ÍSÍ hafi sent annan texta en var lesinn upp á hófinu Valur Páll Eiríksson skrifar 30. desember 2022 10:46 Sigurbjörn Árni gagnrýnir ÍSÍ fyrir kynningu Guðrúnar í gærkvöld. Vísir/Vilhelm Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og frjálsíþróttasérfræðingur, kveðst gáttaður á því hvernig Guðrún Arnardóttir var kynnt til leiks sem nýjasti meðlimur heiðurshallar ÍSÍ í gærkvöld. Ár hvert er nýtt fólk tekið inn í heiðurshöll ÍSÍ, tvisvar á ári, að sumri og á veturna á athöfn íþróttamanns ársins. Ómar Ingi Magnússon var valinn íþróttamaður ársins í Hörpu í gærkvöld en þar var hlaupakonan Guðrún Arnardóttir tekin inn í heiðurshöllina og var sú 24. til að hljóta þann heiður. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti hana til leiks sem dóttur Arnars en ekki Arnar en það er síst það sem Sigurbjörn Árni var ósáttur við í kynningunni á Guðrúnu á athöfn gærkvöldsins. Rangt mót og rangur skóli Rangt var farið með árangur Guðrúnar á Ólympíuleikum, og ekki minnst á hvað hún afrekaði í Sydney árið 2000. Hún varð sjöunda í Sydney, sem sagt var hafa gerst í Atlanta fjórum árum fyrr. „Ég er hins vegar gáttaður á þeirri steypu sem lesin var upp um hana í kvöld. Sjöunda á OL 1996 í Atlanta?“ segir Sigurbjörn Árni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Nei þar fór hún í undanúrslit og fékk í kjölfarið styrk til þess að stunda æfingar og henni fannst þess vegna hún skulda íslensku þjóðinni að æfa fram yfir OL i Sidney 2000. Þar varð hun svo sjöunda á besta ólympíuári Íslandssögunnar,“ segir Sigurbjörn enn fremur. Þá var einnig farið rangt með það hvaða skóla hún keppti fyrir í Bandaríkjunum, en Guðrún leiðrétti það sjálf í pontu í gærkvöld. „Svo stundaði hún sitt nám við University of Georgia en keppti alltaf á hverju ári á Drake relays með frábærum árangri og var þess vegna tekin inn í heiðurshöllina þar. Þekkir ÍSÍ ekki sitt íþróttafólk?“ spyr Sigurbjörn. RÚV stóð að útsendingu gærkvöldsins og útbjó klippuna af Guðrúnu þar sem ferill hennar var gerður upp með þessum hætti. Sigurbjörn segir ábyrgðina þó liggja hjá sambandinu. „Ég alla vega neita að trúa því að RÚV beri nokkra ábyrgð á þessu,“ segir Sigurbjörn en færslu hans má sjá neðst í fréttinni. ÍSÍ hafi sent annan texta en lesinn var upp Í ummælum við færsluna kveðst Sigurbjörn Árni hafa fengið staðfest frá ÍSÍ að annar texti hafi verið sendur til Ríkisúrvarpsins en sá sem vísað er til að ofan. Guðrún hafi farið yfir þann texta og staðfest að allt væri þar satt og rétt. „Ég hef fengið staðfest frá ÍSÍ að textinn for réttur frá þeim og var lesinn yfir af Guðrúnu þannig að vitleysan kemur ekki þaðan,“ segir Sigurbjörn Árni í ummælum við stöðuuppfærsluna. Í tilkynningu um inntöku Guðrúnar í heiðurshöllina á heimasíðu ÍSÍ er rétt greint frá þeim atriðum sem snert er á að ofan. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við Vísi að þeim texta, sem er á síði ÍSÍ hafi verið komið áleiðis. Starfsfólk sambandsins hafi ekki séð myndskeiðið fyrr en það var birt í beinni útsendingu í gær. Fimm síðustu úr frjálsum Stefán Pálsson, sagnfræðingur.Vísir/Ívar Fannar Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson fagnar því að Guðrún hafi verið tekin inn, líkt og Sigurbjörn. Hann bendir hins vegar á að fólk úr frjálsum íþróttum hafi í miklum meirihluta verið tekin inn í höllina síðustu misseri. „Þetta var góð tilnefning. Sjálfur sendi ég bréf á stjórnina með uppástungum fyrr á árinu. Reikna með að gera það aftur á næsta ári - en þá með annarri tillögu,“ „Nú hafa fimm síðustu viðbæturnar við Heiðurshöllina komin úr frjálsíþróttunum og sjö af síðustu níu. Ég býst því við að næst verið hugað að öðrum greinum,“ segir Stefán á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. ÍSÍ Frjálsar íþróttir Íþróttamaður ársins Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Sjá meira
Ár hvert er nýtt fólk tekið inn í heiðurshöll ÍSÍ, tvisvar á ári, að sumri og á veturna á athöfn íþróttamanns ársins. Ómar Ingi Magnússon var valinn íþróttamaður ársins í Hörpu í gærkvöld en þar var hlaupakonan Guðrún Arnardóttir tekin inn í heiðurshöllina og var sú 24. til að hljóta þann heiður. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti hana til leiks sem dóttur Arnars en ekki Arnar en það er síst það sem Sigurbjörn Árni var ósáttur við í kynningunni á Guðrúnu á athöfn gærkvöldsins. Rangt mót og rangur skóli Rangt var farið með árangur Guðrúnar á Ólympíuleikum, og ekki minnst á hvað hún afrekaði í Sydney árið 2000. Hún varð sjöunda í Sydney, sem sagt var hafa gerst í Atlanta fjórum árum fyrr. „Ég er hins vegar gáttaður á þeirri steypu sem lesin var upp um hana í kvöld. Sjöunda á OL 1996 í Atlanta?“ segir Sigurbjörn Árni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Nei þar fór hún í undanúrslit og fékk í kjölfarið styrk til þess að stunda æfingar og henni fannst þess vegna hún skulda íslensku þjóðinni að æfa fram yfir OL i Sidney 2000. Þar varð hun svo sjöunda á besta ólympíuári Íslandssögunnar,“ segir Sigurbjörn enn fremur. Þá var einnig farið rangt með það hvaða skóla hún keppti fyrir í Bandaríkjunum, en Guðrún leiðrétti það sjálf í pontu í gærkvöld. „Svo stundaði hún sitt nám við University of Georgia en keppti alltaf á hverju ári á Drake relays með frábærum árangri og var þess vegna tekin inn í heiðurshöllina þar. Þekkir ÍSÍ ekki sitt íþróttafólk?“ spyr Sigurbjörn. RÚV stóð að útsendingu gærkvöldsins og útbjó klippuna af Guðrúnu þar sem ferill hennar var gerður upp með þessum hætti. Sigurbjörn segir ábyrgðina þó liggja hjá sambandinu. „Ég alla vega neita að trúa því að RÚV beri nokkra ábyrgð á þessu,“ segir Sigurbjörn en færslu hans má sjá neðst í fréttinni. ÍSÍ hafi sent annan texta en lesinn var upp Í ummælum við færsluna kveðst Sigurbjörn Árni hafa fengið staðfest frá ÍSÍ að annar texti hafi verið sendur til Ríkisúrvarpsins en sá sem vísað er til að ofan. Guðrún hafi farið yfir þann texta og staðfest að allt væri þar satt og rétt. „Ég hef fengið staðfest frá ÍSÍ að textinn for réttur frá þeim og var lesinn yfir af Guðrúnu þannig að vitleysan kemur ekki þaðan,“ segir Sigurbjörn Árni í ummælum við stöðuuppfærsluna. Í tilkynningu um inntöku Guðrúnar í heiðurshöllina á heimasíðu ÍSÍ er rétt greint frá þeim atriðum sem snert er á að ofan. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við Vísi að þeim texta, sem er á síði ÍSÍ hafi verið komið áleiðis. Starfsfólk sambandsins hafi ekki séð myndskeiðið fyrr en það var birt í beinni útsendingu í gær. Fimm síðustu úr frjálsum Stefán Pálsson, sagnfræðingur.Vísir/Ívar Fannar Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson fagnar því að Guðrún hafi verið tekin inn, líkt og Sigurbjörn. Hann bendir hins vegar á að fólk úr frjálsum íþróttum hafi í miklum meirihluta verið tekin inn í höllina síðustu misseri. „Þetta var góð tilnefning. Sjálfur sendi ég bréf á stjórnina með uppástungum fyrr á árinu. Reikna með að gera það aftur á næsta ári - en þá með annarri tillögu,“ „Nú hafa fimm síðustu viðbæturnar við Heiðurshöllina komin úr frjálsíþróttunum og sjö af síðustu níu. Ég býst því við að næst verið hugað að öðrum greinum,“ segir Stefán á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
ÍSÍ Frjálsar íþróttir Íþróttamaður ársins Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Sjá meira