AGS spáir samdrætti hjá þriðjungi ríkja heims Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2023 07:38 Árið fer erfiðlega af stað í Kína þrátt fyrir u-beygju stjórnvalda í aðgerðum gegn Covid. AP/Ng Han Guan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir þriðjung ríkja heims standa frammi fyrir samdrætti árið 2023. Framkvæmdastjórinn Kristalina Georgieva segir árið munu verða erfiðara en árið 2022. Stríðið í Úkraínu, stýrivaxta- og verðhækkanir og útbreiðsla Covid í Kína eru meðal þeirra vandamála sem blasa við efnahagskerfum heimsins. Georgieva sagði í viðtali við Face the Nation á CBS að jafnvel í þeim ríkjum sem glímdu ekki við samdrátt, myndu hundruð milljónir íbúa búa við samdráttar-líkar aðstæður. Hún sagði árið myndu byrja erfiðlega í Kína og áhrifin af því yrðu erfið bæði fyrir Kína og allan heiminn. Katrina Ell, hagfræðingur hjá Moody's Analytics í Sydney, segir í samtali við BBC að jafnvel þótt spár geri ekki ráð fyrir samdrætti á heimsvísu, séu líkurnar óþægilega miklar. Evrópa muni ekki sleppa og Bandaríkin séu á bjargbrúninni. Framleiðsla í Kína dróst saman í desember, þriðja mánuðinn í röð. Kínversk stjórnvöld tóku u-beygju í afstöðu sinni til kórónuveirufaraldursins í lok árs og drógu verulega úr aðgerðum til að takmarka dreifingu farsóttarinnar en óvíst er hversu langan tíma það mun taka hagkerfið að ná sér. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Kína Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stríðið í Úkraínu, stýrivaxta- og verðhækkanir og útbreiðsla Covid í Kína eru meðal þeirra vandamála sem blasa við efnahagskerfum heimsins. Georgieva sagði í viðtali við Face the Nation á CBS að jafnvel í þeim ríkjum sem glímdu ekki við samdrátt, myndu hundruð milljónir íbúa búa við samdráttar-líkar aðstæður. Hún sagði árið myndu byrja erfiðlega í Kína og áhrifin af því yrðu erfið bæði fyrir Kína og allan heiminn. Katrina Ell, hagfræðingur hjá Moody's Analytics í Sydney, segir í samtali við BBC að jafnvel þótt spár geri ekki ráð fyrir samdrætti á heimsvísu, séu líkurnar óþægilega miklar. Evrópa muni ekki sleppa og Bandaríkin séu á bjargbrúninni. Framleiðsla í Kína dróst saman í desember, þriðja mánuðinn í röð. Kínversk stjórnvöld tóku u-beygju í afstöðu sinni til kórónuveirufaraldursins í lok árs og drógu verulega úr aðgerðum til að takmarka dreifingu farsóttarinnar en óvíst er hversu langan tíma það mun taka hagkerfið að ná sér.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Kína Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira