N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 12:28 Vörurnar eru komnar á N1 en reikna má með að þær seljist eins og heitar lummur. Vísir/Elísabet Inga Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. Fjallað var um drykkinn hér á Vísi í gær eftir að drykkurinn seldist upp í verslunum Krónunnar á mettíma. Vöruflokkastjóri Krónunnar sagðist aldrei hafa séð annað eins ástand. Fólki var bannað að kaupa meira en tólf flöskur í einu. Nú hafa nokkrar bensínstöðvar N1 hafið sölu á drykknum. Í tilkynningu á Facebook-síðu N1 segir að vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs magns séu aðeins tvær flöskur á mann á meðan birgðir endast. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segist aldrei hafa kynnst öðru eins á tíu árum í starfi á markaðssviði N1. N1 er eins og Krónan hluti af Festi sem hefur tryggt sér drykkinn. En hvað er Prime? Spurning sem krakkar geta flestir svarað á núll einni á meðan fullorðna fólkið klórar sér í hausnum. „Ég eiginlega veit það ekki. Þetta er svolítið líkt Gatorade,“ segir Þyrí og viðurkennir að varan kveiki hjá henni blendnar tilfinningar. En þetta sé þó mjög skemmtilegt. Drykkurinn kom í verslanir Krónunnar í gær og seldist hratt upp. Hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube. Hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. KSI, annar áhrifavaldurinn, tísti í gær að drykkurinn væri á leið í N1. Þyrí segir símann hjá N1 strax hafa farið að hringja. „Það var verið að hringja í starfsfólk í nótt,“ segir Þyrí en sumar verslanir eru opnar allan sólarhringinn. Þá streymi símtöl í þjónustuverið. „Hype-ið hefur verið svakalegt. Ég hef aldrei kynnst svona!“ Hún segir magnið hjá N1 ekki sérstaklega mikið og alveg öruggt að varan muni seljast upp. Fréttablaðið greindi frá því, og birti áhugavert myndband, að nemendur í Árbæjarskóla hefðu sumir hverjir sleppt því að mæta á réttum tíma í skólann. Þess í stað hefði strollan farið í Krónuna og í röð til að tryggja sér drykk. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, kannaðist ekki við að nemendur hefðu skrópað en vel gæti verið að þeir hefðu farið og keypt sér umtalaðan drykk. Þannig var að jólaball var í skólanum í gær og máttu nemendur því mæta seinna í dag. Þeir virðast því hafa nýtt morgunstundina í að tryggja sér Prime. Verslun Neytendur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Fjallað var um drykkinn hér á Vísi í gær eftir að drykkurinn seldist upp í verslunum Krónunnar á mettíma. Vöruflokkastjóri Krónunnar sagðist aldrei hafa séð annað eins ástand. Fólki var bannað að kaupa meira en tólf flöskur í einu. Nú hafa nokkrar bensínstöðvar N1 hafið sölu á drykknum. Í tilkynningu á Facebook-síðu N1 segir að vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs magns séu aðeins tvær flöskur á mann á meðan birgðir endast. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segist aldrei hafa kynnst öðru eins á tíu árum í starfi á markaðssviði N1. N1 er eins og Krónan hluti af Festi sem hefur tryggt sér drykkinn. En hvað er Prime? Spurning sem krakkar geta flestir svarað á núll einni á meðan fullorðna fólkið klórar sér í hausnum. „Ég eiginlega veit það ekki. Þetta er svolítið líkt Gatorade,“ segir Þyrí og viðurkennir að varan kveiki hjá henni blendnar tilfinningar. En þetta sé þó mjög skemmtilegt. Drykkurinn kom í verslanir Krónunnar í gær og seldist hratt upp. Hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube. Hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. KSI, annar áhrifavaldurinn, tísti í gær að drykkurinn væri á leið í N1. Þyrí segir símann hjá N1 strax hafa farið að hringja. „Það var verið að hringja í starfsfólk í nótt,“ segir Þyrí en sumar verslanir eru opnar allan sólarhringinn. Þá streymi símtöl í þjónustuverið. „Hype-ið hefur verið svakalegt. Ég hef aldrei kynnst svona!“ Hún segir magnið hjá N1 ekki sérstaklega mikið og alveg öruggt að varan muni seljast upp. Fréttablaðið greindi frá því, og birti áhugavert myndband, að nemendur í Árbæjarskóla hefðu sumir hverjir sleppt því að mæta á réttum tíma í skólann. Þess í stað hefði strollan farið í Krónuna og í röð til að tryggja sér drykk. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, kannaðist ekki við að nemendur hefðu skrópað en vel gæti verið að þeir hefðu farið og keypt sér umtalaðan drykk. Þannig var að jólaball var í skólanum í gær og máttu nemendur því mæta seinna í dag. Þeir virðast því hafa nýtt morgunstundina í að tryggja sér Prime.
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20