„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 11:06 Mynd af rútunni eftir að hún festist við Pétursey. Aðsend Framkvæmdastjóri Hópbíla segir forsvarsmenn fyrirtækisins eiga eftir að ná betra tali af bílstjóranum sem festi rútu sína í tvígang um helgina eftir að hafa ekki virt vegalokanir. Verið sé að afla allra gagna málsins. Á jóladag festi rútubílstjóri rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir. Samskipti bílstjórans við björgunarsveitina reyndust ekki góð en um borð voru þrjátíu erlendir ferðamenn. Rútan festist fyrst seinni partinn á jóladag á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu, en veginum hafði þá verið lokað síðan um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst síðan að losa rútuna. Seinna um kvöldið festist rútan aftur, þá nærri Hótel Dyrhólaey. Lengri tíma tók að losa hana þá en hún þveraði veginn og olli því að björgunarsveitarfólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, að hann viti lítið um málið eins og er, enn sé verið að afla gagna um það. „Þetta er í okkar hefðbundna verkferli þegar eitthvað svona gerist. Þannig við erum bara að taka það saman,“ segir Guðjón. Guðjón Ármann Guðjónsson er framkvæmdastjóri Hópbíla. Aðspurður segir hann að bílstjórar fyrirtækisins eigi að fara eftir vegalokunum og tilmælum björgunarsveita. „Þannig við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist. Við eigum eftir að ná betra tali af bílstjóranum. Þetta er bara allt í ferli. Ef vegur er lokaður þá er hann lokaður,“ segir Guðjón. Uppfært klukkan 11:38: Eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um málið segir Guðjón að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn hafi ekki séð merkingar um lokunina og því lent í þessari klemmu. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ segir Guðjón. Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Á jóladag festi rútubílstjóri rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir. Samskipti bílstjórans við björgunarsveitina reyndust ekki góð en um borð voru þrjátíu erlendir ferðamenn. Rútan festist fyrst seinni partinn á jóladag á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu, en veginum hafði þá verið lokað síðan um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst síðan að losa rútuna. Seinna um kvöldið festist rútan aftur, þá nærri Hótel Dyrhólaey. Lengri tíma tók að losa hana þá en hún þveraði veginn og olli því að björgunarsveitarfólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, að hann viti lítið um málið eins og er, enn sé verið að afla gagna um það. „Þetta er í okkar hefðbundna verkferli þegar eitthvað svona gerist. Þannig við erum bara að taka það saman,“ segir Guðjón. Guðjón Ármann Guðjónsson er framkvæmdastjóri Hópbíla. Aðspurður segir hann að bílstjórar fyrirtækisins eigi að fara eftir vegalokunum og tilmælum björgunarsveita. „Þannig við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist. Við eigum eftir að ná betra tali af bílstjóranum. Þetta er bara allt í ferli. Ef vegur er lokaður þá er hann lokaður,“ segir Guðjón. Uppfært klukkan 11:38: Eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um málið segir Guðjón að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn hafi ekki séð merkingar um lokunina og því lent í þessari klemmu. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ segir Guðjón.
Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29