Óbreytt staða í borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 29. desember 2022 15:31 Nýtt kjörtímabil hófst á árinu og stimplaði Flokkur fólksins sig aftur inn í borgarstjórn. Vonir okkar í Flokki fólksins stóðu til að fá tækifæri til að komast í meirihluta borgarstjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörðunum sem leiða mættu til bættra lífskjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð hins vegar ekki hlutskiptið að þessu sinni í það minnsta. Fáum óraði fyrir hversu slæm staða borgarinnar er í kjölfar stjórnarsetu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og VG. Allt of stór hópur barna, öryrkja og eldra fólks á um sárt að binda og líður ekki vel. Of margar fjölskyldur og einstaklingar geta ekki séð sér farborða og hafa áhyggjur af grunnþörfum sem eru fæði, klæði og húsnæði. Vissulega er ekki allt svart.Ýmislegt gengur vel í Reykjavík og margir hafa það gott. Börnum upp til hópa líður vel í sínum aðstæðum og mörgum fjölskyldum og eldra fólki finnst gott að búa í Reykjavík. Óveðurský hafa hrannast upp Þrátt fyrir að margir hafi það gott í Reykjavík hafa óveðurský hrannast upp undanfarin ár sem rekja má til slakrar stjórnunar borgarinnar. Fátækt hefur aukist og sýna rannsóknir að vanlíðan barna, öryrkja og ákveðins hóps eldri borgara vex. Fjárhagur Reykjavíkurborgar hefur tekið lóðrétta stefnu niður á við. Lengi hefur verið ljóst hvert stefndi og sýndu vísbendingar það áður en faraldurinn skall á. Flokkur fólksins hefur bent á óábyrga fjármálastjórnun Reykjavíkurborgar frá árinu 2018. Ákveðin svið t.d. þjónustu- og nýsköpunarsvið í sinni stafrænu vegferð hafa nánast leikið sér með útsvarsfé borgarbúa þótt stafrænar lausnir séu sannarlega framtíðin. Einnig má nefna mikla þenslu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Það hlaut að koma að skuldadögum. Fátækt er staðreynd Ógn fátæktarinnar leggst mismunandi á fjölskyldur en verst á börnin í þeim fjölskyldum sem bágast standa. Iðulega eru það einstæðir foreldrar, börn foreldra sem eru á örorkubótum, börn með fötlun, börn innflytjenda og börn sem tilheyra fjölskyldum með flóknar og umfangsmiklar þjónustuþarfir. Talið er að einstæðir foreldrar, öryrkjar, atvinnulausir og annað lágtekjufólk þar sem er einungis ein fyrirvinna búi við fátækt eða hættu á að falla í fátæktargildruna.Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að ójöfnuður hefur aukist og þá einnig innan menntakerfisins. Umræða um húsnæðisskort í Reykjavík hefur verið hávær allt árið. Þeir sem koma verst út eru einstæðir foreldrar og öryrkjar sem eru á leigumarkaði. Ekki bólar á neinum úrræðum til að styðja sérstaklega við þessa hópa. Flokkur fólksins vill að gripið verði til sértækra og markvissra aðgerða í þágu þeirra verst settu. Horfa þarf sérstaklega til barnafjölskyldna þar sem áhrifin eru neikvæðust á börn. Efla þarf félagslegan stuðning við börn og unglinga sem eru jaðarsett og félagslega útskúfuð. Til þess þarf skýra stefnu í samræmi við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Flokkur fólksins lagði til að farið verði með kerfisbundnum hætti í að vinna að innleiðingu Barnasáttmálans. Tillögunni var vísað til borgarstjórnar og er þar enn óafgreidd. Flokkur fólksins er óþreytandi í umræðunni um biðlista Áhersla þessa og síðasta borgarstjórnarmeirihluta snýst um aðra hluti en grunnþarfir fólks. Biðlistar barna eftir þjónustu fagfólks, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga, hefur farið frá 400 börnum árið 2018 í 2048 börn í lok árs 2022. Ástandið hefur tekið toll af andlegri heilsu foreldra og barna. Tilkynningar um vanrækslu, ofbeldi og áhættuhegðun hafa einnig aukist. Ein af afleiðingum þess ástands sem ríkir nú í Reykjavíkurborg er vopnaburður eggvopna og barefla ungmenna. Í borgarstjórn á haustdögum lagði flokkurinn fram tillögu um að stýrihópur yrði settur á laggirnar sem myndi kortleggja aukinn vopnaburð eggvopna meðal ungmenna í Reykjavík. Tillögunni var vísað til ofbeldisvarnaráðs en hefur ekki fengið frekari skoðun þar. Á næsta borgarstjórnarfundi mun oddviti Flokks fólksins óska eftir umræðu um þessi mál og þá staðreynd að færst hefur í aukana að ungt fólk taki myndskeið af ofbeldi sem það er sjálft beint eða óbeint þátttakandi í eða verður vitni að og setji á samfélagsmiðla. Myndskeið af þessu tagi fara sem eldur í sinu og virðist vaxandi hópur barna sýna þeim áhuga og dreifa þeim áfram um netmiðlana. Þetta er mikið áhyggjuefni. Það er því tímabært að ráðamenn í samstarfi við foreldra og skólasamfélagið rannsaki orsakir að baki því að ungt fólk aðhyllist í vaxandi mæli ofbeldi, ofbeldis- og níðingsverk og telji sig fá vinsældir út á að ýmist beita því eða dreifa því. Breyttur meirihluti en óbreytt staða Nú er hálft ár liðið með örlítið breyttum meirihluta og reyna margir án efa að sjá fyrir sér hvernig þetta kjörtímabil verður. Mun Framsóknarflokkurinn marka spor í borgarstjórn eða verða áherslur að mestu þær sömu? Ef marka má þá mánuði sem eru liðnir er hér um afskaplega svipaðan meirihluta að ræða og þann fyrri. Svo virðist sem nýir borgarfulltrúar Framsóknar séu settir í fremstu víglínu við að svara fyrir eitt og annað sem fyrri meirihluti er ábyrgur fyrir. Flokkur fólksins er óþreytandi við að minna á að í þessu ástandi verðum við að huga að fólkinu í borginni. Annað getur beðið þar til betur árar. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nýtt kjörtímabil hófst á árinu og stimplaði Flokkur fólksins sig aftur inn í borgarstjórn. Vonir okkar í Flokki fólksins stóðu til að fá tækifæri til að komast í meirihluta borgarstjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörðunum sem leiða mættu til bættra lífskjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð hins vegar ekki hlutskiptið að þessu sinni í það minnsta. Fáum óraði fyrir hversu slæm staða borgarinnar er í kjölfar stjórnarsetu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og VG. Allt of stór hópur barna, öryrkja og eldra fólks á um sárt að binda og líður ekki vel. Of margar fjölskyldur og einstaklingar geta ekki séð sér farborða og hafa áhyggjur af grunnþörfum sem eru fæði, klæði og húsnæði. Vissulega er ekki allt svart.Ýmislegt gengur vel í Reykjavík og margir hafa það gott. Börnum upp til hópa líður vel í sínum aðstæðum og mörgum fjölskyldum og eldra fólki finnst gott að búa í Reykjavík. Óveðurský hafa hrannast upp Þrátt fyrir að margir hafi það gott í Reykjavík hafa óveðurský hrannast upp undanfarin ár sem rekja má til slakrar stjórnunar borgarinnar. Fátækt hefur aukist og sýna rannsóknir að vanlíðan barna, öryrkja og ákveðins hóps eldri borgara vex. Fjárhagur Reykjavíkurborgar hefur tekið lóðrétta stefnu niður á við. Lengi hefur verið ljóst hvert stefndi og sýndu vísbendingar það áður en faraldurinn skall á. Flokkur fólksins hefur bent á óábyrga fjármálastjórnun Reykjavíkurborgar frá árinu 2018. Ákveðin svið t.d. þjónustu- og nýsköpunarsvið í sinni stafrænu vegferð hafa nánast leikið sér með útsvarsfé borgarbúa þótt stafrænar lausnir séu sannarlega framtíðin. Einnig má nefna mikla þenslu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Það hlaut að koma að skuldadögum. Fátækt er staðreynd Ógn fátæktarinnar leggst mismunandi á fjölskyldur en verst á börnin í þeim fjölskyldum sem bágast standa. Iðulega eru það einstæðir foreldrar, börn foreldra sem eru á örorkubótum, börn með fötlun, börn innflytjenda og börn sem tilheyra fjölskyldum með flóknar og umfangsmiklar þjónustuþarfir. Talið er að einstæðir foreldrar, öryrkjar, atvinnulausir og annað lágtekjufólk þar sem er einungis ein fyrirvinna búi við fátækt eða hættu á að falla í fátæktargildruna.Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að ójöfnuður hefur aukist og þá einnig innan menntakerfisins. Umræða um húsnæðisskort í Reykjavík hefur verið hávær allt árið. Þeir sem koma verst út eru einstæðir foreldrar og öryrkjar sem eru á leigumarkaði. Ekki bólar á neinum úrræðum til að styðja sérstaklega við þessa hópa. Flokkur fólksins vill að gripið verði til sértækra og markvissra aðgerða í þágu þeirra verst settu. Horfa þarf sérstaklega til barnafjölskyldna þar sem áhrifin eru neikvæðust á börn. Efla þarf félagslegan stuðning við börn og unglinga sem eru jaðarsett og félagslega útskúfuð. Til þess þarf skýra stefnu í samræmi við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Flokkur fólksins lagði til að farið verði með kerfisbundnum hætti í að vinna að innleiðingu Barnasáttmálans. Tillögunni var vísað til borgarstjórnar og er þar enn óafgreidd. Flokkur fólksins er óþreytandi í umræðunni um biðlista Áhersla þessa og síðasta borgarstjórnarmeirihluta snýst um aðra hluti en grunnþarfir fólks. Biðlistar barna eftir þjónustu fagfólks, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga, hefur farið frá 400 börnum árið 2018 í 2048 börn í lok árs 2022. Ástandið hefur tekið toll af andlegri heilsu foreldra og barna. Tilkynningar um vanrækslu, ofbeldi og áhættuhegðun hafa einnig aukist. Ein af afleiðingum þess ástands sem ríkir nú í Reykjavíkurborg er vopnaburður eggvopna og barefla ungmenna. Í borgarstjórn á haustdögum lagði flokkurinn fram tillögu um að stýrihópur yrði settur á laggirnar sem myndi kortleggja aukinn vopnaburð eggvopna meðal ungmenna í Reykjavík. Tillögunni var vísað til ofbeldisvarnaráðs en hefur ekki fengið frekari skoðun þar. Á næsta borgarstjórnarfundi mun oddviti Flokks fólksins óska eftir umræðu um þessi mál og þá staðreynd að færst hefur í aukana að ungt fólk taki myndskeið af ofbeldi sem það er sjálft beint eða óbeint þátttakandi í eða verður vitni að og setji á samfélagsmiðla. Myndskeið af þessu tagi fara sem eldur í sinu og virðist vaxandi hópur barna sýna þeim áhuga og dreifa þeim áfram um netmiðlana. Þetta er mikið áhyggjuefni. Það er því tímabært að ráðamenn í samstarfi við foreldra og skólasamfélagið rannsaki orsakir að baki því að ungt fólk aðhyllist í vaxandi mæli ofbeldi, ofbeldis- og níðingsverk og telji sig fá vinsældir út á að ýmist beita því eða dreifa því. Breyttur meirihluti en óbreytt staða Nú er hálft ár liðið með örlítið breyttum meirihluta og reyna margir án efa að sjá fyrir sér hvernig þetta kjörtímabil verður. Mun Framsóknarflokkurinn marka spor í borgarstjórn eða verða áherslur að mestu þær sömu? Ef marka má þá mánuði sem eru liðnir er hér um afskaplega svipaðan meirihluta að ræða og þann fyrri. Svo virðist sem nýir borgarfulltrúar Framsóknar séu settir í fremstu víglínu við að svara fyrir eitt og annað sem fyrri meirihluti er ábyrgur fyrir. Flokkur fólksins er óþreytandi við að minna á að í þessu ástandi verðum við að huga að fólkinu í borginni. Annað getur beðið þar til betur árar. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun