Mette Frederiksen sögð hafa tekið kröftuga hægri beygju Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2022 19:59 Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen kynnir nýja ríkisstjórn sína við Amalienborg ásamt oddvitum samstarfsflokkanna, varnarmálaráðherranum Jakob Ellemann-Jensen og utanríkisráðherranum Lars Løkke Rasmussen. Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Ný þriggja flokka ríkisstjórn Mette Frederiksen, leiðtoga jafnaðarmanna, tók við völdum í Danmörku í dag. Stjórnarskiptin þykja söguleg þar sem þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem Danir fá ríkisstjórn yfir miðjuna í samstarfi vinstri, miðju og hægri flokka. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Mette Frederiksen birtist í dyrum Amalienborgar í Kaupmannahöfn með ráðherrahópinn eftir að hafa kynnt Margréti Danadrottningu ríkisstjórn sína í morgun. Við hlið hennar stóðu leiðtogar nýju samstarfsflokkanna, þeir Jakob Ellemann-Jensen, sem verður varnarmálaráðherra, og Lars Løkke Rasmussen, sem verður utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn Danmerkur framan við Amalienborg að loknum ríkisráðsfundi með Margréti Danadrottningu. 23 ráðherrar skipa stjórnina, ellefu frá Sósíaldemókrötum, sjö frá Venstre og fimm frá Moderaterne. Fjármálaráðuneytið kom í hlut Sósíaldemókrata.Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Venjan í Danmörku, eins og í Noregi og Svíþjóð, hefur verið sú að þar væri annaðhvort vinstri eða hægri stjórn. Með því að velja núna samstarf yfir miðjuna með miðju og hægri flokkum hefur Mette Frederiksen brotið upp þetta hefðbundna mynstur og sagði Mai Villadsen, talsmaður Enhedslisten, eins vinstri flokkanna, að Mette hefði núna tekið kröftuga hægri beygju. „Við stöndum frammi fyrir þeirri sérstöku stöðu að nú er komin við völd ríkisstjórn með meirihluta,“ sagði Mette Frederiksen á fundi með fréttamönnum í forsætisráðherrabústaðnum Marienborg. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre, Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins og Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmálann í gær.AP Jakob Ellemann-Jensen er formaður Venstre en þrátt fyrir nafnið telst flokkurinn vera til hægri. „Danmörk fær nú nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem fæstir trúðu að yrði til fyrir kosningarnar. Ég hafði heldur ekki trú á því,“ sagði Jakob Ellemann-Jensen. Endurkoma Lars Løkke í ríkisstjórn þykir athyglisverð en í kosningunum stýrði hann flokknum Moderaterne, klofningsframboði úr Venstre, og hafði áður tvívegis leitt hægri stjórnir sem forsætisráðherra. „Að vera með í að skapa nýja stjórn fyrir Danmörku er þrátt fyrir allt frelsandi augnablik,“ sagði Lars Løkke Rasmussen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03 Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53 Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Mette Frederiksen birtist í dyrum Amalienborgar í Kaupmannahöfn með ráðherrahópinn eftir að hafa kynnt Margréti Danadrottningu ríkisstjórn sína í morgun. Við hlið hennar stóðu leiðtogar nýju samstarfsflokkanna, þeir Jakob Ellemann-Jensen, sem verður varnarmálaráðherra, og Lars Løkke Rasmussen, sem verður utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn Danmerkur framan við Amalienborg að loknum ríkisráðsfundi með Margréti Danadrottningu. 23 ráðherrar skipa stjórnina, ellefu frá Sósíaldemókrötum, sjö frá Venstre og fimm frá Moderaterne. Fjármálaráðuneytið kom í hlut Sósíaldemókrata.Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Venjan í Danmörku, eins og í Noregi og Svíþjóð, hefur verið sú að þar væri annaðhvort vinstri eða hægri stjórn. Með því að velja núna samstarf yfir miðjuna með miðju og hægri flokkum hefur Mette Frederiksen brotið upp þetta hefðbundna mynstur og sagði Mai Villadsen, talsmaður Enhedslisten, eins vinstri flokkanna, að Mette hefði núna tekið kröftuga hægri beygju. „Við stöndum frammi fyrir þeirri sérstöku stöðu að nú er komin við völd ríkisstjórn með meirihluta,“ sagði Mette Frederiksen á fundi með fréttamönnum í forsætisráðherrabústaðnum Marienborg. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre, Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins og Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmálann í gær.AP Jakob Ellemann-Jensen er formaður Venstre en þrátt fyrir nafnið telst flokkurinn vera til hægri. „Danmörk fær nú nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem fæstir trúðu að yrði til fyrir kosningarnar. Ég hafði heldur ekki trú á því,“ sagði Jakob Ellemann-Jensen. Endurkoma Lars Løkke í ríkisstjórn þykir athyglisverð en í kosningunum stýrði hann flokknum Moderaterne, klofningsframboði úr Venstre, og hafði áður tvívegis leitt hægri stjórnir sem forsætisráðherra. „Að vera með í að skapa nýja stjórn fyrir Danmörku er þrátt fyrir allt frelsandi augnablik,“ sagði Lars Løkke Rasmussen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03 Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53 Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03
Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53
Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32