„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“ Ólafur Björn Sverrisson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 28. desember 2022 18:58 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir umbjóðanda sinn engar pólitískar skoðanir hafa. Vísir/Egill Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Þetta er sambland af sýndarmennsku og særðu stolti,“ segir Sveinn Andri sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það liggur fyrir, og er margúrskurðað, að mennirnir eru algjörlega hættulausir, bæði sjálfum sér og öðrum. Á þeim grundvelli hafa þeir verið látnir lausir og almannahagsmunir ekki taldir til staðar til þess að þeir sæti gæslu.“ Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar hér á landi er nú það sama og í Noregi og Svíþjóð. Ekki var talin ástæða til að greina almenningi strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi. Í því að færa viðbúnaðarstig úr A í B felst aukinn viðbúnaður vegna vísbendinga um að öryggisógn sé til staðar. Sveinn segir lögreglu hafa þurft að rökstyðja það með viðhlítandi hætti, hvers vegna ákvörðun um hækkun viðbúnaðarstigs var tekin. Það hafi embættið hins vegar ekki gert. „Þessir drengir hafa verið í faðmi fjölskyldunnar undanfarna daga, opnað pakka og stangað hangikjöt úr tönnunum. Eina sem svona tilkynning gerir er að valda ótta og kvíða hjá fólki sem er þegar með einhverja kvíðaröskun. Aðrir kippa sér ekki upp við þetta og flestir hjá almenningi sjá í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn var einnig spurður út í þessi ummæli Sveins Andra. „Ég hvet menn bara til að skoða öll þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol, sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu. Ég kýs að fara ekki í neinar málalengingar út frá því, mér finnst það mjög ófaglegt,“ segir Karl Steinar Valsson. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Þetta er sambland af sýndarmennsku og særðu stolti,“ segir Sveinn Andri sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það liggur fyrir, og er margúrskurðað, að mennirnir eru algjörlega hættulausir, bæði sjálfum sér og öðrum. Á þeim grundvelli hafa þeir verið látnir lausir og almannahagsmunir ekki taldir til staðar til þess að þeir sæti gæslu.“ Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar hér á landi er nú það sama og í Noregi og Svíþjóð. Ekki var talin ástæða til að greina almenningi strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi. Í því að færa viðbúnaðarstig úr A í B felst aukinn viðbúnaður vegna vísbendinga um að öryggisógn sé til staðar. Sveinn segir lögreglu hafa þurft að rökstyðja það með viðhlítandi hætti, hvers vegna ákvörðun um hækkun viðbúnaðarstigs var tekin. Það hafi embættið hins vegar ekki gert. „Þessir drengir hafa verið í faðmi fjölskyldunnar undanfarna daga, opnað pakka og stangað hangikjöt úr tönnunum. Eina sem svona tilkynning gerir er að valda ótta og kvíða hjá fólki sem er þegar með einhverja kvíðaröskun. Aðrir kippa sér ekki upp við þetta og flestir hjá almenningi sjá í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn var einnig spurður út í þessi ummæli Sveins Andra. „Ég hvet menn bara til að skoða öll þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol, sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu. Ég kýs að fara ekki í neinar málalengingar út frá því, mér finnst það mjög ófaglegt,“ segir Karl Steinar Valsson.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06
Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57