Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2022 13:01 Snjóruðningsmenn hafa haft í nógu að snúast í dag og í gær. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með vinnubrögð þeirra. vísir/vilhelm Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. Sonur þeirra hjóna, Guðmundur Ingi Skúlason, ætlaði í heimsókn til foreldra sinna í gær þegar hann kom að skaflinum. „Þar sem vegurinn víxlast, við Esjurætur, eru að minnsta kosti þrjú hús. Þar er búið að ryðja upp eins og hálfs meters skafli sem lokar veginum gjörsamlega.“ Hann fór aftur í morgun ogþá var búið að ryðja aftur en einungis til að hækka skaflinn fyrir veginum. „Þannig verktakinn á vegum borgarinnar hefur lokað honum enn betur í morgun.“ Guðmundur tók eftirfarandi myndband í morgun: Hann hefur áhyggjur af stöðunni. „Þetta er ekkert þægilegt þar sem foreldrar mínir eru nú orðnir fullorðnir. Pabbi er að bíða eftir gangráði og þarna fer enginn upp eftir nema breyttur bíll. Það er ekkert hægt að hringja á sjúkrabíl eða neitt, þetta er auðvitað alls ekki nógu gott,“ segir Guðmundur. Ryðja forgangsleiðir fyrst Hjalti Guðmundssson er skrifstofustjóri Borgarlands Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með snjóruðningi í borginni og var inntur eftir svörum um hvers vegna staðið hafi verið að ruðningnum á fyrrgreindan hátt. „Þetta gengur þannig fyrir sig menn fyrst forgangsleiðirnar. Svo verður hitt bara tekið,“ segir Hjalti en tekur fram að hann þekki ekki til þessa einstaka tilviks. Snjóruðningsmenn hafa hins vegar haft í nógu að snúast í dag og í gær. „Það er gríðarlega mikill snjór, við héldum öllu opnu í gær sem hægt var að halda opnu. Það urðu pínu vandræði í Grafarvogi vegna skafrennings þar sem bílar festust. Svo byrjuðum við bara aftur í morgun klukkan 4,“ segir Hjalti Guðmundsson að lokum. Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Sonur þeirra hjóna, Guðmundur Ingi Skúlason, ætlaði í heimsókn til foreldra sinna í gær þegar hann kom að skaflinum. „Þar sem vegurinn víxlast, við Esjurætur, eru að minnsta kosti þrjú hús. Þar er búið að ryðja upp eins og hálfs meters skafli sem lokar veginum gjörsamlega.“ Hann fór aftur í morgun ogþá var búið að ryðja aftur en einungis til að hækka skaflinn fyrir veginum. „Þannig verktakinn á vegum borgarinnar hefur lokað honum enn betur í morgun.“ Guðmundur tók eftirfarandi myndband í morgun: Hann hefur áhyggjur af stöðunni. „Þetta er ekkert þægilegt þar sem foreldrar mínir eru nú orðnir fullorðnir. Pabbi er að bíða eftir gangráði og þarna fer enginn upp eftir nema breyttur bíll. Það er ekkert hægt að hringja á sjúkrabíl eða neitt, þetta er auðvitað alls ekki nógu gott,“ segir Guðmundur. Ryðja forgangsleiðir fyrst Hjalti Guðmundssson er skrifstofustjóri Borgarlands Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með snjóruðningi í borginni og var inntur eftir svörum um hvers vegna staðið hafi verið að ruðningnum á fyrrgreindan hátt. „Þetta gengur þannig fyrir sig menn fyrst forgangsleiðirnar. Svo verður hitt bara tekið,“ segir Hjalti en tekur fram að hann þekki ekki til þessa einstaka tilviks. Snjóruðningsmenn hafa hins vegar haft í nógu að snúast í dag og í gær. „Það er gríðarlega mikill snjór, við héldum öllu opnu í gær sem hægt var að halda opnu. Það urðu pínu vandræði í Grafarvogi vegna skafrennings þar sem bílar festust. Svo byrjuðum við bara aftur í morgun klukkan 4,“ segir Hjalti Guðmundsson að lokum.
Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira