Klisjukennd fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins í Árborg Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. desember 2022 09:30 Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2023-2026 var lögð fram til fyrri umræðu 23. nóvember og seinni umræðu og staðfest þann 14. desember sl. í bæjarstjórn. Það verður að segjast eins og er strax í upphafi að fjárhagsáætlunin og gjaldskrárhækkanirnar sem fylgja eru mikil vonbrigði ef tekið er mið af fagurgala meirihluta bæjarstjórnar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor og yfirlýsingum formanns bæjarráðs í fjölmiðlum í kjölfar birtingar mikillar hækkunar fasteignamats í sumarbyrjun. Aftur á móti stendur hún vel undir væntingum þegar litið er til þess hve meirihluti bæjarstjórnar tekur starf sitt og ábyrgð af mikilli léttúð. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Fyrsta verk nýs bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu var að hækka laun formanns bæjarráðs um 310%, ofan á föst bæjarfulltrúalaun og þóknanir fyrir formennsku í fastanefnd og nefndum byggðasamlaganna. Laun og þóknanir sem skila formanni bæjarráðs yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði. Laun og þóknanir sem honum eru reyndar ekki þóknanleg. Formaður bæjarráðs ásælist meira, hann vill bæjarstjórastólinn á miðju kjörtímabili með þeim aukaþóknunum og bílastyrkjum sem fylgja. Tveggja milljóna króna maður í tvö ár fyrir sjálfan sig var þá stóra takmarkið á pólitíska æviskeiðinu. Það var nú allt of sumt. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Þegar tillaga barst um það frá minnihluta bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í bæjarstjórn nú í desember, að sjálftaka formanns bæjarráðs yrði afturkölluð, var hún felld með sex atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar. Norðan fjórir blés úti við fundarsalinn. Á næsta bæ hefði það talist eðlilegt í norðangarranum að samþykkja tillögu minnihlutans ef fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri eins „grafalvarleg“ og látið hefur verið í ljós af bæjarstjórnarmeirihlutanum og fylgitunglum fram að þessu. Með því að samþykkja tillöguna hefði sparast hærri fjárhæð heldur en sparast við þá þjónustuskerðingu sem nú tekur við þegar stytta á opnunartíma leikskólanna í sveitarfélaginu. Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Í greinargerð Sjálfstæðisflokksins með fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjur vegna sölu eigna verði um 700 milljónir króna. Og svo segir ennfremur án þess að það sé útskýrt nánar , að það „sé nauðsynlegt að stefna að enn frekari sölu eigna sem hefði tilheyrandi tekjuaukningu í för með sér fyrir bæjarsjóð“. Í eignasafni Svf. Árborgar er nú ekki um auðugan garð að gresja með söluvænlegar eignir aðrar en þær sem þjónusta íbúana nema þá kannski helst ókláraði menningarsalurinn í Hótel Selfoss og síðan Selfossveitur. Hvort bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur þær tvær eignir í huga sem söluvöru hefur ekki komið fram opinberlega en það væri vissulega mikil hneisa ef þær eignir yrðu seldar eða afhentar fáum útvöldum. Auk þess að þá hafa slíkar einskiptisaðgerðir eingöngu áhrif til góðs á rekstrareikninginn til eins árs og mætti líkja þeim við að pissa í skóinn sinn. Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Bæjarstjórnarmeirihlutinn segist ætla að vinna áfram að því á nýju fjárhagsári að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Hagræðingarkrafan sem nú er ráðist í er 100 milljónir króna sem er há upphæð ef miðað er við tekjur heimila en er eingöngu um hálft prósent af rekstrarútgjöldum sveitarfélagsins sem jafngilti því að meðalfjölskyldan myndi hagræða hjá sér í útgjöldum um 2. til 3.000 krónur á mánuði, hálfri Dominos extra pizzu. Það eru nú öll ósköpin sem lagt hefur verið á sig í hagræðingarvinnu bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að vinna þá vinnu sem þau eru kjörin til að vinna að þá lítur bæjarstjórnarmeirihlutinn sér fjær og leggur hagræðingavinnuna á heimilin í Árborg. Það eru nefnilega heimilin sem nú þurfa að hagræða í heimilisbókhaldinu til að standa undir gjöldunum sem fleytt er kinnroðalaust yfir á heimilin. Hækkun fasteignagjalda og annarra gjalda auk skertrar þjónusta þvert á loforð um annað þarf nú hvert heimili í Árborg að leysa fyrir sig. Enda krefst bæjarstjórnarmeirihlutinn nú ríflega 100.000 krónum meira frá heimilinum sem jafngildir því að um 25 Dominos extra pizzum á ári sé bætt við heimilisbókhaldið. Heimilin þurfa því nú að leggja á sig fimmtíufalda vinnu við hagræðingu hjá sér á við þá sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á sig við sína vinnu. Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2023-2026 var lögð fram til fyrri umræðu 23. nóvember og seinni umræðu og staðfest þann 14. desember sl. í bæjarstjórn. Það verður að segjast eins og er strax í upphafi að fjárhagsáætlunin og gjaldskrárhækkanirnar sem fylgja eru mikil vonbrigði ef tekið er mið af fagurgala meirihluta bæjarstjórnar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor og yfirlýsingum formanns bæjarráðs í fjölmiðlum í kjölfar birtingar mikillar hækkunar fasteignamats í sumarbyrjun. Aftur á móti stendur hún vel undir væntingum þegar litið er til þess hve meirihluti bæjarstjórnar tekur starf sitt og ábyrgð af mikilli léttúð. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Fyrsta verk nýs bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu var að hækka laun formanns bæjarráðs um 310%, ofan á föst bæjarfulltrúalaun og þóknanir fyrir formennsku í fastanefnd og nefndum byggðasamlaganna. Laun og þóknanir sem skila formanni bæjarráðs yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði. Laun og þóknanir sem honum eru reyndar ekki þóknanleg. Formaður bæjarráðs ásælist meira, hann vill bæjarstjórastólinn á miðju kjörtímabili með þeim aukaþóknunum og bílastyrkjum sem fylgja. Tveggja milljóna króna maður í tvö ár fyrir sjálfan sig var þá stóra takmarkið á pólitíska æviskeiðinu. Það var nú allt of sumt. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Þegar tillaga barst um það frá minnihluta bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í bæjarstjórn nú í desember, að sjálftaka formanns bæjarráðs yrði afturkölluð, var hún felld með sex atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar. Norðan fjórir blés úti við fundarsalinn. Á næsta bæ hefði það talist eðlilegt í norðangarranum að samþykkja tillögu minnihlutans ef fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri eins „grafalvarleg“ og látið hefur verið í ljós af bæjarstjórnarmeirihlutanum og fylgitunglum fram að þessu. Með því að samþykkja tillöguna hefði sparast hærri fjárhæð heldur en sparast við þá þjónustuskerðingu sem nú tekur við þegar stytta á opnunartíma leikskólanna í sveitarfélaginu. Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Í greinargerð Sjálfstæðisflokksins með fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjur vegna sölu eigna verði um 700 milljónir króna. Og svo segir ennfremur án þess að það sé útskýrt nánar , að það „sé nauðsynlegt að stefna að enn frekari sölu eigna sem hefði tilheyrandi tekjuaukningu í för með sér fyrir bæjarsjóð“. Í eignasafni Svf. Árborgar er nú ekki um auðugan garð að gresja með söluvænlegar eignir aðrar en þær sem þjónusta íbúana nema þá kannski helst ókláraði menningarsalurinn í Hótel Selfoss og síðan Selfossveitur. Hvort bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur þær tvær eignir í huga sem söluvöru hefur ekki komið fram opinberlega en það væri vissulega mikil hneisa ef þær eignir yrðu seldar eða afhentar fáum útvöldum. Auk þess að þá hafa slíkar einskiptisaðgerðir eingöngu áhrif til góðs á rekstrareikninginn til eins árs og mætti líkja þeim við að pissa í skóinn sinn. Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Bæjarstjórnarmeirihlutinn segist ætla að vinna áfram að því á nýju fjárhagsári að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Hagræðingarkrafan sem nú er ráðist í er 100 milljónir króna sem er há upphæð ef miðað er við tekjur heimila en er eingöngu um hálft prósent af rekstrarútgjöldum sveitarfélagsins sem jafngilti því að meðalfjölskyldan myndi hagræða hjá sér í útgjöldum um 2. til 3.000 krónur á mánuði, hálfri Dominos extra pizzu. Það eru nú öll ósköpin sem lagt hefur verið á sig í hagræðingarvinnu bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að vinna þá vinnu sem þau eru kjörin til að vinna að þá lítur bæjarstjórnarmeirihlutinn sér fjær og leggur hagræðingavinnuna á heimilin í Árborg. Það eru nefnilega heimilin sem nú þurfa að hagræða í heimilisbókhaldinu til að standa undir gjöldunum sem fleytt er kinnroðalaust yfir á heimilin. Hækkun fasteignagjalda og annarra gjalda auk skertrar þjónusta þvert á loforð um annað þarf nú hvert heimili í Árborg að leysa fyrir sig. Enda krefst bæjarstjórnarmeirihlutinn nú ríflega 100.000 krónum meira frá heimilinum sem jafngildir því að um 25 Dominos extra pizzum á ári sé bætt við heimilisbókhaldið. Heimilin þurfa því nú að leggja á sig fimmtíufalda vinnu við hagræðingu hjá sér á við þá sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á sig við sína vinnu. Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun