Ríkissjóður kaupir meirihluta Landsnets á um 63 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 18:37 Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Stöð 2/Arnar Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Landsvirkjun, RARIK og Orkubú Vestfjarða hafa náð samningum um kaup ríkisins á 93,22 prósent eignarhlut fyrirtækjanna í Landsneti hf.. Eftir stendur 6,78 prósent hlutur Orkuveitur Reykjavíkur í Landsneti. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt kaupsamningi greiði ríkið bókfært verð fyrir eignarhlut fyrirtækjanna, sem nemi um 439 milljónum Bandaríkjadala, eða um 63 milljörðum króna. Á vef Landsnets segir að fyrirtækið hafi verið í 64,73 prósent eigu Landsvirkjunar, 22,51 prósent eigu RARIK, 5,98 prósent eigu Orkubús Vestfjarða og 6,78 prósent eigu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir viðskiptin. Í samræmi við Orkustefnu Í tilkynningu segir að Landsnet hafi verið stofnað með lögum árið 2004 og tekið til starfa árið 2005. Landsnet starfi samkvæmt sérleyfi og gegni mikilvægu hlutverki á raforkumarkaði, en hlutverk félagsins sé flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Eigendur hafi í byrjun verið Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Árið 2007 hafi Orkuveita Reykjavíkur bæst í eigendahópinn og eignarhald verið óbreytt síðan. Í Orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, komi meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt að ljúka eigendaaðskilnaði flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallist á þessu sjónarmiði og séu í samræmi við það sem kveðið er sé um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Víðtæk samstaða um að ríkið eigi Landsnet Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, að hann sé ánægður með að breytt eignarhald Landsnets sé komið til framkvæmda. Það hafi verið víðtæk samstaða um að eignarhald Landsnets sé best komið í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með þessum samningi sé stigið fyrsta skrefið í að innleiða þessa breytingu hjá þessu mikilvæga fyrirtæki. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Landsvirkjun hefur lengi talað fyrir því að breyta eignarhaldi Landsnets og bent á að það sé óheppilegt að Landsnet, sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun, sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna. Óbreytt eignarhald samræmist illa meginhugmyndum um aðskilnað samkeppnisreksturs og grunnreksturs á orkumarkaði. Það er ánægjulegt að sjá að þessi breyting hefur nú raungerst,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Eignarhluturinn hafi skapað tekjur „RARIK fagnar þessum samningi. Hlutverk á raforkumarkaði verða skýrari og sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði og eðlilegri þróun orkumarkaðar á Íslandi. RARIK og Landsnet hafa átt góð og fagleg samskipti hingað til og svo mun verða áfram,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra RARIK. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að eignarhlutur OV í Landsneti hafi á undanförnum árum skapað tekjur sem hafi verið mikilvægur þáttur í rekstrarafkomu Orkubúsins. „Með sölunni skapast hins vegar ný tækifæri fyrir Orkubúið að auka fjárfestingar í orkuinnviðum á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við,“ segir hann. Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt kaupsamningi greiði ríkið bókfært verð fyrir eignarhlut fyrirtækjanna, sem nemi um 439 milljónum Bandaríkjadala, eða um 63 milljörðum króna. Á vef Landsnets segir að fyrirtækið hafi verið í 64,73 prósent eigu Landsvirkjunar, 22,51 prósent eigu RARIK, 5,98 prósent eigu Orkubús Vestfjarða og 6,78 prósent eigu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir viðskiptin. Í samræmi við Orkustefnu Í tilkynningu segir að Landsnet hafi verið stofnað með lögum árið 2004 og tekið til starfa árið 2005. Landsnet starfi samkvæmt sérleyfi og gegni mikilvægu hlutverki á raforkumarkaði, en hlutverk félagsins sé flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Eigendur hafi í byrjun verið Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Árið 2007 hafi Orkuveita Reykjavíkur bæst í eigendahópinn og eignarhald verið óbreytt síðan. Í Orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, komi meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt að ljúka eigendaaðskilnaði flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallist á þessu sjónarmiði og séu í samræmi við það sem kveðið er sé um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Víðtæk samstaða um að ríkið eigi Landsnet Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, að hann sé ánægður með að breytt eignarhald Landsnets sé komið til framkvæmda. Það hafi verið víðtæk samstaða um að eignarhald Landsnets sé best komið í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með þessum samningi sé stigið fyrsta skrefið í að innleiða þessa breytingu hjá þessu mikilvæga fyrirtæki. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Landsvirkjun hefur lengi talað fyrir því að breyta eignarhaldi Landsnets og bent á að það sé óheppilegt að Landsnet, sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun, sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna. Óbreytt eignarhald samræmist illa meginhugmyndum um aðskilnað samkeppnisreksturs og grunnreksturs á orkumarkaði. Það er ánægjulegt að sjá að þessi breyting hefur nú raungerst,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Eignarhluturinn hafi skapað tekjur „RARIK fagnar þessum samningi. Hlutverk á raforkumarkaði verða skýrari og sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði og eðlilegri þróun orkumarkaðar á Íslandi. RARIK og Landsnet hafa átt góð og fagleg samskipti hingað til og svo mun verða áfram,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra RARIK. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að eignarhlutur OV í Landsneti hafi á undanförnum árum skapað tekjur sem hafi verið mikilvægur þáttur í rekstrarafkomu Orkubúsins. „Með sölunni skapast hins vegar ný tækifæri fyrir Orkubúið að auka fjárfestingar í orkuinnviðum á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við,“ segir hann.
Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira