Segir skárra að fá í sig rafstraum en kylfuhögg Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 30. desember 2022 21:12 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðar breytingar á reglugerð um valdbeitingu lögreglu þess efnis að lögreglumönnum verði heimilt að bera svokölluð rafvarnarvopn, eða rafbyssur ef þeir hafa lokið þjálfun í notkun þessara vopna. Rafbyssur hafa hingað til ekki verið hluti af möguleikum lögreglu til valdbeitingar. Jón sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og bætti við að breytingin ætti að geta gengið í gegn á næstu mánuðum. „Þeir sem hafa hlotið tilskylda þjálfun og menntun til þess að stíga það skref já. Það er reiknað með því. Ég geri ráð fyrir því að ef allt gengur eðlilega fyrir sig að þetta geti verið farið að líta dagsins ljós á vordögum. Hafa barist fyrir byssunum í áratug Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn fagna þessum fréttum. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að kalla eftir þessu mjög lengi og erum búnir að senda bréf til ráðuneytisins og til ríkislögreglustjóra. Þetta er svosem búinn að vera okkar málflutningur í bara, já ég get sagt bara í áratug. Þannig að við fögnum þessu mjög.“ Málið sé öryggismál Fjölnir segir málið snúast um að lögreglumenn séu öruggir í sínum störfum. „Við lítum á þetta meira sem svona sjálfsvarnarvopn. Að þetta tryggi okkar öryggi að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum við fólk, að við getum yfirbugað fólk með eggvopn eða barefli úr öruggri fjarlægð.“ Þá sé það betra að fá rafstraum í sig heldur en margt annað „Það er sko held ég betra að fá í sig rafstraum í þrjár sekúndur heldur en láta lemja sig með barefli eða fá piparúða í augun. Ég held það. Ég held að fólk sjái að þetta muni tryggja öryggi allra betur.“ Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðar breytingar á reglugerð um valdbeitingu lögreglu þess efnis að lögreglumönnum verði heimilt að bera svokölluð rafvarnarvopn, eða rafbyssur ef þeir hafa lokið þjálfun í notkun þessara vopna. Rafbyssur hafa hingað til ekki verið hluti af möguleikum lögreglu til valdbeitingar. Jón sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og bætti við að breytingin ætti að geta gengið í gegn á næstu mánuðum. „Þeir sem hafa hlotið tilskylda þjálfun og menntun til þess að stíga það skref já. Það er reiknað með því. Ég geri ráð fyrir því að ef allt gengur eðlilega fyrir sig að þetta geti verið farið að líta dagsins ljós á vordögum. Hafa barist fyrir byssunum í áratug Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn fagna þessum fréttum. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að kalla eftir þessu mjög lengi og erum búnir að senda bréf til ráðuneytisins og til ríkislögreglustjóra. Þetta er svosem búinn að vera okkar málflutningur í bara, já ég get sagt bara í áratug. Þannig að við fögnum þessu mjög.“ Málið sé öryggismál Fjölnir segir málið snúast um að lögreglumenn séu öruggir í sínum störfum. „Við lítum á þetta meira sem svona sjálfsvarnarvopn. Að þetta tryggi okkar öryggi að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum við fólk, að við getum yfirbugað fólk með eggvopn eða barefli úr öruggri fjarlægð.“ Þá sé það betra að fá rafstraum í sig heldur en margt annað „Það er sko held ég betra að fá í sig rafstraum í þrjár sekúndur heldur en láta lemja sig með barefli eða fá piparúða í augun. Ég held það. Ég held að fólk sjái að þetta muni tryggja öryggi allra betur.“
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44