Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 08:39 Walter Cunningham árið 2014. AP/Steven Senne Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. Fjölskylda Cunninghams segir að hann hafi látist á sjúkrahúsi vegna afleiðinga falls. Hann hafi lifað fullu og heilu lífi. Apollo 7-leiðangurinn var sá fyrsti í áætluninni þar sem mönnum var skotið út í geim. Cunningham var síðasti eftirlifandi leiðangursmaðurinn en félagar hans, þeir Walter M. Schirra og Donn F. Eisele, er báðir gengnir. Leiðangur þeirra var einnig fyrsti mannaði geimleiðangur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eftir að þrír geimfarar Apollo 1 fórust í eldsvoða við æfingar í Flórída í janúar árið 1967. Þeim Cunningham, Schirra og Eisele var skotið á loft frá Canaveral-höfða 11. október árið 1968 og við tók ellefu daga langur leiðangur á braut um jörðu. Cunningham var titlaður flugstjóri tunglferjunnar jafnvel þó að engin tunglferja væri með um borð í leiðangrinum. NASA þótti leiðangurinn heppnast svo vel að Apollo 8-leiðangurinn var sendur á braut um tunglið þá í desember. Fyrstu mennirnir lentu svo á yfirborði tunglsins í Apollo 11-leiðangrinum í júlí árið eftir. Geimfararnir þrír sendu sjónvarpsmyndir í beinni útsendingu til jarðar frá sporbraut. Fyrir dagleg fréttaskeyti sín frá braut um jörðu hlutu þeir sérstök Emmy-verðlaun. Gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega Cunningham sagði sjálfur um Apollo 7 að leiðangurinn hafi gert NASA kleift að yfirstíga allar þær hindranir sem voru í veginum eftir Apollo 1-harmleikinn. Apollo 7 hafi verið lengsta og besta heppnaða tilraun með flygildi í sögunni. Hann fór aldrei aftur út í geim heldur sneri sér að verkfræði og viðskiptum þegar hann hætti hjá NASA. Þá gerðist hann útvarpsþáttastjórnandi og ræðumaður. Á efri árum lýsti hann efasemdum sínum um þá staðreynd að menn valdi hnattrænni hlýnun með athöfnum sínum þó að hann viðurkenndi að hann væri enginn loftslagsvísindamaður sjálfur, að sögn AP-fréttastofunnar. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, minntist Cunninghams í tísti í gær. Sagðist hann hafa misst góðan vin með láti Cunninghams. „Bandaríkin og Apollo 11 hefði ekki komist til tunglsins án hugrekkis Walts og Apollo 7. Leiðangur þeirra gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega,“ tísti Aldrin. I ve lost a good friend with Walt Cunningham passing. America and Apollo 11 wouldn t have gotten to the moon without Walt s courage and Apollo 7. Their mission made possible every other Apollo mission. He is the definition of an American hero, a man of enormous heart. pic.twitter.com/eKQlqpNBfR— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 3, 2023 Cunningham var einn Apollo-geimfaranna sem æfðu á Íslandi árið 1965. Kynntu þeir sér meðal annars jarðfræði í Öskju í Dyngjufjöllum vegna líkinda sem voru talin á milli þeirra og tunglsins. Cunningham sneri aftur til Íslands í tilefni af fimmtíu ára afmæli æfinganna árið 2015. Cunningham (t.v.) og Schweickart (t.h.) við Nautagil árið 2015.Völundur Jónsson/Könnunarsafnið Rusty Schweickart úr Apollo 9-leiðangrinum (t.v.) með Walter Cunningham (t.h.) í tjaldbúðum bandarísku geimfaranna við Drekagil árið 1965.NASA Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallaði um Apollo 7-leiðangurinn í útvarpsþáttunum Kapphlaupinu til tunglsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. saevarhb · Kapphlaupið til tunglsins 10. þáttur: Fyrsta mannaða geimferð Apollo Geimurinn Tunglið Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir því sem koma mundi Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Fjölskylda Cunninghams segir að hann hafi látist á sjúkrahúsi vegna afleiðinga falls. Hann hafi lifað fullu og heilu lífi. Apollo 7-leiðangurinn var sá fyrsti í áætluninni þar sem mönnum var skotið út í geim. Cunningham var síðasti eftirlifandi leiðangursmaðurinn en félagar hans, þeir Walter M. Schirra og Donn F. Eisele, er báðir gengnir. Leiðangur þeirra var einnig fyrsti mannaði geimleiðangur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eftir að þrír geimfarar Apollo 1 fórust í eldsvoða við æfingar í Flórída í janúar árið 1967. Þeim Cunningham, Schirra og Eisele var skotið á loft frá Canaveral-höfða 11. október árið 1968 og við tók ellefu daga langur leiðangur á braut um jörðu. Cunningham var titlaður flugstjóri tunglferjunnar jafnvel þó að engin tunglferja væri með um borð í leiðangrinum. NASA þótti leiðangurinn heppnast svo vel að Apollo 8-leiðangurinn var sendur á braut um tunglið þá í desember. Fyrstu mennirnir lentu svo á yfirborði tunglsins í Apollo 11-leiðangrinum í júlí árið eftir. Geimfararnir þrír sendu sjónvarpsmyndir í beinni útsendingu til jarðar frá sporbraut. Fyrir dagleg fréttaskeyti sín frá braut um jörðu hlutu þeir sérstök Emmy-verðlaun. Gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega Cunningham sagði sjálfur um Apollo 7 að leiðangurinn hafi gert NASA kleift að yfirstíga allar þær hindranir sem voru í veginum eftir Apollo 1-harmleikinn. Apollo 7 hafi verið lengsta og besta heppnaða tilraun með flygildi í sögunni. Hann fór aldrei aftur út í geim heldur sneri sér að verkfræði og viðskiptum þegar hann hætti hjá NASA. Þá gerðist hann útvarpsþáttastjórnandi og ræðumaður. Á efri árum lýsti hann efasemdum sínum um þá staðreynd að menn valdi hnattrænni hlýnun með athöfnum sínum þó að hann viðurkenndi að hann væri enginn loftslagsvísindamaður sjálfur, að sögn AP-fréttastofunnar. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, minntist Cunninghams í tísti í gær. Sagðist hann hafa misst góðan vin með láti Cunninghams. „Bandaríkin og Apollo 11 hefði ekki komist til tunglsins án hugrekkis Walts og Apollo 7. Leiðangur þeirra gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega,“ tísti Aldrin. I ve lost a good friend with Walt Cunningham passing. America and Apollo 11 wouldn t have gotten to the moon without Walt s courage and Apollo 7. Their mission made possible every other Apollo mission. He is the definition of an American hero, a man of enormous heart. pic.twitter.com/eKQlqpNBfR— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 3, 2023 Cunningham var einn Apollo-geimfaranna sem æfðu á Íslandi árið 1965. Kynntu þeir sér meðal annars jarðfræði í Öskju í Dyngjufjöllum vegna líkinda sem voru talin á milli þeirra og tunglsins. Cunningham sneri aftur til Íslands í tilefni af fimmtíu ára afmæli æfinganna árið 2015. Cunningham (t.v.) og Schweickart (t.h.) við Nautagil árið 2015.Völundur Jónsson/Könnunarsafnið Rusty Schweickart úr Apollo 9-leiðangrinum (t.v.) með Walter Cunningham (t.h.) í tjaldbúðum bandarísku geimfaranna við Drekagil árið 1965.NASA Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallaði um Apollo 7-leiðangurinn í útvarpsþáttunum Kapphlaupinu til tunglsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. saevarhb · Kapphlaupið til tunglsins 10. þáttur: Fyrsta mannaða geimferð Apollo
Geimurinn Tunglið Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir því sem koma mundi Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48