Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2023 14:09 Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi með Eflingu í desember síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. Tilboðið var lagt fram á fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem hófst fyrir stundu með ríkissáttasemjara. Þar segir að samtökin leggi til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar og gerður var við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinarsambandsins. Sem fyrr segir segist samninganefnd SA þó tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamningsins að þörfum Eflingarfólks, en þó innan þess ramma sem samningurinn við Starfsgreinasambandið markaði. Bjóða afturvirkni frá 1. nóvember verði samningurinn undirritaður innan viku Í tilboðinu kemur fram að SA bjóði að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember, svo fremi sem hann verði undirritaður innan viku, eigi síðar en 11. janúar næstkomandi. Samninganefnd Eflingar á fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Í tilboðinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir forsendur kjarasamningsins sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, fór fyrir samninganefnd samtakanna á fundinum í dag. Hann segir að blæbrigðamunur sé á tilboði SA til Eflingar og þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru við Starfsgreinasambandið í desember. Klippa: Blæbrigðamunur á tilboði SA Þar er sú afstaða Samtaka atvinnulífsins að nýir kjarasamningar sem þau hafi gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarmanna og iðnaðarmanna og gildi fyrir um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði, séu stefnumarkandi, áréttuð. Í tilboðinu segir að Samtök atvinnulífsins sjái ekki málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagsvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnses- og Grafningshreppi. Í síðasta tilboði Eflingar til SA var meðal annars gert ráð fyrir fimmtán þúsund króna flatri framfærsluuppbót. Í tilboðinu lýsa samtökin sig reiðubúin til að ræða nánar sérstöðu félagsmanna Eflingar en þó með því skilyrði að það verði innan kostnaðarrama og meginlína þess samnings sem gerður var við Starfsgreinasambandið. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Tilboðið var lagt fram á fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem hófst fyrir stundu með ríkissáttasemjara. Þar segir að samtökin leggi til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar og gerður var við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinarsambandsins. Sem fyrr segir segist samninganefnd SA þó tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamningsins að þörfum Eflingarfólks, en þó innan þess ramma sem samningurinn við Starfsgreinasambandið markaði. Bjóða afturvirkni frá 1. nóvember verði samningurinn undirritaður innan viku Í tilboðinu kemur fram að SA bjóði að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember, svo fremi sem hann verði undirritaður innan viku, eigi síðar en 11. janúar næstkomandi. Samninganefnd Eflingar á fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í desember á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Í tilboðinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir forsendur kjarasamningsins sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, fór fyrir samninganefnd samtakanna á fundinum í dag. Hann segir að blæbrigðamunur sé á tilboði SA til Eflingar og þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru við Starfsgreinasambandið í desember. Klippa: Blæbrigðamunur á tilboði SA Þar er sú afstaða Samtaka atvinnulífsins að nýir kjarasamningar sem þau hafi gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarmanna og iðnaðarmanna og gildi fyrir um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði, séu stefnumarkandi, áréttuð. Í tilboðinu segir að Samtök atvinnulífsins sjái ekki málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagsvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnses- og Grafningshreppi. Í síðasta tilboði Eflingar til SA var meðal annars gert ráð fyrir fimmtán þúsund króna flatri framfærsluuppbót. Í tilboðinu lýsa samtökin sig reiðubúin til að ræða nánar sérstöðu félagsmanna Eflingar en þó með því skilyrði að það verði innan kostnaðarrama og meginlína þess samnings sem gerður var við Starfsgreinasambandið.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16
Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21
„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent