Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2023 13:15 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borgarstjórn, sat fund forsætisnefndar borgarstjórnar Reykjavíkur á föstudag. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. Fréttastofa greindi frá því í morgun að Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sakað meirihlutann í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að beiðni hennar um að málefni Ljósleiðarans yrðu rædd í borgarstjórn var hafnað. Marta segir höfnun meirihlutans merki um einræðistilburði og leyndarhyggju ríkja hvað varðar málefni ljósleiðarans. Hafi stofnað rýnihóp vegna trúnaðarskyldu Einar Þorsteinsson var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag þar sem beiðni Mörtu um að Ljósleiðarinn yrði ræddur á fundi borgarstjórnar á morgun var hafnað. Einar sat fundinn sem varafulltrúi og var því ekki viðstaddur þegar umræða um beiðni Mörtu fór fram. Þarna sé þó um að ræða mál sem ekki sé hægt að ræða fyrir opnum tjöldum enn sem komið er. „Þarna er um að ræða viðskiptamálefni fyrirtækis sem er á samkeppnismarkaði og það er eðli máls samkvæmt ekki hægt að ræða þau fyrir opnum tjöldum í borgarstjórn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu en Ljósleiðarinn er í eigu borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Við í meirihlutanum í borgarráði lögðum hins vegar til að stofnaður yrði rýnihópur svo að fulltrúar allra flokka í borgarráði hefðu tækifæri til að fá jafnan aðgang að öllum gögnum málsins, alveg eins og meirihlutinn. Þar sem við gætum farið yfir þau og rýnt alla hagsmuni borgarinnar sem eru í húfi og áhættuna sem felst í þessu máli,“ segir hann. Noti öll stóru orðin í orðabók Sjálfstæðisflokksins Á fundum rýnihópsins, sem Marta á sæti í, hafi borgarfulltrúum gefist tækifæri til að sinna eftirlitshlutverki sínu. „Þegar fram líða stundir og hægt er að aflétta trúnaði af þeim gögnum sem um ræðir verður þetta að sjálfsögðu rætt í borgarstjórn fyrir opnum tjöldum en það eru ekki allir í borgarstjórn sem hafa aðgengi að þessum gögnum, sem hafa verið lögð fyrir rýnihópinn, því þar er bara einn fulltrúi frá hverjum flokki,“ segir Einar. „Þess vegna yrði umræðan í borgarstjórn afar undarleg þar sem sumir í borgarstjórn þekktu til gagnanna en aðrir ekki og þessi umræða í borgarstjórn á þessum tímapunkti yrði afar undarleg og skrítin. Því er farsælast að vinna þetta vel á vettvangi rýnihópsins og síðar í borgarstjórn.“ Hann átti sig ekki á því hvers vegna borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins saki meirihlutann um einræðistilburði eða haldi því fram að hann hafi ekki fengið gögn afhent. „Ég átta mig ekki alveg á því hvers konar gamaldsags pólitík Sjálfstæðismenn eru að stunda. Þeir vita það að það er ekki hægt að ræða þetta fyrir opnum tjöldum. Þá nýta þau tækifærið til að krefjast þess að það sé gert vegna þess að þau vita að við getum ekki gert annað en að hafna því. Þá geta þau sakað okkur um leyndarhyggju og jafnvel spillingu og notað öll stóru orðin í orðabók Sjálfstæðisflokksins,“ segir Einar. „Verði þeim bara að góðu með það. Við erum að vinna þetta faglega á vettvangi rýnihópsins, allan hafa jafnan aðgang að gögnum, það er í góðri samvinnu við alla aðra flokka í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokk. Allar ásakanir um leyndarhyggju og slíkt eru algjörlega órökstuddar og óskiljanlegar.“ Reykjavík Borgarstjórn Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. 2. janúar 2023 12:00 Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í morgun að Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sakað meirihlutann í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að beiðni hennar um að málefni Ljósleiðarans yrðu rædd í borgarstjórn var hafnað. Marta segir höfnun meirihlutans merki um einræðistilburði og leyndarhyggju ríkja hvað varðar málefni ljósleiðarans. Hafi stofnað rýnihóp vegna trúnaðarskyldu Einar Þorsteinsson var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag þar sem beiðni Mörtu um að Ljósleiðarinn yrði ræddur á fundi borgarstjórnar á morgun var hafnað. Einar sat fundinn sem varafulltrúi og var því ekki viðstaddur þegar umræða um beiðni Mörtu fór fram. Þarna sé þó um að ræða mál sem ekki sé hægt að ræða fyrir opnum tjöldum enn sem komið er. „Þarna er um að ræða viðskiptamálefni fyrirtækis sem er á samkeppnismarkaði og það er eðli máls samkvæmt ekki hægt að ræða þau fyrir opnum tjöldum í borgarstjórn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu en Ljósleiðarinn er í eigu borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Við í meirihlutanum í borgarráði lögðum hins vegar til að stofnaður yrði rýnihópur svo að fulltrúar allra flokka í borgarráði hefðu tækifæri til að fá jafnan aðgang að öllum gögnum málsins, alveg eins og meirihlutinn. Þar sem við gætum farið yfir þau og rýnt alla hagsmuni borgarinnar sem eru í húfi og áhættuna sem felst í þessu máli,“ segir hann. Noti öll stóru orðin í orðabók Sjálfstæðisflokksins Á fundum rýnihópsins, sem Marta á sæti í, hafi borgarfulltrúum gefist tækifæri til að sinna eftirlitshlutverki sínu. „Þegar fram líða stundir og hægt er að aflétta trúnaði af þeim gögnum sem um ræðir verður þetta að sjálfsögðu rætt í borgarstjórn fyrir opnum tjöldum en það eru ekki allir í borgarstjórn sem hafa aðgengi að þessum gögnum, sem hafa verið lögð fyrir rýnihópinn, því þar er bara einn fulltrúi frá hverjum flokki,“ segir Einar. „Þess vegna yrði umræðan í borgarstjórn afar undarleg þar sem sumir í borgarstjórn þekktu til gagnanna en aðrir ekki og þessi umræða í borgarstjórn á þessum tímapunkti yrði afar undarleg og skrítin. Því er farsælast að vinna þetta vel á vettvangi rýnihópsins og síðar í borgarstjórn.“ Hann átti sig ekki á því hvers vegna borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins saki meirihlutann um einræðistilburði eða haldi því fram að hann hafi ekki fengið gögn afhent. „Ég átta mig ekki alveg á því hvers konar gamaldsags pólitík Sjálfstæðismenn eru að stunda. Þeir vita það að það er ekki hægt að ræða þetta fyrir opnum tjöldum. Þá nýta þau tækifærið til að krefjast þess að það sé gert vegna þess að þau vita að við getum ekki gert annað en að hafna því. Þá geta þau sakað okkur um leyndarhyggju og jafnvel spillingu og notað öll stóru orðin í orðabók Sjálfstæðisflokksins,“ segir Einar. „Verði þeim bara að góðu með það. Við erum að vinna þetta faglega á vettvangi rýnihópsins, allan hafa jafnan aðgang að gögnum, það er í góðri samvinnu við alla aðra flokka í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokk. Allar ásakanir um leyndarhyggju og slíkt eru algjörlega órökstuddar og óskiljanlegar.“
Reykjavík Borgarstjórn Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. 2. janúar 2023 12:00 Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. 2. janúar 2023 12:00
Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56
Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32