Stjórnmál til friðar Andrés Ingi Jónsson skrifar 23. desember 2022 15:00 Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir. Hér langar mig þess vegna að nefna þrennt sem þingfólk getur gert eftir áramót til að stunda stjórnmál til friðar. 1. Tökum betur á móti fólki á flótta Ein erfiðasta afleiðing ófriðar er að fólk þarf að flýja heimkynni sín í leit að öryggi. Þetta hefur Evrópa heldur betur fengið að reyna eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur gert milljónir að flóttafólki, en þar hefur Ísland gert vel í að taka á móti þúsundum sem hafa leitað til okkar. Hversu vel íslensk stjórnvöld hafa staðið að móttöku úkraínsks flóttafólks leiðir hins vegar óhjákvæmilega hugann að því hvernig tekið er á móti fólki á flótta undan stríðsátökum annars staðar í heiminum. Erum við nokkuð búin að gleyma þotunni sem var fyllt af flóttafólki sem stjórnvöld vísuðu brott, beinustu leið á götuna í Grikklandi í haust? Í vélinni var m.a. fólk frá Írak, Palestínu og Afganistan – fólk að flýja stríð og átök. Félagsmálaráðherra þótti brottvísunin „óskaplega erfitt mál“, en virtist þá hafa gleymt skaðræðisfrumvarpi Jóns Gunnarssonar sem snýst fyrst og fremst um að ganga enn lengra í svona málum. Ítrekaðar brottvísanir íslenskra stjórnvalda á fólki inn í brotið hæliskerfi Grikklands stuðla ekki að friði í heiminum. Þær gera lítið úr rétti fólks á flótta, auka á erfiðleika grískra stjórnvalda við að tryggja öryggi flóttafólks og ýta á Evrópu að velta vandanum yfir á ríki rétt utan við álfuna – eins og Tyrkland og Líbýu, þar sem réttindi fólks eru enn minni. Eitt það besta sem stjórnarþingmenn geta gert í þágu mannúðar og friðar á nýju ári er að hætta að styðja útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar og koma í lið með þeim sem vilja styrkja stöðu fólks á flótta. 2. Sýnum í verki að Ísland vilji afvopnun Það vantar ekki fögur orð hjá ráðamönnum þegar kemur að afvopnunarmálum, en minna er um aðgerðir þar sem þeirra er þörf. Á næsta ári verður Ísland t.d. með formennsku í Norðurlandaráði, þar sem hluti af dagskránni verður alþjóðleg ráðstefna um friðarmál með áherslu á afvopnunarmálin. Þegar Katrín Jakobsdóttir kynnti þessi áform sagði hún: „Norðurlöndin verða að vinna af krafti gegn útbreiðslu kjarnavopna og í átt að eyðileggingu þeirra, því kjarnorkustríð er stríð þar sem enginn er sigurvegari.“ Í praxís hafa íslensk stjórnvöld hins vegar staðið eindregið gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) – og tekið harðari afstöðu en mörg ríki sem við ættum að geta miðað okkur við. Fyrsti aðildarríkjafundur TPNW var haldinn síðastliðið vor, og þá virtist línan frá Nató vera að hundsa fundinn. Þó viku fjögur Natóríki frá þeirri línu. Þýskaland ákvað að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Ríkisstjórn Noregs setti inn í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar haustið 2021 að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Holland og Belgía mættu líka. Það skiptir nefnilega máli að mæta og eiga samtalið – að styðja þannig allar aðgerðir gegn kjarnavopnum. En Ísland þverneitaði að mæta, eitt Norðurlandanna. Þvermóðska ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er hættuleg á sama tíma og Rússland talar opinskátt um að beita kjarnavopnum í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún er á skjön við yfirlýsingar um að stjórnvöld vilji beita skapandi hugsun í þágu afvopnunar. Og þessi harða afstaða er furðuleg í ljósi þess að forsætisráðherra hefur heitið því að beita sér í þágu kjarnavopnabanns, eins og nýlega var minnt á í aðsendri grein ICAN, samtakanna sem eiga heiðurinn af því að TPNW-samningurinn varð til. 3. Friðlýsum Ísland (í alvöru) fyrir kjarnavopnum Þegar Alþingi samþykkti fyrstu þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland árið 2016 var einn liður í stefnunni mjög jákvæður friðarpunktur: „að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum,“ en síðan voru tennurnar dregnar úr þessari aðgerð með því að hnýta aftan við: „að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga“. Í umræðum um breytingar á þjóðaröryggisstefnunni núna í haust var Katrín Jakobsdóttir spurð hvaða alþjóðlegu skuldbindingar gætu komið í veg fyrir friðlýsingu fyrir kjarnavopnum. Þar nefndi hún tvennt: annars vegar aðildina að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna, en sagði jafnframt að „stefna íslenskra stjórnvalda er vel kunn og hún hefur verið sú að leyfa ekki staðsetningu kjarnavopna hér á Íslandi“. Þingheimur hefur tækifæri til að taka fastar til orða í þjóðaröryggisstefnunni þegar hún verður afgreidd seinna í vetur. Ef það er virkilega stefna stjórnvalda að ekki verði sett kjarnavopn á íslenska grundu, má þá ekki segja það berum orðum í þjóðaröryggisstefnu? Ef þau treysta sér ekki til að festa þá stefnu formlega á blað, þá er hún varla meira en orðin tóm. Friðargangan minnir okkur á það hversu gríðarstórt verkefni það er að berjast gegn stríði í heiminum. En eins og öll stærstu verkefnin byrjar það bara með einu litlu skrefi. Þau okkar sem erum í valdastöðum eins og þingmenn og ráðherrar njótum auk þess þeirra forréttinda að geta stigið stærri og áhrifaríkari skref. Þessar þrjár aðgerðir sem ég hef útlistað hér að framan gætum við sameinast um á nýju ári, svo við stundum stjórnmál til friðar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Kjarnorka Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir. Hér langar mig þess vegna að nefna þrennt sem þingfólk getur gert eftir áramót til að stunda stjórnmál til friðar. 1. Tökum betur á móti fólki á flótta Ein erfiðasta afleiðing ófriðar er að fólk þarf að flýja heimkynni sín í leit að öryggi. Þetta hefur Evrópa heldur betur fengið að reyna eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur gert milljónir að flóttafólki, en þar hefur Ísland gert vel í að taka á móti þúsundum sem hafa leitað til okkar. Hversu vel íslensk stjórnvöld hafa staðið að móttöku úkraínsks flóttafólks leiðir hins vegar óhjákvæmilega hugann að því hvernig tekið er á móti fólki á flótta undan stríðsátökum annars staðar í heiminum. Erum við nokkuð búin að gleyma þotunni sem var fyllt af flóttafólki sem stjórnvöld vísuðu brott, beinustu leið á götuna í Grikklandi í haust? Í vélinni var m.a. fólk frá Írak, Palestínu og Afganistan – fólk að flýja stríð og átök. Félagsmálaráðherra þótti brottvísunin „óskaplega erfitt mál“, en virtist þá hafa gleymt skaðræðisfrumvarpi Jóns Gunnarssonar sem snýst fyrst og fremst um að ganga enn lengra í svona málum. Ítrekaðar brottvísanir íslenskra stjórnvalda á fólki inn í brotið hæliskerfi Grikklands stuðla ekki að friði í heiminum. Þær gera lítið úr rétti fólks á flótta, auka á erfiðleika grískra stjórnvalda við að tryggja öryggi flóttafólks og ýta á Evrópu að velta vandanum yfir á ríki rétt utan við álfuna – eins og Tyrkland og Líbýu, þar sem réttindi fólks eru enn minni. Eitt það besta sem stjórnarþingmenn geta gert í þágu mannúðar og friðar á nýju ári er að hætta að styðja útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar og koma í lið með þeim sem vilja styrkja stöðu fólks á flótta. 2. Sýnum í verki að Ísland vilji afvopnun Það vantar ekki fögur orð hjá ráðamönnum þegar kemur að afvopnunarmálum, en minna er um aðgerðir þar sem þeirra er þörf. Á næsta ári verður Ísland t.d. með formennsku í Norðurlandaráði, þar sem hluti af dagskránni verður alþjóðleg ráðstefna um friðarmál með áherslu á afvopnunarmálin. Þegar Katrín Jakobsdóttir kynnti þessi áform sagði hún: „Norðurlöndin verða að vinna af krafti gegn útbreiðslu kjarnavopna og í átt að eyðileggingu þeirra, því kjarnorkustríð er stríð þar sem enginn er sigurvegari.“ Í praxís hafa íslensk stjórnvöld hins vegar staðið eindregið gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) – og tekið harðari afstöðu en mörg ríki sem við ættum að geta miðað okkur við. Fyrsti aðildarríkjafundur TPNW var haldinn síðastliðið vor, og þá virtist línan frá Nató vera að hundsa fundinn. Þó viku fjögur Natóríki frá þeirri línu. Þýskaland ákvað að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Ríkisstjórn Noregs setti inn í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar haustið 2021 að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Holland og Belgía mættu líka. Það skiptir nefnilega máli að mæta og eiga samtalið – að styðja þannig allar aðgerðir gegn kjarnavopnum. En Ísland þverneitaði að mæta, eitt Norðurlandanna. Þvermóðska ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er hættuleg á sama tíma og Rússland talar opinskátt um að beita kjarnavopnum í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún er á skjön við yfirlýsingar um að stjórnvöld vilji beita skapandi hugsun í þágu afvopnunar. Og þessi harða afstaða er furðuleg í ljósi þess að forsætisráðherra hefur heitið því að beita sér í þágu kjarnavopnabanns, eins og nýlega var minnt á í aðsendri grein ICAN, samtakanna sem eiga heiðurinn af því að TPNW-samningurinn varð til. 3. Friðlýsum Ísland (í alvöru) fyrir kjarnavopnum Þegar Alþingi samþykkti fyrstu þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland árið 2016 var einn liður í stefnunni mjög jákvæður friðarpunktur: „að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum,“ en síðan voru tennurnar dregnar úr þessari aðgerð með því að hnýta aftan við: „að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga“. Í umræðum um breytingar á þjóðaröryggisstefnunni núna í haust var Katrín Jakobsdóttir spurð hvaða alþjóðlegu skuldbindingar gætu komið í veg fyrir friðlýsingu fyrir kjarnavopnum. Þar nefndi hún tvennt: annars vegar aðildina að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna, en sagði jafnframt að „stefna íslenskra stjórnvalda er vel kunn og hún hefur verið sú að leyfa ekki staðsetningu kjarnavopna hér á Íslandi“. Þingheimur hefur tækifæri til að taka fastar til orða í þjóðaröryggisstefnunni þegar hún verður afgreidd seinna í vetur. Ef það er virkilega stefna stjórnvalda að ekki verði sett kjarnavopn á íslenska grundu, má þá ekki segja það berum orðum í þjóðaröryggisstefnu? Ef þau treysta sér ekki til að festa þá stefnu formlega á blað, þá er hún varla meira en orðin tóm. Friðargangan minnir okkur á það hversu gríðarstórt verkefni það er að berjast gegn stríði í heiminum. En eins og öll stærstu verkefnin byrjar það bara með einu litlu skrefi. Þau okkar sem erum í valdastöðum eins og þingmenn og ráðherrar njótum auk þess þeirra forréttinda að geta stigið stærri og áhrifaríkari skref. Þessar þrjár aðgerðir sem ég hef útlistað hér að framan gætum við sameinast um á nýju ári, svo við stundum stjórnmál til friðar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun