„Leikmennirnir hafa snúið þessu við" Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 09:52 Rúnar Sigtryggsson stýrt Leipzig til sigurs í öllum sex deildarleikjum liðsins frá því að hann tók við. Hendrik Schmidt/picture alliance via Getty Images Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þetta bar brátt að og það tók í raun bara eina helgi að taka ákvörðun um að fara frá Haukum og stökkva á tilboðið frá Leipzig. Ég var staddur með Haukaliðinu í Kýpur í verkefni í Evrópukeppni þegar ég var að ræða við forráðamenn Leipzig," segir Rúnar um aðdraganda þess að hann samdi við Leipzig. Rúnar stýrði Leipzig til sigurs í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu degi eftir að hann kom til Þýskalands. „Ég lenti í Leipzig kvöldinu fyrir fyrsta leik og við tókum morgunæfingu á leikdegi fyrsta leiksins sem ég stýrði. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er fyrst og fremst þakklátur vinnuveitendum mínum, Eimskip og Haukum, að hafa látið þetta ganga upp. Það er þeim að þakka hvað þetta hefur gengið vel allt saman á nýjum stað," segir þjálfarinn um fyrstu daga sína hjá Leipzig. Áður en Rúnar kom til Leipzig var liðið í fallsæti, hafði haft betur í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni af tíu. Eftir komu Rúnars hefur gengi liðsins umturnast en liðið hefur borið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn. „Það eru leikmennirnir sem hafa snúið þessu við. Við höfum kannski bara einfaldað leik liðsins eftir að ég tók við, spilum hraðari bolta og það er skýrara kannski hverjir eru lykilleikmennirnir í liðinu. Aðrir leikmenn þurfa einfaldlega að leggja á sig vinnu til þess að komast í þann gæðaflokk sem þeir sem eru að spila mest eru í til þess að fá mínútur inni á vellinum," segir Rúnar aðspurður um hvað liggi að baki velgengninni undanfarnar vikur. Viggó Kristjánsson hefur blómstrað undir stjórn Rúnars. Vísir/Getty Einn þeirra leikmanna sem hafa fundið fjölina eftir að Rúnar tók við stjórnartaumunum hjá Leipzig er íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson. „Viggó hefur verið feykilega góður síðan ég kom og við erum líka bara vel staddir í hægri skyttustöðunni. Ef Viggó þarf pásu erum við með öfluga króatíska hægri skyttu sem hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum. Viggó er sköpunarglaður leikmaður og kannski stundum með of mikla sköpunargleði. Það er hins vegar allt í góðu lagi á meðan hann skorar jafn mörg mörk og hann er að gera þessa stundina," segir Rúnar um lærisvein sinn. Viðtalið við Rúnar má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Viggó Kristjánsson um stjóraskiptin frá því í síðasta mánuði. Þýski handboltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
„Þetta bar brátt að og það tók í raun bara eina helgi að taka ákvörðun um að fara frá Haukum og stökkva á tilboðið frá Leipzig. Ég var staddur með Haukaliðinu í Kýpur í verkefni í Evrópukeppni þegar ég var að ræða við forráðamenn Leipzig," segir Rúnar um aðdraganda þess að hann samdi við Leipzig. Rúnar stýrði Leipzig til sigurs í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu degi eftir að hann kom til Þýskalands. „Ég lenti í Leipzig kvöldinu fyrir fyrsta leik og við tókum morgunæfingu á leikdegi fyrsta leiksins sem ég stýrði. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er fyrst og fremst þakklátur vinnuveitendum mínum, Eimskip og Haukum, að hafa látið þetta ganga upp. Það er þeim að þakka hvað þetta hefur gengið vel allt saman á nýjum stað," segir þjálfarinn um fyrstu daga sína hjá Leipzig. Áður en Rúnar kom til Leipzig var liðið í fallsæti, hafði haft betur í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni af tíu. Eftir komu Rúnars hefur gengi liðsins umturnast en liðið hefur borið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn. „Það eru leikmennirnir sem hafa snúið þessu við. Við höfum kannski bara einfaldað leik liðsins eftir að ég tók við, spilum hraðari bolta og það er skýrara kannski hverjir eru lykilleikmennirnir í liðinu. Aðrir leikmenn þurfa einfaldlega að leggja á sig vinnu til þess að komast í þann gæðaflokk sem þeir sem eru að spila mest eru í til þess að fá mínútur inni á vellinum," segir Rúnar aðspurður um hvað liggi að baki velgengninni undanfarnar vikur. Viggó Kristjánsson hefur blómstrað undir stjórn Rúnars. Vísir/Getty Einn þeirra leikmanna sem hafa fundið fjölina eftir að Rúnar tók við stjórnartaumunum hjá Leipzig er íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson. „Viggó hefur verið feykilega góður síðan ég kom og við erum líka bara vel staddir í hægri skyttustöðunni. Ef Viggó þarf pásu erum við með öfluga króatíska hægri skyttu sem hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum. Viggó er sköpunarglaður leikmaður og kannski stundum með of mikla sköpunargleði. Það er hins vegar allt í góðu lagi á meðan hann skorar jafn mörg mörk og hann er að gera þessa stundina," segir Rúnar um lærisvein sinn. Viðtalið við Rúnar má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Viggó Kristjánsson um stjóraskiptin frá því í síðasta mánuði.
Þýski handboltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira