Talsvert um nauðung á hjúkrunarheimilum og lagt til að þrengja heimildir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2022 14:22 Hluti samráðshópsins ásamt heilbrigðisráðherra. Stjórnarráðið Talsvert er um að nauðung sé beitt á hjúkrunarheimilum og eru læsingar og fjötrun algengustu aðferðirnar. Samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra leggur til að þrengja heimildir til beitingu nauðungar og setja auknar skorður við framkvæmdina. Þetta kemur fram í áliti samráðshópsins sem hefur skilað niðurstöðum sínum til heilbrigðisráðherra. Hópnum var falið að fjalla um frumvarp þessa efnis sem tvívegis hefur verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga. Tillögur samráðshópsins miða allar að því að þrengja heimildir til beitingu nauðungar frá fyrra frumvarpi og setja auknar skorður miðað við framkvæmdina eins og hún er í dag. Hópurinn ítrekar þá meginreglu að fólk skuli ráða meðferð sinni sjálft og að dregið verði markvisst úr beitingu nauðungar í heilbrigðisþjónustu. Teljist óhjákvæmilegt að beita nauðung verður skylt að sækja fyrir fram um undanþágu til lögskipaðs sérfræðiteymis samkvæmt tillögum samráðshópsins. Beiting nauðungar skal byggð skýrum reglum sem kveða á um einstaklingsbundið mat á aðstæðum, verklag framkvæmdar, tilkynningarskyldu til eftirlitsaðila og kæruleið. Hópurinn telur að í neyðartilvikum geti beiting nauðungar verið óhjákvæmileg til að uppfylla lífsnauðsynlegar þarfir sjúklings eða tryggja öryggi hans. Hafi nauðung verið beitt í neyðartilviki ber að tilkynna það til sérfræðiteymisins. Hópurinn leggur einnig til aukna aðkomu notenda að sérfræðiteyminu þannig að þrír af sjö fulltrúum þess verða fulltrúar notenda í stað eins áður. Enn fremur er lagt til að sjúklingar eigi rétt á úrvinnslumeðferð eftir beitingu nauðungar. Í vinnu hópsins um takmarkanir á beitingu nauðungar var sérstaklega horft til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Evrópusamnings um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í meðfylgjandi skilabréfi starfshópsins er fjallað um hvernig starfi hans var háttað og gerð grein fyrir öllum tillögum hans til breytinga á fyrrnefndu frumvarpi. Hópurinn viðhafði það verklag að ræða allar athugasemdir sem fram komu á fundum hans og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvort og þá hvaða breytingar á frumvarpinu yrðu lagðar til í ljósi athugasemdina. Niðurstöður starfshópsins eru því sameiginlegar allra sem í honum áttu sæti. Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi til breytinga á lögum um réttindi sjúklinga varðandi takmörk á beitingu nauðungar verði birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fljótlega eftir áramót. Tengd skjöl Skilabréf_samráðshóps_notendahópa_um_frumvarp_varðandi_beitingu_nauðungarPDF326KBSækja skjal Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 12. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti samráðshópsins sem hefur skilað niðurstöðum sínum til heilbrigðisráðherra. Hópnum var falið að fjalla um frumvarp þessa efnis sem tvívegis hefur verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga. Tillögur samráðshópsins miða allar að því að þrengja heimildir til beitingu nauðungar frá fyrra frumvarpi og setja auknar skorður miðað við framkvæmdina eins og hún er í dag. Hópurinn ítrekar þá meginreglu að fólk skuli ráða meðferð sinni sjálft og að dregið verði markvisst úr beitingu nauðungar í heilbrigðisþjónustu. Teljist óhjákvæmilegt að beita nauðung verður skylt að sækja fyrir fram um undanþágu til lögskipaðs sérfræðiteymis samkvæmt tillögum samráðshópsins. Beiting nauðungar skal byggð skýrum reglum sem kveða á um einstaklingsbundið mat á aðstæðum, verklag framkvæmdar, tilkynningarskyldu til eftirlitsaðila og kæruleið. Hópurinn telur að í neyðartilvikum geti beiting nauðungar verið óhjákvæmileg til að uppfylla lífsnauðsynlegar þarfir sjúklings eða tryggja öryggi hans. Hafi nauðung verið beitt í neyðartilviki ber að tilkynna það til sérfræðiteymisins. Hópurinn leggur einnig til aukna aðkomu notenda að sérfræðiteyminu þannig að þrír af sjö fulltrúum þess verða fulltrúar notenda í stað eins áður. Enn fremur er lagt til að sjúklingar eigi rétt á úrvinnslumeðferð eftir beitingu nauðungar. Í vinnu hópsins um takmarkanir á beitingu nauðungar var sérstaklega horft til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Evrópusamnings um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í meðfylgjandi skilabréfi starfshópsins er fjallað um hvernig starfi hans var háttað og gerð grein fyrir öllum tillögum hans til breytinga á fyrrnefndu frumvarpi. Hópurinn viðhafði það verklag að ræða allar athugasemdir sem fram komu á fundum hans og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvort og þá hvaða breytingar á frumvarpinu yrðu lagðar til í ljósi athugasemdina. Niðurstöður starfshópsins eru því sameiginlegar allra sem í honum áttu sæti. Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi til breytinga á lögum um réttindi sjúklinga varðandi takmörk á beitingu nauðungar verði birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fljótlega eftir áramót. Tengd skjöl Skilabréf_samráðshóps_notendahópa_um_frumvarp_varðandi_beitingu_nauðungarPDF326KBSækja skjal
Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 12. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 12. nóvember 2022 07:00