Íbúar í Höfnum innilokaðir í fleiri sólarhringa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 14:47 Haraldur segir ástandið hafa verið algjörlega fordæmalaust. Landsbjörg Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl. Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir í samtali við fréttastofu að íbúar hafi verið að vonum glaðir þegar björgunarsveitum tókst loks að koma birgðum áleiðis. Engin búð er á svæðinu og lyf og aðrar nauðsynjavörur voru af skornum skammti. Algjörlega fordæmalaust „Það var algjörlega ófært. Stærstu björgunarsveitarbílarnir komust ekki þarna. Þetta var eins ófært og það verður. Þarna vorum við búnir að vera að reyna með okkar öflugustu jeppa, það gekk ekki neitt. Og þarna þurftum við að fá snjóbíl frá Reykjavík til að aðstoða okkur að koma vistum og fleiru þarna yfir. Maður hefur alveg heyrt að gatan hafi verið lokuð í þrjá eða fjóra tíma en aldrei á fimmta sólarhring. Ég vil meina að þetta hafi verið algjörlega fordæmalaust. Eitthvað sem við eigum bara alls ekki að venjast hér á Suðurnesjum.“ Stórir björgunarsveitarjeppar dugðu ekki neitt í fannferginu og Björgunarsveitin Suðurnes fékk snjóbíl að láni. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Haraldur segir brýnt að gera ráðstafanir eins og hægt er - og hugsa fram í tímann. „Ég hugsa að við á Suðurnesjum verðum bara að fara að hugsa öðruvísi þegar það er von á svona mikilli snjókomu og roki. Það er ekkert rosalega auðvelt í svona færð fyrir alla að reima á sig góða skó og fara út í búð. Eldri borgarar eða þeir sem eiga erfitt með gang gera þetta ekki svo glatt. Þannig að það þurfa bara allir að horfa svona á sitt heimili og rýna: Hvað þarf ég ef ég lokast inni?“ Alveg ótrúlegt Haraldur segir að kollegar í björgunarsveitum hafi unnið mikið þrekvirki en um 2.200 útköll voru skráð á björgunarsveitina á fjórum dögum. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkrabíla, fluttu fólk til læknis og fóru í líffæra- og fæðingarflutninga. Hann segir að veðurspáin líti blessunarlega sæmilega út næstu daga. Björgunarsveitarmenn séu þó alltaf á vaktinni og mæti tvíefldir til leiks í næsta óveðri. „Það sem að við gerðum á þessum tíma það var alveg ótrúlegt. Nú erum við bara að rýna í það sem við hefðum getað gert betur og hvað við höfðum getað gert öðruvísi; hvað okkur vantar af búnaði, þurfum við að kaupa eitthvað eða breyta okkar búnaði. Það er bara fulla ferð áfram, ekkert annað. Núna er okkar stærsta fjáröflun að fara í gang og þá bara tökum við þau verkefni,“ segir Haraldur. Björgunarsveitir Veður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir í samtali við fréttastofu að íbúar hafi verið að vonum glaðir þegar björgunarsveitum tókst loks að koma birgðum áleiðis. Engin búð er á svæðinu og lyf og aðrar nauðsynjavörur voru af skornum skammti. Algjörlega fordæmalaust „Það var algjörlega ófært. Stærstu björgunarsveitarbílarnir komust ekki þarna. Þetta var eins ófært og það verður. Þarna vorum við búnir að vera að reyna með okkar öflugustu jeppa, það gekk ekki neitt. Og þarna þurftum við að fá snjóbíl frá Reykjavík til að aðstoða okkur að koma vistum og fleiru þarna yfir. Maður hefur alveg heyrt að gatan hafi verið lokuð í þrjá eða fjóra tíma en aldrei á fimmta sólarhring. Ég vil meina að þetta hafi verið algjörlega fordæmalaust. Eitthvað sem við eigum bara alls ekki að venjast hér á Suðurnesjum.“ Stórir björgunarsveitarjeppar dugðu ekki neitt í fannferginu og Björgunarsveitin Suðurnes fékk snjóbíl að láni. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Haraldur segir brýnt að gera ráðstafanir eins og hægt er - og hugsa fram í tímann. „Ég hugsa að við á Suðurnesjum verðum bara að fara að hugsa öðruvísi þegar það er von á svona mikilli snjókomu og roki. Það er ekkert rosalega auðvelt í svona færð fyrir alla að reima á sig góða skó og fara út í búð. Eldri borgarar eða þeir sem eiga erfitt með gang gera þetta ekki svo glatt. Þannig að það þurfa bara allir að horfa svona á sitt heimili og rýna: Hvað þarf ég ef ég lokast inni?“ Alveg ótrúlegt Haraldur segir að kollegar í björgunarsveitum hafi unnið mikið þrekvirki en um 2.200 útköll voru skráð á björgunarsveitina á fjórum dögum. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkrabíla, fluttu fólk til læknis og fóru í líffæra- og fæðingarflutninga. Hann segir að veðurspáin líti blessunarlega sæmilega út næstu daga. Björgunarsveitarmenn séu þó alltaf á vaktinni og mæti tvíefldir til leiks í næsta óveðri. „Það sem að við gerðum á þessum tíma það var alveg ótrúlegt. Nú erum við bara að rýna í það sem við hefðum getað gert betur og hvað við höfðum getað gert öðruvísi; hvað okkur vantar af búnaði, þurfum við að kaupa eitthvað eða breyta okkar búnaði. Það er bara fulla ferð áfram, ekkert annað. Núna er okkar stærsta fjáröflun að fara í gang og þá bara tökum við þau verkefni,“ segir Haraldur.
Björgunarsveitir Veður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira