Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 22:40 Íbúar í Saporisjía yfirgefa sundursprengd heimili sín eftir linnulausar árásir Rússa. AP Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. AP segir frá því að loftvarnaflautur hafi ómað í Kænugarði í nótt þar sem heimamenn fögnuðu komu nýs árs í smærri hópum á heimilum vegna útgöngubanns sem hafði verið komið á. Talsmaður úkraínska flughersins segir að tekist hafi að skjóta niður að minnsta kosti 45 rússneska dróna á nýársnótt. Á að minnsta kosti einum þeirra hafi verið ritað „Gleðilegt nýtt ár“ á rússnesku. Talsmaður rússneska hersins segir að árásirnar hafi beinst að drónaverksmiðlum Úkraínuhers og að með þeim hafi tekist að draga úr getu Úkraínumanna til að fremja „hryðjuverkaárásir“ gegn Rússlandi. Engin hernaðarleg skotmörk eftir Í færslu á Twitter segir Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodýmír Selenskí Úkraínuforseta, að árásirnar nú bendi til breytinga í stríðsrekstri Rússa. Segir hann að Rússar virðast ekki lengur með nein hernaðarleg skotmörk á lista og því „reyni þeir að drepa eins marga almenna borgara og hægt er.“ Auk mannfalls í Kænugarði hafa borist fréttir af tveimur látnum Úkraínumönnum í árásum Rússa í Kherson og Saporisjía. Þá eiga um fimmtíu manns að hafa særst í árásum Rússa á nýársnótt. Volodýmír Selenskí Úkraínuforseti segir að enginn í heiminum muni fyrirgefa Rússum.EPA Enginn mun fyrirgefa Rússum Selenskí Úkraínuforseti skrifaði á gamlárskvöld um árásir Rússa þar sem hann sagði meðal annars: „Vélmenni gegn manneskjum… Enginn í heiminum kemur til með að fyrirgefa ykkur þetta. Úkraína mun ekki fyrirgefa.“ Í ávarpi lagði hann jafnframt áherslu á að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast þar til að sigur sé í höfn. „Við berjumst og höldum áfram að berjast. Við berjumst eins og lið – landið allt, öll héruð. Ég dáist að ykkur öllum. Ég vil þakka hverju ósigandi héraði í Úkraínu,“ sagði Selenskí. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
AP segir frá því að loftvarnaflautur hafi ómað í Kænugarði í nótt þar sem heimamenn fögnuðu komu nýs árs í smærri hópum á heimilum vegna útgöngubanns sem hafði verið komið á. Talsmaður úkraínska flughersins segir að tekist hafi að skjóta niður að minnsta kosti 45 rússneska dróna á nýársnótt. Á að minnsta kosti einum þeirra hafi verið ritað „Gleðilegt nýtt ár“ á rússnesku. Talsmaður rússneska hersins segir að árásirnar hafi beinst að drónaverksmiðlum Úkraínuhers og að með þeim hafi tekist að draga úr getu Úkraínumanna til að fremja „hryðjuverkaárásir“ gegn Rússlandi. Engin hernaðarleg skotmörk eftir Í færslu á Twitter segir Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodýmír Selenskí Úkraínuforseta, að árásirnar nú bendi til breytinga í stríðsrekstri Rússa. Segir hann að Rússar virðast ekki lengur með nein hernaðarleg skotmörk á lista og því „reyni þeir að drepa eins marga almenna borgara og hægt er.“ Auk mannfalls í Kænugarði hafa borist fréttir af tveimur látnum Úkraínumönnum í árásum Rússa í Kherson og Saporisjía. Þá eiga um fimmtíu manns að hafa særst í árásum Rússa á nýársnótt. Volodýmír Selenskí Úkraínuforseti segir að enginn í heiminum muni fyrirgefa Rússum.EPA Enginn mun fyrirgefa Rússum Selenskí Úkraínuforseti skrifaði á gamlárskvöld um árásir Rússa þar sem hann sagði meðal annars: „Vélmenni gegn manneskjum… Enginn í heiminum kemur til með að fyrirgefa ykkur þetta. Úkraína mun ekki fyrirgefa.“ Í ávarpi lagði hann jafnframt áherslu á að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast þar til að sigur sé í höfn. „Við berjumst og höldum áfram að berjast. Við berjumst eins og lið – landið allt, öll héruð. Ég dáist að ykkur öllum. Ég vil þakka hverju ósigandi héraði í Úkraínu,“ sagði Selenskí.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25