Bregður sér í allra kvikinda líki í aðdraganda jólanna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. desember 2022 16:31 Förðunarfræðingurinn Embla Wigum galdrar fram hverja jólaförðunina á fætur annarri. Förðunarfræðingurinn Embla Wigum, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok, heldur úti afar skemmtilegu jóladagatali á samfélagsmiðlum sínum. Embla er búsett í London ásamt kærasta sínum, athafnamanninum Nökkva Fjalari Orrasyni. Embla hefur verið að gera það virkilega gott á TikTok. Hún er með rúmlega tvær milljónir fylgjendur en tugir milljóna hafa horft á vinsælustu myndbönd hennar. Þá hlaut Embla einnig tilnefningu sem framúrskarandi ungur Íslendingur á þessu ári fyrir afrek sín á sviði menningar. Tólf farðanir fyrir jól Dagatalið sem Embla kallar „12 Days of Christmas“ gengur út á það að hún sýnir tólf mismunandi jólafarðanir í aðdraganda jóla. Embla hefur verið með samskonar niðurtalningu til jóla síðustu ár sem slegið hefur rækilega í gegn og ákvað hún því að endurtaka leikinn. Hér er þó ekki beint um að ræða hefðbundnar jólafarðanir sem auðvelt er að leika eftir á aðfangadagskvöld, heldur eru þetta svokallaðar fantasíufarðanir, sem Embla er einmitt þekktust fyrir. Í viðtali við Vísi á síðasta ári sagði Embla frá því að hún eyddi allt frá tveimur til sjö klukkustundum í hvert förðunarmyndband sem hún setur á TikTok. Í byrjun desember birti Embla lista með tólf jólapersónum eða fyrirbærum sem farðanirnar áttu að byggjast á. Á þeim lista var að finna frostbit, hnotubrjót, jólastaf, hvít/rauð jól, gjafapappír, piparkökur, tröllið sem stal jólunum, sykurplómudísina, Rúdolf, Önnu úr Frozen, konu jólasveinsins og jólatrúð. Tröllið sem stal jólunum Hér að neðan má sjá fyrstu förðunina þar sem Embla breytir sér í Tröllið sem stal jólunum á ótrúlegan hátt. Þegar þetta er skrifað hafa um fjórar milljónir manns horft á myndbandið. @emblawigum 12 days of christmas YAAYY so excited for this series!! Day 1: Grinch sponsored by @realtechniquesofficial available at @bootsuk You're a Mean One, Mr. Grinch - Tyler, The Creator Hvít og rauð jól Hér má svo sjá hvernig Embla galdrar fram förðun sem innblásin er af hvítum og rauðum jólunum. Eins og sjá má spilar tónlist stórt hlutverk í myndböndum Emblu. Hér notast hún við lagið Snow & Heat Miser úr jólaþættinum The Year Without A Santa Claus frá árinu 1974. @emblawigum 12 days of christmas Day 2: White christmas / Green christmas MY FAVE TREEEND! Sponsored by @realtechniques Snow meiser Heat meiser mix by Mike DiNardo - Mike DiNardo Rúdolf með rauða trýnið Hér má svo sjá þriðju förðunina en þar breytir Embla sér í sjálfan Rúdolf. @emblawigum 12 days of christmas Day 3: Rudolf the red nosed reindeer Sponsored by @realtechniques, available at @Boots UK @beautyklubburinn original sound - Taylor Jólatrúður Ógnvekjandi trúðar hafa vonandi ekki sérstaka tengingu við jólin hjá mörgum. Í næsta myndbandi gefur Embla hugmyndafluginu þó lausan tauminn og töfrar fram skemmtilega förðun sem innblásin er af ógnvekjandi jólatrúð. @emblawigum 12 Days of christmas Day 4: Christmas Clown Sponsored by @realtechniques_uk @beautyklubburinn ib: @sarahnewsfx Santa Baby - Eartha Kitt Piparkökukarl Næsta förðun er innblásin af piparkökukarli. Embla breytir sér þó ekki í neinn hefðbundinn piparkökukarl, heldur notast hún við gerviaugnhár og hárkollu til að gera lúkkið að sínu. Útkoman er hreint út sagt stórkostleg. @emblawigum 12 days of christmas Day 5: Gingerbread cookie sponsored by @Real Techniques UK available on @amazonuk & @beautyklubburinn ib: @khaleesiisaa Gingerbread Man - Melanie Martinez Sykurplómudísin Sykurplómudísina þekkja einhverjir úr ævintýrinu sígilda um Hnotubrjótinn sem hefur mikla tengingu við jólin hjá mörgum. Hér gerir Embla sína eigin útfærslu af sykurplómudísinni með bleikri og fjólublárri förðun, áberandi gerviaugnhárum og bleikri hárkollu @emblawigum 12 days of christmas Day 6: Sugarplum Fairy sponsored by @Real Techniques UK @beautyklubburinn AD #christmasmakeup Tchaikovsky: Dance of The Sugar Plum Fairy (From The Nutcracker Suite) - Dreamscape Cinema Orchestra Bismark drottning Hvíti og rauði jólastafurinn eða bismark eins og hann kallast er eftirlæti margra um jólin. Í þessari förðun breytir Embla sér í svokallaða bismark drottningu. Neðri hluti andlitsins er málaður eins og jólastafur en bleik skygging er á augunum. Þá er hún með hvíta hárkollu, hvít gerviaugnhár, hvítar augabrúnir og kórónu sem minnir á snædrottninguna úr ævintýri H.C. Andersen. @emblawigum 12 days of christmas Day 7: Candycane Queen sponsored by @Real Techniques UK @bootsuk @beautyklubburinn ib: @khaleesiisaa original sound - Holidaymix Kona jólasveinsins Hér breytir Embla sér í eiginkonu jólasveinsins sem hefur komið fram í hinum ýmsu ævintýrum. Í myndbandinu má sjá hvernig hún breytir húðinni, býr til hrukkur og kallar fram útitekið útlit. @emblawigum Mrs. Claus inspo: @emilytembymakeup #christmasmakeup It's Christmas Eve - Alex Khaskin Hnotubrjóturinn Nýjasta förðunin kom inn í gær. Embla sýndi förðunina með afar metnaðarfullu myndbandi þar sem hún hafði ekki bara breytt sér í Hnotubrjótinn, heldur einnig sögupersónuna Klöru úr sama ævintýri. Nú eru aðeins þrjár farðanir eftir og verður spennandi að fylgjast með því hvernig Embla útfærir þær. @emblawigum Nutcracker inspo: @hedda.hjd & @Sarah New #makeuptransformation Snowman - Sia Jól Förðun Samfélagsmiðlar TikTok Bretland Tengdar fréttir Tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar Junior Chamber International á Íslandi (JCI) verðlaunar framúrskarandi unga Íslendinga í 21. skipti í ár. Dómnefnd hefur farið yfir tilnefningar og valið tíu einstaklinga sem hljóta viðurkenningu. Einn hlýtur svo verðlaunin. 22. nóvember 2022 10:46 Stökkið: Embla Wigum getur breytt sér í álfa og avatar með 1,6 milljónir fylgjenda á Tik Tok Embla Wigum er hæfileikabúnt en efnið sem hún gefur frá sér er uppfullt af sköpunargáfu og er mikill metnaður lagður í framleiðsluna. Hún er búsett í London sem hún féll fyrir þegar hún bjó þar í hálft ár aðeins fimmtán ára gömul. 13. mars 2022 09:00 „Þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér“ „Þetta var bara eitthvað hobbý. Maður var kannski með einhverja drauma en ég bjóst ekkert við því að þeir myndu endilega rætast,“ segir Embla Wigum, ein stærsta TikTok-stjarna okkar Íslendinga. En rúmlega 27 milljónir manns hafa horft á vinsælasta myndbandið hennar. 2. október 2021 07:01 Embla er með 800 þúsund fylgjendur og 20 milljón manns hafa horft á vinsælasta myndbandið Embla Wigum förðunarfræðingur hefur alltaf haft mikinn áhuga á förðun og hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum. 4. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Jólamolar: Fræsihefill, ferðalög og frönskunámskeið á óskalistanum Jól Dóra Júlía kemur fólki í jólaskap og gerir upp árið á FM957 Jól Skrautáskorun úr pappír Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Embla er búsett í London ásamt kærasta sínum, athafnamanninum Nökkva Fjalari Orrasyni. Embla hefur verið að gera það virkilega gott á TikTok. Hún er með rúmlega tvær milljónir fylgjendur en tugir milljóna hafa horft á vinsælustu myndbönd hennar. Þá hlaut Embla einnig tilnefningu sem framúrskarandi ungur Íslendingur á þessu ári fyrir afrek sín á sviði menningar. Tólf farðanir fyrir jól Dagatalið sem Embla kallar „12 Days of Christmas“ gengur út á það að hún sýnir tólf mismunandi jólafarðanir í aðdraganda jóla. Embla hefur verið með samskonar niðurtalningu til jóla síðustu ár sem slegið hefur rækilega í gegn og ákvað hún því að endurtaka leikinn. Hér er þó ekki beint um að ræða hefðbundnar jólafarðanir sem auðvelt er að leika eftir á aðfangadagskvöld, heldur eru þetta svokallaðar fantasíufarðanir, sem Embla er einmitt þekktust fyrir. Í viðtali við Vísi á síðasta ári sagði Embla frá því að hún eyddi allt frá tveimur til sjö klukkustundum í hvert förðunarmyndband sem hún setur á TikTok. Í byrjun desember birti Embla lista með tólf jólapersónum eða fyrirbærum sem farðanirnar áttu að byggjast á. Á þeim lista var að finna frostbit, hnotubrjót, jólastaf, hvít/rauð jól, gjafapappír, piparkökur, tröllið sem stal jólunum, sykurplómudísina, Rúdolf, Önnu úr Frozen, konu jólasveinsins og jólatrúð. Tröllið sem stal jólunum Hér að neðan má sjá fyrstu förðunina þar sem Embla breytir sér í Tröllið sem stal jólunum á ótrúlegan hátt. Þegar þetta er skrifað hafa um fjórar milljónir manns horft á myndbandið. @emblawigum 12 days of christmas YAAYY so excited for this series!! Day 1: Grinch sponsored by @realtechniquesofficial available at @bootsuk You're a Mean One, Mr. Grinch - Tyler, The Creator Hvít og rauð jól Hér má svo sjá hvernig Embla galdrar fram förðun sem innblásin er af hvítum og rauðum jólunum. Eins og sjá má spilar tónlist stórt hlutverk í myndböndum Emblu. Hér notast hún við lagið Snow & Heat Miser úr jólaþættinum The Year Without A Santa Claus frá árinu 1974. @emblawigum 12 days of christmas Day 2: White christmas / Green christmas MY FAVE TREEEND! Sponsored by @realtechniques Snow meiser Heat meiser mix by Mike DiNardo - Mike DiNardo Rúdolf með rauða trýnið Hér má svo sjá þriðju förðunina en þar breytir Embla sér í sjálfan Rúdolf. @emblawigum 12 days of christmas Day 3: Rudolf the red nosed reindeer Sponsored by @realtechniques, available at @Boots UK @beautyklubburinn original sound - Taylor Jólatrúður Ógnvekjandi trúðar hafa vonandi ekki sérstaka tengingu við jólin hjá mörgum. Í næsta myndbandi gefur Embla hugmyndafluginu þó lausan tauminn og töfrar fram skemmtilega förðun sem innblásin er af ógnvekjandi jólatrúð. @emblawigum 12 Days of christmas Day 4: Christmas Clown Sponsored by @realtechniques_uk @beautyklubburinn ib: @sarahnewsfx Santa Baby - Eartha Kitt Piparkökukarl Næsta förðun er innblásin af piparkökukarli. Embla breytir sér þó ekki í neinn hefðbundinn piparkökukarl, heldur notast hún við gerviaugnhár og hárkollu til að gera lúkkið að sínu. Útkoman er hreint út sagt stórkostleg. @emblawigum 12 days of christmas Day 5: Gingerbread cookie sponsored by @Real Techniques UK available on @amazonuk & @beautyklubburinn ib: @khaleesiisaa Gingerbread Man - Melanie Martinez Sykurplómudísin Sykurplómudísina þekkja einhverjir úr ævintýrinu sígilda um Hnotubrjótinn sem hefur mikla tengingu við jólin hjá mörgum. Hér gerir Embla sína eigin útfærslu af sykurplómudísinni með bleikri og fjólublárri förðun, áberandi gerviaugnhárum og bleikri hárkollu @emblawigum 12 days of christmas Day 6: Sugarplum Fairy sponsored by @Real Techniques UK @beautyklubburinn AD #christmasmakeup Tchaikovsky: Dance of The Sugar Plum Fairy (From The Nutcracker Suite) - Dreamscape Cinema Orchestra Bismark drottning Hvíti og rauði jólastafurinn eða bismark eins og hann kallast er eftirlæti margra um jólin. Í þessari förðun breytir Embla sér í svokallaða bismark drottningu. Neðri hluti andlitsins er málaður eins og jólastafur en bleik skygging er á augunum. Þá er hún með hvíta hárkollu, hvít gerviaugnhár, hvítar augabrúnir og kórónu sem minnir á snædrottninguna úr ævintýri H.C. Andersen. @emblawigum 12 days of christmas Day 7: Candycane Queen sponsored by @Real Techniques UK @bootsuk @beautyklubburinn ib: @khaleesiisaa original sound - Holidaymix Kona jólasveinsins Hér breytir Embla sér í eiginkonu jólasveinsins sem hefur komið fram í hinum ýmsu ævintýrum. Í myndbandinu má sjá hvernig hún breytir húðinni, býr til hrukkur og kallar fram útitekið útlit. @emblawigum Mrs. Claus inspo: @emilytembymakeup #christmasmakeup It's Christmas Eve - Alex Khaskin Hnotubrjóturinn Nýjasta förðunin kom inn í gær. Embla sýndi förðunina með afar metnaðarfullu myndbandi þar sem hún hafði ekki bara breytt sér í Hnotubrjótinn, heldur einnig sögupersónuna Klöru úr sama ævintýri. Nú eru aðeins þrjár farðanir eftir og verður spennandi að fylgjast með því hvernig Embla útfærir þær. @emblawigum Nutcracker inspo: @hedda.hjd & @Sarah New #makeuptransformation Snowman - Sia
Jól Förðun Samfélagsmiðlar TikTok Bretland Tengdar fréttir Tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar Junior Chamber International á Íslandi (JCI) verðlaunar framúrskarandi unga Íslendinga í 21. skipti í ár. Dómnefnd hefur farið yfir tilnefningar og valið tíu einstaklinga sem hljóta viðurkenningu. Einn hlýtur svo verðlaunin. 22. nóvember 2022 10:46 Stökkið: Embla Wigum getur breytt sér í álfa og avatar með 1,6 milljónir fylgjenda á Tik Tok Embla Wigum er hæfileikabúnt en efnið sem hún gefur frá sér er uppfullt af sköpunargáfu og er mikill metnaður lagður í framleiðsluna. Hún er búsett í London sem hún féll fyrir þegar hún bjó þar í hálft ár aðeins fimmtán ára gömul. 13. mars 2022 09:00 „Þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér“ „Þetta var bara eitthvað hobbý. Maður var kannski með einhverja drauma en ég bjóst ekkert við því að þeir myndu endilega rætast,“ segir Embla Wigum, ein stærsta TikTok-stjarna okkar Íslendinga. En rúmlega 27 milljónir manns hafa horft á vinsælasta myndbandið hennar. 2. október 2021 07:01 Embla er með 800 þúsund fylgjendur og 20 milljón manns hafa horft á vinsælasta myndbandið Embla Wigum förðunarfræðingur hefur alltaf haft mikinn áhuga á förðun og hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum. 4. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Jólamolar: Fræsihefill, ferðalög og frönskunámskeið á óskalistanum Jól Dóra Júlía kemur fólki í jólaskap og gerir upp árið á FM957 Jól Skrautáskorun úr pappír Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar Junior Chamber International á Íslandi (JCI) verðlaunar framúrskarandi unga Íslendinga í 21. skipti í ár. Dómnefnd hefur farið yfir tilnefningar og valið tíu einstaklinga sem hljóta viðurkenningu. Einn hlýtur svo verðlaunin. 22. nóvember 2022 10:46
Stökkið: Embla Wigum getur breytt sér í álfa og avatar með 1,6 milljónir fylgjenda á Tik Tok Embla Wigum er hæfileikabúnt en efnið sem hún gefur frá sér er uppfullt af sköpunargáfu og er mikill metnaður lagður í framleiðsluna. Hún er búsett í London sem hún féll fyrir þegar hún bjó þar í hálft ár aðeins fimmtán ára gömul. 13. mars 2022 09:00
„Þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér“ „Þetta var bara eitthvað hobbý. Maður var kannski með einhverja drauma en ég bjóst ekkert við því að þeir myndu endilega rætast,“ segir Embla Wigum, ein stærsta TikTok-stjarna okkar Íslendinga. En rúmlega 27 milljónir manns hafa horft á vinsælasta myndbandið hennar. 2. október 2021 07:01
Embla er með 800 þúsund fylgjendur og 20 milljón manns hafa horft á vinsælasta myndbandið Embla Wigum förðunarfræðingur hefur alltaf haft mikinn áhuga á förðun og hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum. 4. febrúar 2021 10:30
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól