Klisjukennd fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins í Árborg Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. desember 2022 09:30 Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2023-2026 var lögð fram til fyrri umræðu 23. nóvember og seinni umræðu og staðfest þann 14. desember sl. í bæjarstjórn. Það verður að segjast eins og er strax í upphafi að fjárhagsáætlunin og gjaldskrárhækkanirnar sem fylgja eru mikil vonbrigði ef tekið er mið af fagurgala meirihluta bæjarstjórnar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor og yfirlýsingum formanns bæjarráðs í fjölmiðlum í kjölfar birtingar mikillar hækkunar fasteignamats í sumarbyrjun. Aftur á móti stendur hún vel undir væntingum þegar litið er til þess hve meirihluti bæjarstjórnar tekur starf sitt og ábyrgð af mikilli léttúð. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Fyrsta verk nýs bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu var að hækka laun formanns bæjarráðs um 310%, ofan á föst bæjarfulltrúalaun og þóknanir fyrir formennsku í fastanefnd og nefndum byggðasamlaganna. Laun og þóknanir sem skila formanni bæjarráðs yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði. Laun og þóknanir sem honum eru reyndar ekki þóknanleg. Formaður bæjarráðs ásælist meira, hann vill bæjarstjórastólinn á miðju kjörtímabili með þeim aukaþóknunum og bílastyrkjum sem fylgja. Tveggja milljóna króna maður í tvö ár fyrir sjálfan sig var þá stóra takmarkið á pólitíska æviskeiðinu. Það var nú allt of sumt. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Þegar tillaga barst um það frá minnihluta bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í bæjarstjórn nú í desember, að sjálftaka formanns bæjarráðs yrði afturkölluð, var hún felld með sex atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar. Norðan fjórir blés úti við fundarsalinn. Á næsta bæ hefði það talist eðlilegt í norðangarranum að samþykkja tillögu minnihlutans ef fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri eins „grafalvarleg“ og látið hefur verið í ljós af bæjarstjórnarmeirihlutanum og fylgitunglum fram að þessu. Með því að samþykkja tillöguna hefði sparast hærri fjárhæð heldur en sparast við þá þjónustuskerðingu sem nú tekur við þegar stytta á opnunartíma leikskólanna í sveitarfélaginu. Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Í greinargerð Sjálfstæðisflokksins með fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjur vegna sölu eigna verði um 700 milljónir króna. Og svo segir ennfremur án þess að það sé útskýrt nánar , að það „sé nauðsynlegt að stefna að enn frekari sölu eigna sem hefði tilheyrandi tekjuaukningu í för með sér fyrir bæjarsjóð“. Í eignasafni Svf. Árborgar er nú ekki um auðugan garð að gresja með söluvænlegar eignir aðrar en þær sem þjónusta íbúana nema þá kannski helst ókláraði menningarsalurinn í Hótel Selfoss og síðan Selfossveitur. Hvort bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur þær tvær eignir í huga sem söluvöru hefur ekki komið fram opinberlega en það væri vissulega mikil hneisa ef þær eignir yrðu seldar eða afhentar fáum útvöldum. Auk þess að þá hafa slíkar einskiptisaðgerðir eingöngu áhrif til góðs á rekstrareikninginn til eins árs og mætti líkja þeim við að pissa í skóinn sinn. Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Bæjarstjórnarmeirihlutinn segist ætla að vinna áfram að því á nýju fjárhagsári að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Hagræðingarkrafan sem nú er ráðist í er 100 milljónir króna sem er há upphæð ef miðað er við tekjur heimila en er eingöngu um hálft prósent af rekstrarútgjöldum sveitarfélagsins sem jafngilti því að meðalfjölskyldan myndi hagræða hjá sér í útgjöldum um 2. til 3.000 krónur á mánuði, hálfri Dominos extra pizzu. Það eru nú öll ósköpin sem lagt hefur verið á sig í hagræðingarvinnu bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að vinna þá vinnu sem þau eru kjörin til að vinna að þá lítur bæjarstjórnarmeirihlutinn sér fjær og leggur hagræðingavinnuna á heimilin í Árborg. Það eru nefnilega heimilin sem nú þurfa að hagræða í heimilisbókhaldinu til að standa undir gjöldunum sem fleytt er kinnroðalaust yfir á heimilin. Hækkun fasteignagjalda og annarra gjalda auk skertrar þjónusta þvert á loforð um annað þarf nú hvert heimili í Árborg að leysa fyrir sig. Enda krefst bæjarstjórnarmeirihlutinn nú ríflega 100.000 krónum meira frá heimilinum sem jafngildir því að um 25 Dominos extra pizzum á ári sé bætt við heimilisbókhaldið. Heimilin þurfa því nú að leggja á sig fimmtíufalda vinnu við hagræðingu hjá sér á við þá sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á sig við sína vinnu. Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2023-2026 var lögð fram til fyrri umræðu 23. nóvember og seinni umræðu og staðfest þann 14. desember sl. í bæjarstjórn. Það verður að segjast eins og er strax í upphafi að fjárhagsáætlunin og gjaldskrárhækkanirnar sem fylgja eru mikil vonbrigði ef tekið er mið af fagurgala meirihluta bæjarstjórnar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor og yfirlýsingum formanns bæjarráðs í fjölmiðlum í kjölfar birtingar mikillar hækkunar fasteignamats í sumarbyrjun. Aftur á móti stendur hún vel undir væntingum þegar litið er til þess hve meirihluti bæjarstjórnar tekur starf sitt og ábyrgð af mikilli léttúð. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Fyrsta verk nýs bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu var að hækka laun formanns bæjarráðs um 310%, ofan á föst bæjarfulltrúalaun og þóknanir fyrir formennsku í fastanefnd og nefndum byggðasamlaganna. Laun og þóknanir sem skila formanni bæjarráðs yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði. Laun og þóknanir sem honum eru reyndar ekki þóknanleg. Formaður bæjarráðs ásælist meira, hann vill bæjarstjórastólinn á miðju kjörtímabili með þeim aukaþóknunum og bílastyrkjum sem fylgja. Tveggja milljóna króna maður í tvö ár fyrir sjálfan sig var þá stóra takmarkið á pólitíska æviskeiðinu. Það var nú allt of sumt. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Þegar tillaga barst um það frá minnihluta bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í bæjarstjórn nú í desember, að sjálftaka formanns bæjarráðs yrði afturkölluð, var hún felld með sex atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar. Norðan fjórir blés úti við fundarsalinn. Á næsta bæ hefði það talist eðlilegt í norðangarranum að samþykkja tillögu minnihlutans ef fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri eins „grafalvarleg“ og látið hefur verið í ljós af bæjarstjórnarmeirihlutanum og fylgitunglum fram að þessu. Með því að samþykkja tillöguna hefði sparast hærri fjárhæð heldur en sparast við þá þjónustuskerðingu sem nú tekur við þegar stytta á opnunartíma leikskólanna í sveitarfélaginu. Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Í greinargerð Sjálfstæðisflokksins með fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjur vegna sölu eigna verði um 700 milljónir króna. Og svo segir ennfremur án þess að það sé útskýrt nánar , að það „sé nauðsynlegt að stefna að enn frekari sölu eigna sem hefði tilheyrandi tekjuaukningu í för með sér fyrir bæjarsjóð“. Í eignasafni Svf. Árborgar er nú ekki um auðugan garð að gresja með söluvænlegar eignir aðrar en þær sem þjónusta íbúana nema þá kannski helst ókláraði menningarsalurinn í Hótel Selfoss og síðan Selfossveitur. Hvort bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur þær tvær eignir í huga sem söluvöru hefur ekki komið fram opinberlega en það væri vissulega mikil hneisa ef þær eignir yrðu seldar eða afhentar fáum útvöldum. Auk þess að þá hafa slíkar einskiptisaðgerðir eingöngu áhrif til góðs á rekstrareikninginn til eins árs og mætti líkja þeim við að pissa í skóinn sinn. Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Bæjarstjórnarmeirihlutinn segist ætla að vinna áfram að því á nýju fjárhagsári að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Hagræðingarkrafan sem nú er ráðist í er 100 milljónir króna sem er há upphæð ef miðað er við tekjur heimila en er eingöngu um hálft prósent af rekstrarútgjöldum sveitarfélagsins sem jafngilti því að meðalfjölskyldan myndi hagræða hjá sér í útgjöldum um 2. til 3.000 krónur á mánuði, hálfri Dominos extra pizzu. Það eru nú öll ósköpin sem lagt hefur verið á sig í hagræðingarvinnu bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að vinna þá vinnu sem þau eru kjörin til að vinna að þá lítur bæjarstjórnarmeirihlutinn sér fjær og leggur hagræðingavinnuna á heimilin í Árborg. Það eru nefnilega heimilin sem nú þurfa að hagræða í heimilisbókhaldinu til að standa undir gjöldunum sem fleytt er kinnroðalaust yfir á heimilin. Hækkun fasteignagjalda og annarra gjalda auk skertrar þjónusta þvert á loforð um annað þarf nú hvert heimili í Árborg að leysa fyrir sig. Enda krefst bæjarstjórnarmeirihlutinn nú ríflega 100.000 krónum meira frá heimilinum sem jafngildir því að um 25 Dominos extra pizzum á ári sé bætt við heimilisbókhaldið. Heimilin þurfa því nú að leggja á sig fimmtíufalda vinnu við hagræðingu hjá sér á við þá sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á sig við sína vinnu. Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun