Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 18:23 Hér má sjá Sundahöfn á Ísafirði sem verður dýpkuð á næstu mánuðum. Sá hluti hafnarbakkans sem er ómálaður er nýr. Stöð 2/Ívar F Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. Greint var frá því í upphafi desember að Ísfirðingar hefðu þurft að bíða ansi lengi eftir komu dýpkunarskips Björgunar og að þar á bæ væru menn farnir að ókyrrast vegna skuldbindinga Sundahafnar fyrir næsta sumar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði þá að dýpkun hafnarinnar skipti bæinn gríðarlega miklu máli. Gert hafi verið ráð fyrir því að tekjur af komu skemmtiferðaskipa muni nema allt að 300 milljónum króna á næsta ári. Rætt var við Örnu Láru í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu: Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að dýpkunarskip hafi loksins komið til fjarðarins í gær. Landeyjahöfn hefur verið til friðs Guðmundur, sem ávallt er kallaður Muggi, segir að ýmislegt hafi komið til þess að koma dýpkunarskipa hafi tafist. Afhending nýs skips Björgunar hafi tafist og Landeyjarhöfn sé ofar í forgangsröðun Vegagerðarinnar. Guðmundur Magnús Kristjánsson er hæstánægður með að nú sjái fyrir endann á dýpkun Sundahafnar. Hann kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. „En á meðan það hangir í Norðanátt yfir landinu þá er Landeyjahöfn til friðs og þeir eru búnir að hreinsa hana það vel að þeir eru byrjaðir hjá okkur,“ segir Muggi. Þá segir hann að stefnt sé að því að annað skip komi til Ísafjarðar um miðjan janúar og að allt stefni í það að unnt verði að klára dýpkun hafnarinnar fyrir áætlaða komu skemmtiferðaskipanna mikilvægu. Nýr hafnarkantur sé tilbúinn og nú sé ekkert eftir nema að dýpka höfnina svo stærri skip, sem rista dýpra, geti lagst að höfn í Ísafirði. Yfir 70 prósent tekna Guðmundur tekur undir með Örnu Láru bæjarstjóra og segir komur skemmtiferðaskipa mjög mikilvægar. Tekjur vegna komu þeirra muni að öllum líkindum vera ríflega sjötíu prósent af öllum tekjum hafna Ísafjarðabæjar. „Þetta er gleðilegt og við erum ánægðir með að þetta byrji á réttu ári og að við sjáum fyrir endann á þessu. Sem betur fer,“ segir hann að lokum. Ísafjarðarbær Hafnarmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Greint var frá því í upphafi desember að Ísfirðingar hefðu þurft að bíða ansi lengi eftir komu dýpkunarskips Björgunar og að þar á bæ væru menn farnir að ókyrrast vegna skuldbindinga Sundahafnar fyrir næsta sumar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði þá að dýpkun hafnarinnar skipti bæinn gríðarlega miklu máli. Gert hafi verið ráð fyrir því að tekjur af komu skemmtiferðaskipa muni nema allt að 300 milljónum króna á næsta ári. Rætt var við Örnu Láru í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu: Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að dýpkunarskip hafi loksins komið til fjarðarins í gær. Landeyjahöfn hefur verið til friðs Guðmundur, sem ávallt er kallaður Muggi, segir að ýmislegt hafi komið til þess að koma dýpkunarskipa hafi tafist. Afhending nýs skips Björgunar hafi tafist og Landeyjarhöfn sé ofar í forgangsröðun Vegagerðarinnar. Guðmundur Magnús Kristjánsson er hæstánægður með að nú sjái fyrir endann á dýpkun Sundahafnar. Hann kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. „En á meðan það hangir í Norðanátt yfir landinu þá er Landeyjahöfn til friðs og þeir eru búnir að hreinsa hana það vel að þeir eru byrjaðir hjá okkur,“ segir Muggi. Þá segir hann að stefnt sé að því að annað skip komi til Ísafjarðar um miðjan janúar og að allt stefni í það að unnt verði að klára dýpkun hafnarinnar fyrir áætlaða komu skemmtiferðaskipanna mikilvægu. Nýr hafnarkantur sé tilbúinn og nú sé ekkert eftir nema að dýpka höfnina svo stærri skip, sem rista dýpra, geti lagst að höfn í Ísafirði. Yfir 70 prósent tekna Guðmundur tekur undir með Örnu Láru bæjarstjóra og segir komur skemmtiferðaskipa mjög mikilvægar. Tekjur vegna komu þeirra muni að öllum líkindum vera ríflega sjötíu prósent af öllum tekjum hafna Ísafjarðabæjar. „Þetta er gleðilegt og við erum ánægðir með að þetta byrji á réttu ári og að við sjáum fyrir endann á þessu. Sem betur fer,“ segir hann að lokum.
Ísafjarðarbær Hafnarmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41
Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01
Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16