Innlent

Leggja til tólf milljónir í meira Sjúktspjall

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karín og Steinunn Gyða við undirritun samningsins.
Karín og Steinunn Gyða við undirritun samningsins.

Forsætisráðuneytið og Stígamót hafa gert samstarfssamning um framhald verkefnisins Sjúktspjall. Um er að ræða nafnlaust netspjall þar sem ungmenni á aldrinum 13-20 ára geta rætt við ráðgjafa Stígamóta um kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum.

Netspjallið var opnað í mars og er hluti af verkefninu Sjúkást. Markmiðið er að veita bæði þolendum og gerendum ofbeldis fræðslu og stuðning. Samkvæmt samningnum sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, undirrituðu í dag greiðir forsætisráðuneytið tólf milljónir króna vegna verkefnisins.

Samningurinn styður einnig við forvarnaráætlun meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi ofbeldi og aðgerðaráætlun fyrir árin 2021-2025.


Tengdar fréttir

Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna

70 prósent þeirra sem leita aðstoðar hjá Stígamótum urðu fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur. Vefsíðan sjúk ást hefur verið sett i loftið til að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Auka þarf kynfræðslu og hætta kynhræðslu, segir unga fólkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×