf herslumuninn til að fara alla leið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir að hafa spilað erlendis í nokkur ár sneri Guðmundur Hólmar aftur heim 2021 og gekk í raðir Selfoss. Meiðsli settu strik í reikning hans á síðasta tímabili en núna er hann kominn aftur á ferðina og er liðinu ómetanlegur. 47. Tite Kalandadze Lið: ÍBV, Stjarnan Staða: Vinstri skytta Fæðingarár: 1972 Bikar: 2006, 2007 Silfur: 2005 Besti leikmaður: 2005 Markahæstur í úrslitakeppni: 2005 Leikir í deild: 43 Mörk í deild: 254 Leikir í úrslitakeppni: 9 Mörk í úrslitakeppni: 66 Roland Eradze var ekki bara frábær markvörður fyrir ÍBV heldur hjálpaði hann liðinu að fá landa sinn, Tite Kalandadze. Georgíska stórskyttan, sem hafði átt flottan feril, var ekki lengi að stimpla sig inn með ÍBV og átti ásamt Roland stærstan þátt í því að liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn 2005. ÍBV hljóp þar á Haukavegginn en Tite sýndi frábæra takta í úrslitakeppninni þar sem hann var með rúmlega sjö mörk að meðaltali í leik. Stjörnumenn voru hrifnir af því sem þeir sáu og fóru til Eyja og buðu Tite og Roland gull og græna skóga sem þeir þáðu. Talað var um að Tite væri jafnvel dýrasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Og síðan varð Stjarnan reyndar nánast gjaldþrota en það er önnur og leiðinlegri saga. Tite Kalandaze er einhver beittasti sóknarmaður sem hefur leikið í deildinni.fréttablaðið Burtséð frá langtíma afleiðingunum borguðu kaupin á Tite og Roland sig allavega til skamms tíma enda varð Stjarnan bikarmeistari tvö ár í röð (2006 og 2007). Tite skoraði sjö mörk í báðum úrslitaleikjunum og Roland varði eins og óður maður í þeim. Tite var mikil skytta, gríðarlega hraustur og öflugur í vörn. Og þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvö og hálft tímabil á Íslandi markaði Tite djúp spor í deildina hér heima og er einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað í henni. Í 52 leikjum í deild og úrslitakeppni gerði hann 320 mörk, eða 6,15 mörk að meðaltali í leik sem er engin slor tölfræði. 46. Haukur Þrastarson Lið: Selfoss Staða: Leikstjórnandi Fæðingarár: 2001 Íslandsmeistari: 2019 Besti leikmaður: 2020 Valdimarsbikar: 2020 Markakóngur: 2020 Leikir í deild: 74 Mörk í deild: 358 Leikir í úrslitakeppni: 18 Mörk í úrslitakeppni: 82 Það er búið að skrifa mikið um Hauk Þrastarson og nota flest öll lýsingarorð um hann og brunnurinn fer að tæmast. En tvennt um hann. Það má ekki gleymast hversu fullskapaður hann kom inn í deildina. Hann var aðeins viðloðandi lið Selfoss 2016-17 en svo lykilmaður 2017-18 og einn besti leikmaður deildarinnar í þokkabót. Selfyssingar voru afbragðs góðir tímabilið 2017-18 en enn betri tímabilið eftir þegar þeir fóru alla leið og urðu Íslandsmeistarar. Þar var Haukur í lykilhlutverki og frábær Robin fyrir Batmanninn Elvar Örn Jónsson. Haukur Þrastarson hjálpaði til við að koma Selfossi á íslenska handboltakortið fyrir fullt og allt.vísir/vilhelm Tímabilið eftir þurfti Haukur svo að skella svörtu skikkjunni á sig eftir að Elvar hélt til Danmerkur. Og hann stóð sannarlega undir þeirri ábyrgð. Selfossliðið 2019-20 var snargallað en Haukur hélt því á floti og var besti leikmaður deildarinnar. Eða bara langlanglangbesti leikmaður hennar. Haukur var bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og ef tímabilið hefði verið klárað og lokahóf HSÍ haldið hefði hann hirt öll verðlaun sem hann hefði átt möguleika á að fá á því.* En þótt hógvægari mann sé vart hægt að finna vissi Haukur það eflaust sjálfur að hann var bestur. *Höfundur tók sér það bessaleyfi að reikna með að Haukur hefði verið valinn bestur af leikmönnum og þjálfurum á lokahófi HSÍ 2020 og taka það með í einkunnagjöfina. Olís-deild karla 50 bestu Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
50. Hlynur Morthens Lið: Grótta/KR, Fylkir, Stjarnan, Valur Staða: Markvörður Fæðingarár: 1975 Íslandsmeistari: 2017 Bikarmeistari: 2011, 2016, 2017 Deildarmeistari: 2015 Silfur: 2010 Leikir í deild: 333 Mörk í deild: 2 Leikir í úrslitakeppni: 42 Mörk í úrslitakeppni: 0 Það var erfitt að samgleðjast ekki með Hlyni Morthens, Gunnleifi Gunnleifssyni handboltans, þegar hann lauk löngum ferli með því að verða Íslandsmeistari með Val vorið 2017, þá 42 ára. Hlynur er fæddur 1975 og var byrjaður að spila í meistaraflokki áður en margir samherja hans voru fæddir. Framan af ferlinum kom hann víða við og var sjaldnast í neitt frábærum liðum en það breyttist þegar hann fór í Val 2009. Þá, nánast orðinn hálffertugur, hófst besti hluti ferils Hlyns og hann gerði sitt til að sanna kenninguna um að markverðir toppi seinna en aðrir leikmenn. Hlynur var langoftast fínn og stundum frábær og hjálpaði Val að verða bikarmeistari 2011 og 2016 og deildarmeistari 2015. Hlynur Morthens lyftir Íslandsmeistarabikarnum 2017.vísir/andri marinó Síðasta tímabilið á hans langa ferli var svo það besta. Framan af stefndi þó ekkert í það. Valur varð vissulega bikarmeistari 2017 en endaði í 7. sæti í Olís-deildinni. Valsmenn voru hins vegar á miklu skriði í Áskorendabikarnum á sama tíma og nýttu meðbyrinn í úrslitakeppninni. Þar stóðu þeir uppi sem sigurvegarar eftir að hafa unnið FH í oddaleik í Kaplakrika. Valur vann því tvöfalt, deild og bikar, og komst í undanúrslit Áskorendabikarsins. Og Hlynur hætti sannarlega á toppnum. Ferilinn var langur, viðburðarríkur og endaði á besta mögulega hátt. 49. Jón Þorbjörn Jóhannsson Lið: Fram, Haukar Staða: Línumaður Fæðingarár: 1982 Íslandsmeistari: 2015, 2016 Bikarmeistari: 2014 Deildarmeistari: 2013, 2014, 2016 Silfur: 2013, 2014, 2019 Besti varnarmaður: 2013, 2014 Leikir í deild: 150 Mörk í deild: 316 Leikir í úrslitakeppni: 58 Mörk í úrslitakeppni: 112 Leikmönnum sem spiluðu gegn Jóni Þorbirni Jóhannssyni leið eflaust eins og persónu Bens Stiller leið þegar hann spilaði körfubolta við loðna risann í kvikmyndinni Along Came Polly. Það var eflaust frekar óþægilegt eins og minni varnarmenn fengu að kynnast þegar hann plantaði sér á þá. Þeir rétt náðu honum upp í handarkrika og gátu enga björg sér veitt þegar hann fékk boltann, sneri og skoraði langoftast. Eftir að hafa spilað lengst af í Danmörku kom Jón Þorbjörn heim 2012 og gekk í raðir Hauka. Þar spilaði hann síðustu sjö tímabilin á ferlinum. Og á þeim vann hann sex stóra titla, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn í tvígang (2015 og 2016). Jón Þorbjörn Jóhannsson vann fjölmarga titla með Haukum.vísir/daníel Jón Þorbjörn var frábær í vörn Hauka sem beið oftast frekar aftarlega og bauð mótherjunum upp á að reyna að skjóta yfir fjóra tveggja metra menn. Svo voru þeir Heimir Óli Heimisson mjög sniðugir að stilla sér upp á minni varnarmenn og nýta sér líkamlega yfirburði gegn þeim. Þegar Jón Þorbjörn var uppi á sitt besta með Haukum bankaði hann fast á landsliðsdyrnar og herslumuninn vantaði til að hann fengi almennilegt tækifæri með landsliðinu. En árin með Haukum voru frábær. 48. Guðmundur Hólmar Helgason Lið: Akureyri, Valur, Selfoss Staða: Leikstjórnandi/vinstri skytta Fæðingarár: 1992 Bikarmeistari: 2016 Deildarmeistari: 2011, 2015 Valdimarsbikar: 2016 Besti varnarmaður: 2015, 2016 Leikir í deild: 190 Mörk í deild: 776 Leikir í úrslitakeppni: 37 Mörk í úrslitakeppni: 113 Guðmundur Hólmar Helgason kom fyrst inn á handboltakortið sem óvenju bráðþroska leikmaður í frábæru liði Akureyrar tímabilið 2010-11. Akureyringar urðu þá deildarmeistarar og komust í bikarúrslit og úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir ungan aldur sást að Guðmundur Hólmar myndi ná langt enda með líkamsburði á við fullvaxta karldýr og jafnvígur á báðum endum vallarins. Og líklega var varnarleikurinn meiri styrkur hjá honum en sóknarleikurinn enda kom hann sér inn í íslenska landsliðið sem varnarmaður. Guðmundur Hólmar Helgason fagnar marki í leik með Selfossi.vísir/hulda margrét Eftir góð ár í upphafi ferilsins með Akureyri fór Guðmundur Hólmar til Vals 2013 ásamt frænda sínum, Geir Guðmundssyni. Þeir urðu deildarmeistarar 2015 og bikarmeistarar 2016 með Valsmönnum en þá vantaði alltaf herslumuninn til að fara alla leið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir að hafa spilað erlendis í nokkur ár sneri Guðmundur Hólmar aftur heim 2021 og gekk í raðir Selfoss. Meiðsli settu strik í reikning hans á síðasta tímabili en núna er hann kominn aftur á ferðina og er liðinu ómetanlegur. 47. Tite Kalandadze Lið: ÍBV, Stjarnan Staða: Vinstri skytta Fæðingarár: 1972 Bikar: 2006, 2007 Silfur: 2005 Besti leikmaður: 2005 Markahæstur í úrslitakeppni: 2005 Leikir í deild: 43 Mörk í deild: 254 Leikir í úrslitakeppni: 9 Mörk í úrslitakeppni: 66 Roland Eradze var ekki bara frábær markvörður fyrir ÍBV heldur hjálpaði hann liðinu að fá landa sinn, Tite Kalandadze. Georgíska stórskyttan, sem hafði átt flottan feril, var ekki lengi að stimpla sig inn með ÍBV og átti ásamt Roland stærstan þátt í því að liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn 2005. ÍBV hljóp þar á Haukavegginn en Tite sýndi frábæra takta í úrslitakeppninni þar sem hann var með rúmlega sjö mörk að meðaltali í leik. Stjörnumenn voru hrifnir af því sem þeir sáu og fóru til Eyja og buðu Tite og Roland gull og græna skóga sem þeir þáðu. Talað var um að Tite væri jafnvel dýrasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Og síðan varð Stjarnan reyndar nánast gjaldþrota en það er önnur og leiðinlegri saga. Tite Kalandaze er einhver beittasti sóknarmaður sem hefur leikið í deildinni.fréttablaðið Burtséð frá langtíma afleiðingunum borguðu kaupin á Tite og Roland sig allavega til skamms tíma enda varð Stjarnan bikarmeistari tvö ár í röð (2006 og 2007). Tite skoraði sjö mörk í báðum úrslitaleikjunum og Roland varði eins og óður maður í þeim. Tite var mikil skytta, gríðarlega hraustur og öflugur í vörn. Og þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvö og hálft tímabil á Íslandi markaði Tite djúp spor í deildina hér heima og er einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað í henni. Í 52 leikjum í deild og úrslitakeppni gerði hann 320 mörk, eða 6,15 mörk að meðaltali í leik sem er engin slor tölfræði. 46. Haukur Þrastarson Lið: Selfoss Staða: Leikstjórnandi Fæðingarár: 2001 Íslandsmeistari: 2019 Besti leikmaður: 2020 Valdimarsbikar: 2020 Markakóngur: 2020 Leikir í deild: 74 Mörk í deild: 358 Leikir í úrslitakeppni: 18 Mörk í úrslitakeppni: 82 Það er búið að skrifa mikið um Hauk Þrastarson og nota flest öll lýsingarorð um hann og brunnurinn fer að tæmast. En tvennt um hann. Það má ekki gleymast hversu fullskapaður hann kom inn í deildina. Hann var aðeins viðloðandi lið Selfoss 2016-17 en svo lykilmaður 2017-18 og einn besti leikmaður deildarinnar í þokkabót. Selfyssingar voru afbragðs góðir tímabilið 2017-18 en enn betri tímabilið eftir þegar þeir fóru alla leið og urðu Íslandsmeistarar. Þar var Haukur í lykilhlutverki og frábær Robin fyrir Batmanninn Elvar Örn Jónsson. Haukur Þrastarson hjálpaði til við að koma Selfossi á íslenska handboltakortið fyrir fullt og allt.vísir/vilhelm Tímabilið eftir þurfti Haukur svo að skella svörtu skikkjunni á sig eftir að Elvar hélt til Danmerkur. Og hann stóð sannarlega undir þeirri ábyrgð. Selfossliðið 2019-20 var snargallað en Haukur hélt því á floti og var besti leikmaður deildarinnar. Eða bara langlanglangbesti leikmaður hennar. Haukur var bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og ef tímabilið hefði verið klárað og lokahóf HSÍ haldið hefði hann hirt öll verðlaun sem hann hefði átt möguleika á að fá á því.* En þótt hógvægari mann sé vart hægt að finna vissi Haukur það eflaust sjálfur að hann var bestur. *Höfundur tók sér það bessaleyfi að reikna með að Haukur hefði verið valinn bestur af leikmönnum og þjálfurum á lokahófi HSÍ 2020 og taka það með í einkunnagjöfina.
Lið: Grótta/KR, Fylkir, Stjarnan, Valur Staða: Markvörður Fæðingarár: 1975 Íslandsmeistari: 2017 Bikarmeistari: 2011, 2016, 2017 Deildarmeistari: 2015 Silfur: 2010 Leikir í deild: 333 Mörk í deild: 2 Leikir í úrslitakeppni: 42 Mörk í úrslitakeppni: 0
Lið: Fram, Haukar Staða: Línumaður Fæðingarár: 1982 Íslandsmeistari: 2015, 2016 Bikarmeistari: 2014 Deildarmeistari: 2013, 2014, 2016 Silfur: 2013, 2014, 2019 Besti varnarmaður: 2013, 2014 Leikir í deild: 150 Mörk í deild: 316 Leikir í úrslitakeppni: 58 Mörk í úrslitakeppni: 112
Lið: Akureyri, Valur, Selfoss Staða: Leikstjórnandi/vinstri skytta Fæðingarár: 1992 Bikarmeistari: 2016 Deildarmeistari: 2011, 2015 Valdimarsbikar: 2016 Besti varnarmaður: 2015, 2016 Leikir í deild: 190 Mörk í deild: 776 Leikir í úrslitakeppni: 37 Mörk í úrslitakeppni: 113
Lið: ÍBV, Stjarnan Staða: Vinstri skytta Fæðingarár: 1972 Bikar: 2006, 2007 Silfur: 2005 Besti leikmaður: 2005 Markahæstur í úrslitakeppni: 2005 Leikir í deild: 43 Mörk í deild: 254 Leikir í úrslitakeppni: 9 Mörk í úrslitakeppni: 66
Lið: Selfoss Staða: Leikstjórnandi Fæðingarár: 2001 Íslandsmeistari: 2019 Besti leikmaður: 2020 Valdimarsbikar: 2020 Markakóngur: 2020 Leikir í deild: 74 Mörk í deild: 358 Leikir í úrslitakeppni: 18 Mörk í úrslitakeppni: 82
Olís-deild karla 50 bestu Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira