Jólaös og umferðartafir Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 21. desember 2022 12:00 „Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga. Enda sagði einnig á síðu Veðurstofu Íslands: „Einnig má búast við skafrenningi með samgönutruflunum. Varasamt ferðaveður“. Ofan í alla jólafraffíkina fáum við landsmenn ófærð sem hægir á allri umferð og lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima ef erindið getur beðið. Þrátt fyrir að veðrinu hafi slotað og gul viðvörun Veðurstofu Íslands á ekki við um landið allt heldur aðeins miðhálendið eins og staðan er þegar þetta er ritað þá er færð á vegum varasöm. Og þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt í að hreinsa götur eins vel og unnt er til að auðvelda vegfarendum að komast leiðar sinnar, þá eru akstursskilyrði þannig að þau kalla á það að við vegfarendur verðum að fara varlega. Við verðum að taka tillit til hvors annars og styðja við hvort annað í þessum aðstæðum sem nú eru á vegum landsins. Þannig aukum við umferðaröryggi okkar allra. Fjölgun á nýjum og óreyndum ökumönnum með almenn ökuréttindi eru á sjötta þúsund á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa hlotið þjálfun, staðist hæfnisviðmið ökuprófs þá tekur það fimm til sjö ár að öðlast fulla færni í akstri þ.e. ef viðkomandi ekur að staðaldri. Frá árinu 2010 hafa ungir og óreyndir ökumenn verið fræddir í ökunáminu um akstur við erfiðar aðstæður og fengið að upplifa hvað aðstæður getið verið varasamar á lokuðum svæðum í þeirri von að þau sýni fyrirhyggju í akstri við þau skilyrði sem nú eru. Tökum tillit til þeirra ökumanna sem nú takast á við þá ófærð sem nú eru á vegum landsins jafnvel í fyrsta skipti með enga aðstoð sér við hlið. Við þurfum öll þjálfun og hún tekur tíma. Blessunarlega búum við ekki við erfið og hættuleg akstursskilyrði alla daga ársins en þegar þau verða þá verðum við að taka mið af að ákveðnir þættir breytast í akstri svo sem aukin hemlunarvegalengd, skert útskýni, þrengri götur vegna snjóþunga og fl. Höfum það í huga. Eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Ef við leggjum okkur öll fram við það að vanda okkur í samskiptum við aðra ökumenn og vegfarendur, sýnum tilitsemi, gefum okkur meiri tíma í að komast á milli staða þá klárlega drögum við úr tíðni umferðaróhappa og slysa. Að þessu sögðu þá viljum við í Ökukennarafélagi Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga. Enda sagði einnig á síðu Veðurstofu Íslands: „Einnig má búast við skafrenningi með samgönutruflunum. Varasamt ferðaveður“. Ofan í alla jólafraffíkina fáum við landsmenn ófærð sem hægir á allri umferð og lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima ef erindið getur beðið. Þrátt fyrir að veðrinu hafi slotað og gul viðvörun Veðurstofu Íslands á ekki við um landið allt heldur aðeins miðhálendið eins og staðan er þegar þetta er ritað þá er færð á vegum varasöm. Og þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt í að hreinsa götur eins vel og unnt er til að auðvelda vegfarendum að komast leiðar sinnar, þá eru akstursskilyrði þannig að þau kalla á það að við vegfarendur verðum að fara varlega. Við verðum að taka tillit til hvors annars og styðja við hvort annað í þessum aðstæðum sem nú eru á vegum landsins. Þannig aukum við umferðaröryggi okkar allra. Fjölgun á nýjum og óreyndum ökumönnum með almenn ökuréttindi eru á sjötta þúsund á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa hlotið þjálfun, staðist hæfnisviðmið ökuprófs þá tekur það fimm til sjö ár að öðlast fulla færni í akstri þ.e. ef viðkomandi ekur að staðaldri. Frá árinu 2010 hafa ungir og óreyndir ökumenn verið fræddir í ökunáminu um akstur við erfiðar aðstæður og fengið að upplifa hvað aðstæður getið verið varasamar á lokuðum svæðum í þeirri von að þau sýni fyrirhyggju í akstri við þau skilyrði sem nú eru. Tökum tillit til þeirra ökumanna sem nú takast á við þá ófærð sem nú eru á vegum landsins jafnvel í fyrsta skipti með enga aðstoð sér við hlið. Við þurfum öll þjálfun og hún tekur tíma. Blessunarlega búum við ekki við erfið og hættuleg akstursskilyrði alla daga ársins en þegar þau verða þá verðum við að taka mið af að ákveðnir þættir breytast í akstri svo sem aukin hemlunarvegalengd, skert útskýni, þrengri götur vegna snjóþunga og fl. Höfum það í huga. Eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Ef við leggjum okkur öll fram við það að vanda okkur í samskiptum við aðra ökumenn og vegfarendur, sýnum tilitsemi, gefum okkur meiri tíma í að komast á milli staða þá klárlega drögum við úr tíðni umferðaróhappa og slysa. Að þessu sögðu þá viljum við í Ökukennarafélagi Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar