Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 23:19 Kennsla í skólastofu stúlkna í Kabúl. getty Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. Menntamálaráðherra Talíbana fyrirskipaði um bannið í bréfi til stjórnvalda og háskóla. „Tilkynnist hér með að ykkur ber að framkvæma umrætt bann þar til annað verður ákveðið,“ segir í bréfinu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch birta á Twitter. BREAKING: The Taliban have banned women from universities. This is a shameful decision that violates the right to education for women and girls in Afghanistan. The Taliban are making it clear every day that they don't respect the fundamental rights of Afghans, especially women. pic.twitter.com/Ydf13rvsbF— Human Rights Watch (@hrw) December 20, 2022 Eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu í ágúst á síðasta ári þurftu háskólar að taka upp nýjar reglur um kynjaskiptar skólastofur og konur fengu aðeins kennslu frá kennurum af sama kyni eða eldri karlmönnum. Í frétt Guardian er haft eftir kvenkyns kennara sem kemur fram undir dulnefninu Meena, af ótta við refsingu Talíbana, sem harmar ákvörðunina. „Kvenkyns nemendur mínir eru í algjöru uppnámi og ég veit ekki hvernig ég á að hugga þær,“ er haft eftir Meenu. „Ein þeirra flutti til Kabul frá afskektu þorpi og þurfti að yfirstíga mikið mótlæti en komst í virtan háskóla hér. Allir hennar draumar urðu að engu í dag.“ Afganskar konur hafa mátt þola mikið misrétti á síðustu mánuðum en margar héldu þó í vonina um að réttur þeirra til æðri menntunar væri áfram tryggður. „Margar hugguðu sig við þá hugsun að einn daginn kæmi að útskrift þeirra. Það er allt saman horfið núna,“ segir Meena. Afganistan Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira
Menntamálaráðherra Talíbana fyrirskipaði um bannið í bréfi til stjórnvalda og háskóla. „Tilkynnist hér með að ykkur ber að framkvæma umrætt bann þar til annað verður ákveðið,“ segir í bréfinu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch birta á Twitter. BREAKING: The Taliban have banned women from universities. This is a shameful decision that violates the right to education for women and girls in Afghanistan. The Taliban are making it clear every day that they don't respect the fundamental rights of Afghans, especially women. pic.twitter.com/Ydf13rvsbF— Human Rights Watch (@hrw) December 20, 2022 Eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu í ágúst á síðasta ári þurftu háskólar að taka upp nýjar reglur um kynjaskiptar skólastofur og konur fengu aðeins kennslu frá kennurum af sama kyni eða eldri karlmönnum. Í frétt Guardian er haft eftir kvenkyns kennara sem kemur fram undir dulnefninu Meena, af ótta við refsingu Talíbana, sem harmar ákvörðunina. „Kvenkyns nemendur mínir eru í algjöru uppnámi og ég veit ekki hvernig ég á að hugga þær,“ er haft eftir Meenu. „Ein þeirra flutti til Kabul frá afskektu þorpi og þurfti að yfirstíga mikið mótlæti en komst í virtan háskóla hér. Allir hennar draumar urðu að engu í dag.“ Afganskar konur hafa mátt þola mikið misrétti á síðustu mánuðum en margar héldu þó í vonina um að réttur þeirra til æðri menntunar væri áfram tryggður. „Margar hugguðu sig við þá hugsun að einn daginn kæmi að útskrift þeirra. Það er allt saman horfið núna,“ segir Meena.
Afganistan Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira