Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. desember 2022 10:47 Sumir borgarbúar í Kænugarði leituðu skjóls á lestarstöðvum. EPA-EFE/ROMAN PILIPEY Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. Samkvæmt umfjöllun CNN lentu flugskeytin víða um land, þar á meðal í borgunum Kharkiv, Poltava, Ódessa, Zjytómýr, Sumy og Kænugarði. Viðvörunarbjöllurnar hafi hringt um allt land og fólk hvatt til þess að halda sig í öruggu skjóli. Sumir leituðu skjóls á lestarstöðvum. Þá eru tveir látnir og fimm særðir eftir að flugskeyti lentu á íbúðarhúsnæði í borginni Kyvyj Ríh í miðri Úkraínu. Reuters greinir frá því að talið sé að fólk sé fast undir rústum eftir sprengingarnar. Vatnsbirgðir í höfuðborginni komu illa út úr árásinni og hefur fólk verið hvatt til þess að birgja sig upp af vatni. Þá eru almenningssamgöngur í uppnámi vegna sprenginganna. Innviðaárásir hafa ekki verið óalgengar síðustu mánuði og virðist rafmagnsleysi vera daglegt brauð. Á ráðstefnu til stuðnings Úkraínu í París á dögunum óskaði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu frá bandalagsþjóðum og alþjóðastofnunum. Fjárfestingunni kallaði hann meðal annars eftir vegna viðkvæmrar stöðu rafkerfis landsins. Tryggja þyrfti aðgang að hita og rafmagni fyrir erfiða veturinn fram undan. Í fyrrradag birtist viðtal við yfirmann úkraínskra herafla, Valery Zaluzhny þar sem hann sagðist viss um að Rússar myndu gera aðra atlögu að Kænugarði. Þá sagði hann Rússa vera að byggja upp nýjan her með tvö hundruð þúsund manns sem kvaddir hafa verið í herinn á síðustu mánuðum og árásin væri líkleg til þess að á næsta ári. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun CNN lentu flugskeytin víða um land, þar á meðal í borgunum Kharkiv, Poltava, Ódessa, Zjytómýr, Sumy og Kænugarði. Viðvörunarbjöllurnar hafi hringt um allt land og fólk hvatt til þess að halda sig í öruggu skjóli. Sumir leituðu skjóls á lestarstöðvum. Þá eru tveir látnir og fimm særðir eftir að flugskeyti lentu á íbúðarhúsnæði í borginni Kyvyj Ríh í miðri Úkraínu. Reuters greinir frá því að talið sé að fólk sé fast undir rústum eftir sprengingarnar. Vatnsbirgðir í höfuðborginni komu illa út úr árásinni og hefur fólk verið hvatt til þess að birgja sig upp af vatni. Þá eru almenningssamgöngur í uppnámi vegna sprenginganna. Innviðaárásir hafa ekki verið óalgengar síðustu mánuði og virðist rafmagnsleysi vera daglegt brauð. Á ráðstefnu til stuðnings Úkraínu í París á dögunum óskaði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu frá bandalagsþjóðum og alþjóðastofnunum. Fjárfestingunni kallaði hann meðal annars eftir vegna viðkvæmrar stöðu rafkerfis landsins. Tryggja þyrfti aðgang að hita og rafmagni fyrir erfiða veturinn fram undan. Í fyrrradag birtist viðtal við yfirmann úkraínskra herafla, Valery Zaluzhny þar sem hann sagðist viss um að Rússar myndu gera aðra atlögu að Kænugarði. Þá sagði hann Rússa vera að byggja upp nýjan her með tvö hundruð þúsund manns sem kvaddir hafa verið í herinn á síðustu mánuðum og árásin væri líkleg til þess að á næsta ári.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira