Miður sín yfir minkafaraldri Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 22. desember 2022 20:31 Ásgeir Pétursson, minkabóndi. Vísir/Bjarni Mikið minkafár hefur verið í Mosfellsbæ á síðustu vikum en íbúar eru uggandi yfir fjölda minka í bænum sem hafa valdið talsverðum usla. Minkarnir hafa drepið hænur og dúfur og minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segist miður sín. Minkar hafa sést í miklum mæli í Mosfellsbæ að undanförnu og hefur hefur það komið af stað miklum umræðum hjá íbúum bæjarins sem eru slegnir yfir ástandinu. Dýrin hafa komist í hænsnakofa og drepið þar allt sem þeir hafa rekist á og eins komst minkur í dúfnakofa í bæjarfélaginu og drap heilar 39 dúfur á svipstundu. Minkar láta líka í sér heyra ef þeim er ógnað með háværi öskri. Fólk hefur jafnvel varað við því að börn séu látin sofa úti í vagni af ótta við minka. Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, ræddi við fréttastofu en segir fólki almennt ekki stafa mikil hætta af minknum. „Maður hefur heyrt að konur séu hræddar um það að þeir fari í barnavagna og svoleiðis. Vissulega geta þeir farið upp í barnavagna en þeir myndu nú ekkert fara að gera neitt við barnið,“ segir Steinar. Ásgeir Pétursson, minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segir minka hafa sloppið fyrir nokkru og segist miður sín. Það sé þó búið komast að því hvar vandinn lá. „Þetta er bara mjög erfitt og við erum í sjokki yfir þessu. Við vissum reyndar ekki um að það væri svona mikið af minkum sem hefðu sloppið út, og við vissum það ekki fyrr en Guðni á Hraðastöðum hringdi í mig og sagði „það er eitthvað að gerast hjá þér Ásgeir því ég er búinn að skjóta sjö aliminka.“ Ég var náttúrulega alveg steinhissa vegna þess að við förum yfirleitt alltaf yfir girðingar hérna og tékkum á því hvort það sé í lagi. Þegar að þetta varð þá fór ég strax út til þess að gá að þessu og labbaði hringinn í kringum búið og fann gat sem hafði myndast við það að jörðin var orðin svona beinfrosin að það hafði grjót stungist inn á milli, þannig að það kom gliðnun á milli nets sem er grafið í jörðu og nets sem er upp að blikki sem minkarnir eiga ekki að geta komist yfir,“ segir Ásgeir. Vísir/Bjarni Minkar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og finnast um allt höfuðborgarsvæðið, og Steinar meindýraeyðir segir þá vera að sjást meira en áður. „Það hefur verið það, hérna í Mosó og svo í Grafarvoginum. Bara síðustu vikur bara,“ segir Steinar. Mosfellsbær Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Minkar hafa sést í miklum mæli í Mosfellsbæ að undanförnu og hefur hefur það komið af stað miklum umræðum hjá íbúum bæjarins sem eru slegnir yfir ástandinu. Dýrin hafa komist í hænsnakofa og drepið þar allt sem þeir hafa rekist á og eins komst minkur í dúfnakofa í bæjarfélaginu og drap heilar 39 dúfur á svipstundu. Minkar láta líka í sér heyra ef þeim er ógnað með háværi öskri. Fólk hefur jafnvel varað við því að börn séu látin sofa úti í vagni af ótta við minka. Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, ræddi við fréttastofu en segir fólki almennt ekki stafa mikil hætta af minknum. „Maður hefur heyrt að konur séu hræddar um það að þeir fari í barnavagna og svoleiðis. Vissulega geta þeir farið upp í barnavagna en þeir myndu nú ekkert fara að gera neitt við barnið,“ segir Steinar. Ásgeir Pétursson, minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segir minka hafa sloppið fyrir nokkru og segist miður sín. Það sé þó búið komast að því hvar vandinn lá. „Þetta er bara mjög erfitt og við erum í sjokki yfir þessu. Við vissum reyndar ekki um að það væri svona mikið af minkum sem hefðu sloppið út, og við vissum það ekki fyrr en Guðni á Hraðastöðum hringdi í mig og sagði „það er eitthvað að gerast hjá þér Ásgeir því ég er búinn að skjóta sjö aliminka.“ Ég var náttúrulega alveg steinhissa vegna þess að við förum yfirleitt alltaf yfir girðingar hérna og tékkum á því hvort það sé í lagi. Þegar að þetta varð þá fór ég strax út til þess að gá að þessu og labbaði hringinn í kringum búið og fann gat sem hafði myndast við það að jörðin var orðin svona beinfrosin að það hafði grjót stungist inn á milli, þannig að það kom gliðnun á milli nets sem er grafið í jörðu og nets sem er upp að blikki sem minkarnir eiga ekki að geta komist yfir,“ segir Ásgeir. Vísir/Bjarni Minkar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og finnast um allt höfuðborgarsvæðið, og Steinar meindýraeyðir segir þá vera að sjást meira en áður. „Það hefur verið það, hérna í Mosó og svo í Grafarvoginum. Bara síðustu vikur bara,“ segir Steinar.
Mosfellsbær Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira