Að sögn Bjarna Ingimarssonar, vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinum, hafði eldurinn náð að breiða sér um þakið og í einn stigagang. Þrátt fyrir það hafi gengið vel að slökkva eldinn og það án þess að þurfa að rífa þakið. „Það er auðvitað mjög gott í svona veðri,“ segir hann.
Hann segir slökkviliðið að mestu hafa lokið störfum á vettvangi og að verið sé að ganga frá síðustu bílunum.
„Núna tekur lögreglan við og tryggingafélögin að gera allt fínt fyrir íbúana fyrir jólin,“ segir Bjarni. Þá segir hann að nokkur reykur hafi myndast og því sé líklegt að ráðast þurfi reykræstingu.

Hann segir að húsið hafi verið rýmt íbúum komið í fjöldahjálparstöð sem opnuð hefur verið í nágreninu.

Hann segir að um það bil sextíu manns hafi þegar verið kallaðir út vegna eldsins, í ofanálag við þá sem þegar voru á vaktinni.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.