Eldflaugum rigndi yfir Úkraínu: „Tilgangslaus villimennska“ Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 22:50 Hér má sjá rústir heimilis sem jafnað var við jörðu í Kænugarði í dag. Roman Hrytsyna/AP Úkraínuher skaut niður meirihluta 69 eldflauga sem Rússlandsher skaut yfir landið í dag. Fjöldi heimila og mikilvægir innviðir skemmdust í árásunum. Loftvarnarflautur ómuðu víða í Úkraínu snemma í morgun. Íbúar borga á borð við Kænugarð, Odessa og Lviv vörðu morgninum í sprengjubyrgjum og í þeirri síðastnefndu olli sprenging rafmagnsleysi í meirihluta borgarinnar. Reuters greinir frá. Í dag var greint frá því að ríflega eitt hundrað eldflaugum hefið verið skotið á Úkraínu í morgun en í tilkynning Úkraínuhers segir að eldflaugarnar hafi verið 69 talsins. Herinn hafi skotið niður 54 þeirra. „Tilgangslaus villimennska. Þetta eru einu orðin sem koma mér til hugar þegar ég sé Rússland skjóta annarri eldflaugaárás á friðsælar úkraínskar borgir rétt fyrir gamlársdag,“ segir Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter. Senseless barbarism. These are the only words that come to mind seeing Russia launch another missile barrage at peaceful Ukrainian cities ahead of New Year. There can be no neutrality in the face of such mass war crimes. Pretending to be neutral equals taking Russia s side.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) December 29, 2022 Þá segir hann að hlutleysi standi ekki til boða þegar Rússland fremji slíka fjöldastríðsglæpi. „Að þykjast vera hlutlaus jafngildir því að vera með hliðhollur Rússlandi,“ segir Kuleba. Eyðilögðu mikilvæga innviði Rússlandsher jafnaði minnst átján heimili almennra borgara við jörðu víða um Úkraínu, að því er segir í tilkynningu Úkraínuhers. AP hefur eftir embættismönnum í Kharkív að minnst tveir hafi látist í árásum á borgina í dag. Íbúar Kharkív hafa verið án rafmagns og rennandi vatns í rúmlega hálft ár. Hér má sjá einn þeirra, Svetlönu, sækja sér vatn í fötur.Evgeniy Maloletka/AP Þá segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytis Úkraínu að minnst tíu byggingar, mikilvægar innviðum landsins, hafi verið eyðilagðar. Þar ber helst að nefna rafstöð í Lviv en Andriy Sadovyi, borgarstjóri borgarinnar, sagði á Telegram að ríflega 90 prósent íbúa væru án rafmagns eftir árásirnar í morgun. Þá sagði Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á Telegram að líklega muni þurfa að grípa til þess ráðs að skrúfa fyrir rafmagn víða í landinu til þess að koma í veg fyrir skemmdir á flutningskerfinu. Hann segir jafnframt að árás Rússlandshers hafi verið þaulskipulögð og að flugher Úkraínu hafi sýnt ótrúlega hæfileika og skilvirkni við vörn lofthelginnar í morgun. Yfirvöld í Kreml hafa ítrekað neitað árásum á almenna borgar en Úkraínumenn segja daglegar eldflaugaárásir þeirra eyðileggja borgir, bæi og orku- og heilbrigðisinnviði landsins, að því segir í frétt Reuters. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47 Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Loftvarnarflautur ómuðu víða í Úkraínu snemma í morgun. Íbúar borga á borð við Kænugarð, Odessa og Lviv vörðu morgninum í sprengjubyrgjum og í þeirri síðastnefndu olli sprenging rafmagnsleysi í meirihluta borgarinnar. Reuters greinir frá. Í dag var greint frá því að ríflega eitt hundrað eldflaugum hefið verið skotið á Úkraínu í morgun en í tilkynning Úkraínuhers segir að eldflaugarnar hafi verið 69 talsins. Herinn hafi skotið niður 54 þeirra. „Tilgangslaus villimennska. Þetta eru einu orðin sem koma mér til hugar þegar ég sé Rússland skjóta annarri eldflaugaárás á friðsælar úkraínskar borgir rétt fyrir gamlársdag,“ segir Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter. Senseless barbarism. These are the only words that come to mind seeing Russia launch another missile barrage at peaceful Ukrainian cities ahead of New Year. There can be no neutrality in the face of such mass war crimes. Pretending to be neutral equals taking Russia s side.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) December 29, 2022 Þá segir hann að hlutleysi standi ekki til boða þegar Rússland fremji slíka fjöldastríðsglæpi. „Að þykjast vera hlutlaus jafngildir því að vera með hliðhollur Rússlandi,“ segir Kuleba. Eyðilögðu mikilvæga innviði Rússlandsher jafnaði minnst átján heimili almennra borgara við jörðu víða um Úkraínu, að því er segir í tilkynningu Úkraínuhers. AP hefur eftir embættismönnum í Kharkív að minnst tveir hafi látist í árásum á borgina í dag. Íbúar Kharkív hafa verið án rafmagns og rennandi vatns í rúmlega hálft ár. Hér má sjá einn þeirra, Svetlönu, sækja sér vatn í fötur.Evgeniy Maloletka/AP Þá segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytis Úkraínu að minnst tíu byggingar, mikilvægar innviðum landsins, hafi verið eyðilagðar. Þar ber helst að nefna rafstöð í Lviv en Andriy Sadovyi, borgarstjóri borgarinnar, sagði á Telegram að ríflega 90 prósent íbúa væru án rafmagns eftir árásirnar í morgun. Þá sagði Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á Telegram að líklega muni þurfa að grípa til þess ráðs að skrúfa fyrir rafmagn víða í landinu til þess að koma í veg fyrir skemmdir á flutningskerfinu. Hann segir jafnframt að árás Rússlandshers hafi verið þaulskipulögð og að flugher Úkraínu hafi sýnt ótrúlega hæfileika og skilvirkni við vörn lofthelginnar í morgun. Yfirvöld í Kreml hafa ítrekað neitað árásum á almenna borgar en Úkraínumenn segja daglegar eldflaugaárásir þeirra eyðileggja borgir, bæi og orku- og heilbrigðisinnviði landsins, að því segir í frétt Reuters.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47 Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47
Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48