Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 18:23 Hér má sjá Sundahöfn á Ísafirði sem verður dýpkuð á næstu mánuðum. Sá hluti hafnarbakkans sem er ómálaður er nýr. Stöð 2/Ívar F Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. Greint var frá því í upphafi desember að Ísfirðingar hefðu þurft að bíða ansi lengi eftir komu dýpkunarskips Björgunar og að þar á bæ væru menn farnir að ókyrrast vegna skuldbindinga Sundahafnar fyrir næsta sumar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði þá að dýpkun hafnarinnar skipti bæinn gríðarlega miklu máli. Gert hafi verið ráð fyrir því að tekjur af komu skemmtiferðaskipa muni nema allt að 300 milljónum króna á næsta ári. Rætt var við Örnu Láru í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu: Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að dýpkunarskip hafi loksins komið til fjarðarins í gær. Landeyjahöfn hefur verið til friðs Guðmundur, sem ávallt er kallaður Muggi, segir að ýmislegt hafi komið til þess að koma dýpkunarskipa hafi tafist. Afhending nýs skips Björgunar hafi tafist og Landeyjarhöfn sé ofar í forgangsröðun Vegagerðarinnar. Guðmundur Magnús Kristjánsson er hæstánægður með að nú sjái fyrir endann á dýpkun Sundahafnar. Hann kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. „En á meðan það hangir í Norðanátt yfir landinu þá er Landeyjahöfn til friðs og þeir eru búnir að hreinsa hana það vel að þeir eru byrjaðir hjá okkur,“ segir Muggi. Þá segir hann að stefnt sé að því að annað skip komi til Ísafjarðar um miðjan janúar og að allt stefni í það að unnt verði að klára dýpkun hafnarinnar fyrir áætlaða komu skemmtiferðaskipanna mikilvægu. Nýr hafnarkantur sé tilbúinn og nú sé ekkert eftir nema að dýpka höfnina svo stærri skip, sem rista dýpra, geti lagst að höfn í Ísafirði. Yfir 70 prósent tekna Guðmundur tekur undir með Örnu Láru bæjarstjóra og segir komur skemmtiferðaskipa mjög mikilvægar. Tekjur vegna komu þeirra muni að öllum líkindum vera ríflega sjötíu prósent af öllum tekjum hafna Ísafjarðabæjar. „Þetta er gleðilegt og við erum ánægðir með að þetta byrji á réttu ári og að við sjáum fyrir endann á þessu. Sem betur fer,“ segir hann að lokum. Ísafjarðarbær Hafnarmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Greint var frá því í upphafi desember að Ísfirðingar hefðu þurft að bíða ansi lengi eftir komu dýpkunarskips Björgunar og að þar á bæ væru menn farnir að ókyrrast vegna skuldbindinga Sundahafnar fyrir næsta sumar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði þá að dýpkun hafnarinnar skipti bæinn gríðarlega miklu máli. Gert hafi verið ráð fyrir því að tekjur af komu skemmtiferðaskipa muni nema allt að 300 milljónum króna á næsta ári. Rætt var við Örnu Láru í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu: Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að dýpkunarskip hafi loksins komið til fjarðarins í gær. Landeyjahöfn hefur verið til friðs Guðmundur, sem ávallt er kallaður Muggi, segir að ýmislegt hafi komið til þess að koma dýpkunarskipa hafi tafist. Afhending nýs skips Björgunar hafi tafist og Landeyjarhöfn sé ofar í forgangsröðun Vegagerðarinnar. Guðmundur Magnús Kristjánsson er hæstánægður með að nú sjái fyrir endann á dýpkun Sundahafnar. Hann kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. „En á meðan það hangir í Norðanátt yfir landinu þá er Landeyjahöfn til friðs og þeir eru búnir að hreinsa hana það vel að þeir eru byrjaðir hjá okkur,“ segir Muggi. Þá segir hann að stefnt sé að því að annað skip komi til Ísafjarðar um miðjan janúar og að allt stefni í það að unnt verði að klára dýpkun hafnarinnar fyrir áætlaða komu skemmtiferðaskipanna mikilvægu. Nýr hafnarkantur sé tilbúinn og nú sé ekkert eftir nema að dýpka höfnina svo stærri skip, sem rista dýpra, geti lagst að höfn í Ísafirði. Yfir 70 prósent tekna Guðmundur tekur undir með Örnu Láru bæjarstjóra og segir komur skemmtiferðaskipa mjög mikilvægar. Tekjur vegna komu þeirra muni að öllum líkindum vera ríflega sjötíu prósent af öllum tekjum hafna Ísafjarðabæjar. „Þetta er gleðilegt og við erum ánægðir með að þetta byrji á réttu ári og að við sjáum fyrir endann á þessu. Sem betur fer,“ segir hann að lokum.
Ísafjarðarbær Hafnarmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41
Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01
Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16