Áramótaheit og framtíðarmarkmið Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 1. janúar 2023 20:00 Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið. Áramótaheit eða framtíðarmarkmið geta verið stór eða smá í sniðum og tilheyrt ýmsum sviðum lífsins. Tökum sem dæmi markmið um að fara í nám, skipta um vinnu, markmið um breytt eða bætt fjölskyldumynstur og svo þessi allra algengustu um að bæta heilsuna í ýmsum útgáfum, til dæmis að borða hollara, fara oftar í ræktina, missa nokkur kíló og svo framvegis. Rifjum aðeins upp hvað varð um áramótaheit liðinna ára? Hvað kom í veg fyrir að þau yrðu að veruleika? Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þær hugsanir og tilfinningar sem kvikna hjá okkur um það erfiði sem bíður okkar. Í huga okkar allra býr úrtöluvél sem dælir út hugsunum á borð við „þetta er of erfitt, ég get þetta aldrei, ég þori ekki að fara úr öryggi núverandi vinnu“. Hugsanir um framtíðina byrja yfirleitt á „hvað ef“ „hvað ef ég ræð ekki við námið, ég er orðin of gömul/gamall til að skipta um starfsvettvang eða skrá mig í nám. Ég hef nú aldrei verið góður í“…..og svona heldur hugurinn áfram að telja úr okkur kjarkinn. Í kjölfar hugsana kvikna svo tilfinningar á borð við áhyggjur, kvíða, ótta, vonleysi og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hugsa um hvaða afleiðingar ákvarðanir hafi fyrir okkur. En það er líka gott að minna sig á að hugsanir okkar eru ekki alltaf sannar. Hugsun getur verið sönn eða ósönn en það er mikilvægara að minna sig á hvort hugsunin er hjálpleg eða óhjálpleg? Mun þessi hugsun færa mig nær því lífi sem ég vil lifa? Ef ég hlýði hugsun minni sem gæti verið: „þú ræður ekki við þetta“ mun það þá færa mig nær eða fjær því lífi sem ég vil lifa og þeim markmiðum sem ég hef sett mér? Gott er að minna sig á gildi sín í lífinu og nota þau sem vörður í átt að markmiðum. Ef ég lifi eftir því gildi að lifa heilbrigðu lífi er líklegra að ég styrki mig líkamlega eða missi nokkur kíló. Ef gildi mín í lífinu eru að reyna eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann er líklegra að ég skrái mig í námið sem ég hef svo lengi ætlað mér eða skipti um starfsvettvang. Það þarf vart að taka fram að markmið okkar þurfa að vera raunsæ og taka mið af aðstæðum okkar. Einnig að minna sig á „hvað ég væri að gera“ öðruvísi ef ég hefði náð markmiði mínu. Margir setja sér huglæg markmið, „mig langar að verða hamingjusöm/hamingjusamur, ná betri líði o.s.frv. Allt eru þetta eðlileg og skiljanleg markmið en það getur verið gott að hafa í huga hvað þú værir að gera öðruvísi ef þú hefðir náð markmiðinu. Hvað myndi ég gera ef ég væri hamingjusamur, hvað gerir mig hamingjusaman? Kannski er svarið við því að þá væri ég félagslega virkari, hitti oftar fjölskyldumeðlimi, hreyfði mig meira o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna sig á að leiðin að markmiðum er sjaldnast línuleg. Þeir sem vilja minnka magaummál sitt munu falla í freistni á einhverjum tímapunkti. Sá sem hyggur á breytingar á vinnumarkaði mun að líkindum ekki fá fyrsta starfið sem hann sækir um og sá sem byrjar í námi gæti lent í því að falla eða átta sig á að þetta var ekki rétt ákvörðun. Þeir sem náð hafa markmiðum sínum hafa flestir lent í einhverjum kollsteypum en haldið áfram þrátt fyrir það. Sumir kalla þetta seiglu eða þrautseigju sem er nauðsynlegt veganesti. Ég vona að þetta sé gott veganesti inn í nýtt og gæfuríkara ár. Höfundur er sálfræðingur á Sálfræðistofunni Líf og Sál og á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið. Áramótaheit eða framtíðarmarkmið geta verið stór eða smá í sniðum og tilheyrt ýmsum sviðum lífsins. Tökum sem dæmi markmið um að fara í nám, skipta um vinnu, markmið um breytt eða bætt fjölskyldumynstur og svo þessi allra algengustu um að bæta heilsuna í ýmsum útgáfum, til dæmis að borða hollara, fara oftar í ræktina, missa nokkur kíló og svo framvegis. Rifjum aðeins upp hvað varð um áramótaheit liðinna ára? Hvað kom í veg fyrir að þau yrðu að veruleika? Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þær hugsanir og tilfinningar sem kvikna hjá okkur um það erfiði sem bíður okkar. Í huga okkar allra býr úrtöluvél sem dælir út hugsunum á borð við „þetta er of erfitt, ég get þetta aldrei, ég þori ekki að fara úr öryggi núverandi vinnu“. Hugsanir um framtíðina byrja yfirleitt á „hvað ef“ „hvað ef ég ræð ekki við námið, ég er orðin of gömul/gamall til að skipta um starfsvettvang eða skrá mig í nám. Ég hef nú aldrei verið góður í“…..og svona heldur hugurinn áfram að telja úr okkur kjarkinn. Í kjölfar hugsana kvikna svo tilfinningar á borð við áhyggjur, kvíða, ótta, vonleysi og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hugsa um hvaða afleiðingar ákvarðanir hafi fyrir okkur. En það er líka gott að minna sig á að hugsanir okkar eru ekki alltaf sannar. Hugsun getur verið sönn eða ósönn en það er mikilvægara að minna sig á hvort hugsunin er hjálpleg eða óhjálpleg? Mun þessi hugsun færa mig nær því lífi sem ég vil lifa? Ef ég hlýði hugsun minni sem gæti verið: „þú ræður ekki við þetta“ mun það þá færa mig nær eða fjær því lífi sem ég vil lifa og þeim markmiðum sem ég hef sett mér? Gott er að minna sig á gildi sín í lífinu og nota þau sem vörður í átt að markmiðum. Ef ég lifi eftir því gildi að lifa heilbrigðu lífi er líklegra að ég styrki mig líkamlega eða missi nokkur kíló. Ef gildi mín í lífinu eru að reyna eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann er líklegra að ég skrái mig í námið sem ég hef svo lengi ætlað mér eða skipti um starfsvettvang. Það þarf vart að taka fram að markmið okkar þurfa að vera raunsæ og taka mið af aðstæðum okkar. Einnig að minna sig á „hvað ég væri að gera“ öðruvísi ef ég hefði náð markmiði mínu. Margir setja sér huglæg markmið, „mig langar að verða hamingjusöm/hamingjusamur, ná betri líði o.s.frv. Allt eru þetta eðlileg og skiljanleg markmið en það getur verið gott að hafa í huga hvað þú værir að gera öðruvísi ef þú hefðir náð markmiðinu. Hvað myndi ég gera ef ég væri hamingjusamur, hvað gerir mig hamingjusaman? Kannski er svarið við því að þá væri ég félagslega virkari, hitti oftar fjölskyldumeðlimi, hreyfði mig meira o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna sig á að leiðin að markmiðum er sjaldnast línuleg. Þeir sem vilja minnka magaummál sitt munu falla í freistni á einhverjum tímapunkti. Sá sem hyggur á breytingar á vinnumarkaði mun að líkindum ekki fá fyrsta starfið sem hann sækir um og sá sem byrjar í námi gæti lent í því að falla eða átta sig á að þetta var ekki rétt ákvörðun. Þeir sem náð hafa markmiðum sínum hafa flestir lent í einhverjum kollsteypum en haldið áfram þrátt fyrir það. Sumir kalla þetta seiglu eða þrautseigju sem er nauðsynlegt veganesti. Ég vona að þetta sé gott veganesti inn í nýtt og gæfuríkara ár. Höfundur er sálfræðingur á Sálfræðistofunni Líf og Sál og á Reykjalundi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar