Aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi staðfest að ÍBV fengi 100 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2022 07:56 Forsvarsmenn ÍBV telja að heildartjónið vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir 300 milljónir króna. Vísir/Elísabet Hanna Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV) hefur óskað eftir að fjárlaganefnd tryggi að ríkið greiði félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk sem hann segir að félaginu hafi verið lofað vegna „gríðarlegs tekjubrests“ af hátíðarhaldi árin 2020 og 2021 vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í erindi Haraldar Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, til fjárlaganefndar. Þar kemur jafnframt að aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Kjarninn fjallaði um málið í gær. Haraldur segir í bréfinu að í tengslum við fjáraukalög fyrir síðasta ár hafi forsvarsmenn ÍBV fengið skilaboð um að félagið fengi hundrað milljónir króna til að bæta fyrir tekjutap þar sem aflýsa hafi þurft Þjóðhátíð í Eyjum vegna heimsfaraldursins. Félagið metur sem svo að heildartjón félagsins vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir þrjú hundruð milljónir króna. Þeim hafi hins vegar brugðið þegar í ljós kom að einungis fjörutíu milljónir króna hafi borist félaginu í apríl síðastliðinn frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Það hafi gerst eftir „ótöl símtöl og vandræðalega mikla eftirgrennslan“, segir í bréfi Haraldar. Haraldur Pálsson (til vinstri) tók við starfi framkvæmdastjóra ÍBV á síðasta ári.ÍBV Fjárhagsstaðan erfið Í erindinu segir að ÍBV reiði sig á tekjur frá Þjóðhátíð til móts við æfingagjöld og styrki fyrirtækja. „Af þessum sökum er félagið í erfiðri fjárhagsstöðu um þessar mundir og á erfitt með að standa í skilum í sínum rekstri.“ Félagið óskar í erindinu því eftir að fjárlaganefnd taki málið sérstaklega fyrir og veiti félaginu viðbótarstyrk svo það „geti haldið áfram að halda við innviðum Þjóðhátíðarinnar og náð endum saman“. Vilja forsvarsmenn að „staðið verði við fyrri loforð gagnvart þeim styrk sem ákveðinn var við úrvinnslu fjáraukalaga fyrir árið 2021, en þar hafa einungis fengist greiddar 40 milljónir króna af þeim 100 milljónum króna sem félaginu hafði áður verið tilkynnt“. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Tveir þriðju rynnu óskipt til ÍBV Haraldur ræðir ennfremur í erindinu að við vinnslu fjáraukalaga fyrir síðasta ár hafi fjárlaganefnd borist tillaga að styrk til íþrótta- og æskulýðsfélögum vegna tekjumissis ýmissa viðburða árið 2021 sem fella þurfti niður með skömmum fyrirvara þegar samkomutakmarkanir tóku aftur gildi. Þar hafi verið vilji ríkisstjórnarinnar að veita sextíu milljónum króna í málefnið þar sem skilyrt væri að fjörutíu milljónir hið minnsta færu óskiptar til ÍBV. „Fjárlaganefnd tók málið fyrir og mat stöðuna þannig, byggt á fyrirliggjandi gögnum, að hækka ætti framlagið í 100 milljónir króna og halda hlutföllunum um lágmarkshlut ÍBV óbreyttu eða 2/3. Ekkert var því til fyrirstöðu að ef ekkert annað félag myndi sækja í þennan sjóð á sömu forsendum og að ÍBV fengi þannig allan sjóðinn, enda höfðu aðgerðir stjórnvalda orðið til þess að félagið hafi orðið af 230 milljónum króna hið minnsta undanfarin tvö árin,“ segir í erindi Haraldar. ÍBV Vestmannaeyjar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þetta kemur fram í erindi Haraldar Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, til fjárlaganefndar. Þar kemur jafnframt að aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Kjarninn fjallaði um málið í gær. Haraldur segir í bréfinu að í tengslum við fjáraukalög fyrir síðasta ár hafi forsvarsmenn ÍBV fengið skilaboð um að félagið fengi hundrað milljónir króna til að bæta fyrir tekjutap þar sem aflýsa hafi þurft Þjóðhátíð í Eyjum vegna heimsfaraldursins. Félagið metur sem svo að heildartjón félagsins vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir þrjú hundruð milljónir króna. Þeim hafi hins vegar brugðið þegar í ljós kom að einungis fjörutíu milljónir króna hafi borist félaginu í apríl síðastliðinn frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Það hafi gerst eftir „ótöl símtöl og vandræðalega mikla eftirgrennslan“, segir í bréfi Haraldar. Haraldur Pálsson (til vinstri) tók við starfi framkvæmdastjóra ÍBV á síðasta ári.ÍBV Fjárhagsstaðan erfið Í erindinu segir að ÍBV reiði sig á tekjur frá Þjóðhátíð til móts við æfingagjöld og styrki fyrirtækja. „Af þessum sökum er félagið í erfiðri fjárhagsstöðu um þessar mundir og á erfitt með að standa í skilum í sínum rekstri.“ Félagið óskar í erindinu því eftir að fjárlaganefnd taki málið sérstaklega fyrir og veiti félaginu viðbótarstyrk svo það „geti haldið áfram að halda við innviðum Þjóðhátíðarinnar og náð endum saman“. Vilja forsvarsmenn að „staðið verði við fyrri loforð gagnvart þeim styrk sem ákveðinn var við úrvinnslu fjáraukalaga fyrir árið 2021, en þar hafa einungis fengist greiddar 40 milljónir króna af þeim 100 milljónum króna sem félaginu hafði áður verið tilkynnt“. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Tveir þriðju rynnu óskipt til ÍBV Haraldur ræðir ennfremur í erindinu að við vinnslu fjáraukalaga fyrir síðasta ár hafi fjárlaganefnd borist tillaga að styrk til íþrótta- og æskulýðsfélögum vegna tekjumissis ýmissa viðburða árið 2021 sem fella þurfti niður með skömmum fyrirvara þegar samkomutakmarkanir tóku aftur gildi. Þar hafi verið vilji ríkisstjórnarinnar að veita sextíu milljónum króna í málefnið þar sem skilyrt væri að fjörutíu milljónir hið minnsta færu óskiptar til ÍBV. „Fjárlaganefnd tók málið fyrir og mat stöðuna þannig, byggt á fyrirliggjandi gögnum, að hækka ætti framlagið í 100 milljónir króna og halda hlutföllunum um lágmarkshlut ÍBV óbreyttu eða 2/3. Ekkert var því til fyrirstöðu að ef ekkert annað félag myndi sækja í þennan sjóð á sömu forsendum og að ÍBV fengi þannig allan sjóðinn, enda höfðu aðgerðir stjórnvalda orðið til þess að félagið hafi orðið af 230 milljónum króna hið minnsta undanfarin tvö árin,“ segir í erindi Haraldar.
ÍBV Vestmannaeyjar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira