„Niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 18:46 Þessir þrír eru betri en flestir og raunar allir ef marka má Handkastið. Vísir/Getty Images Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir HM í handbolta sem fram fer í janúar. Hvort menn hafi prjónað yfir sig í nýjasta þætti hlaðvarpsins verður að koma í ljós en þar var fullyrt að útilína Íslands, skytturnar tvær ásamt miðjumanni, væru besta útilína heims um þessar mundir. Eins og staðan er í dag mun Aron Pálmarsson leika í stöðu vinstri skyttu og þó Aron sé á leið í Olís deildina hér á landi næsta haust þá er ekki hægt að deila um það að hann er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu og hefur verið um árabil. Hvað varðar hinar stöðurnar þá þekkjast þeir leikmenn betur en flestir. Íslenska tvíeykið, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið hreint út sagt stórkostlegir það sem af er tímabili og því eðlilega mikil spenna að sjá þá saman í landsliðstreyjunni í janúar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, velti þeirri spurningu einfaldlega upp hvort þessi útilína væri ekki sú besta á HM og þar af leiðandi sú besta í heimi. Ásamt honum voru þeir Theodór Ingi Pálmason og Ingvi Þór Sæmundsson að þessu sinni. „Þú getur alveg fært rök fyrir því, alveg klárlega. Íslandi er spáð 4. til 5. sæti af veðbönkum fyrir mót. Eigum við ekki að segja að útilínan sé ástæðan fyrir því. Við erum komnir með mikla breidd og sterka leikmenn í nánast öllum stöðum. Verum bara með í þessu, Ísland er með bestu útilínu í heimi,“ sagði Theodór Ingi á meðan Ingvi Þór var rödd skynseminnar í þessari umræður en svaraði þó hikandi „jájá.“ Þremenningarnir tóku útilínu Danmerkur sem er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Stöðu fyrir stöðu telja þeir Ísland hafa betur. Aron Pálmarsson gegn Mikkel Hansen, Gísli Þorgeir gegn Rasmus Lauge og Ómar Ingi gegn Mathias Gidsel. „Segjum að Mikkel hafi betur í samanburðinu en svo er Gísli Þorgeir betri en Lauge og mér finnst Ómar Ingi miklu betri en Gidsel,“ sagði Stefán Árni. „Það gæti svo sem alveg verið að Gidsel og Ómar Ingi séu bestu handboltamenn í heimi í dag,“ bætti Ingvi Þór við. Danska liðið er þó með betri breidd en það íslenska. „Þegar þú ert kominn í leikmenn, fjögur til sjö í útlínunni þá hafa þeir okkur. Ef við horfum bara á þessa þrjá og berum þá saman þá er þetta ansi jafnt.“ „Þetta er niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum. Ég er alveg á því og það er mín skoðun,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti Handkastið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira
Eins og staðan er í dag mun Aron Pálmarsson leika í stöðu vinstri skyttu og þó Aron sé á leið í Olís deildina hér á landi næsta haust þá er ekki hægt að deila um það að hann er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu og hefur verið um árabil. Hvað varðar hinar stöðurnar þá þekkjast þeir leikmenn betur en flestir. Íslenska tvíeykið, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið hreint út sagt stórkostlegir það sem af er tímabili og því eðlilega mikil spenna að sjá þá saman í landsliðstreyjunni í janúar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, velti þeirri spurningu einfaldlega upp hvort þessi útilína væri ekki sú besta á HM og þar af leiðandi sú besta í heimi. Ásamt honum voru þeir Theodór Ingi Pálmason og Ingvi Þór Sæmundsson að þessu sinni. „Þú getur alveg fært rök fyrir því, alveg klárlega. Íslandi er spáð 4. til 5. sæti af veðbönkum fyrir mót. Eigum við ekki að segja að útilínan sé ástæðan fyrir því. Við erum komnir með mikla breidd og sterka leikmenn í nánast öllum stöðum. Verum bara með í þessu, Ísland er með bestu útilínu í heimi,“ sagði Theodór Ingi á meðan Ingvi Þór var rödd skynseminnar í þessari umræður en svaraði þó hikandi „jájá.“ Þremenningarnir tóku útilínu Danmerkur sem er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Stöðu fyrir stöðu telja þeir Ísland hafa betur. Aron Pálmarsson gegn Mikkel Hansen, Gísli Þorgeir gegn Rasmus Lauge og Ómar Ingi gegn Mathias Gidsel. „Segjum að Mikkel hafi betur í samanburðinu en svo er Gísli Þorgeir betri en Lauge og mér finnst Ómar Ingi miklu betri en Gidsel,“ sagði Stefán Árni. „Það gæti svo sem alveg verið að Gidsel og Ómar Ingi séu bestu handboltamenn í heimi í dag,“ bætti Ingvi Þór við. Danska liðið er þó með betri breidd en það íslenska. „Þegar þú ert kominn í leikmenn, fjögur til sjö í útlínunni þá hafa þeir okkur. Ef við horfum bara á þessa þrjá og berum þá saman þá er þetta ansi jafnt.“ „Þetta er niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum. Ég er alveg á því og það er mín skoðun,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti Handkastið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira