Mette Frederiksen sögð hafa tekið kröftuga hægri beygju Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2022 19:59 Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen kynnir nýja ríkisstjórn sína við Amalienborg ásamt oddvitum samstarfsflokkanna, varnarmálaráðherranum Jakob Ellemann-Jensen og utanríkisráðherranum Lars Løkke Rasmussen. Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Ný þriggja flokka ríkisstjórn Mette Frederiksen, leiðtoga jafnaðarmanna, tók við völdum í Danmörku í dag. Stjórnarskiptin þykja söguleg þar sem þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem Danir fá ríkisstjórn yfir miðjuna í samstarfi vinstri, miðju og hægri flokka. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Mette Frederiksen birtist í dyrum Amalienborgar í Kaupmannahöfn með ráðherrahópinn eftir að hafa kynnt Margréti Danadrottningu ríkisstjórn sína í morgun. Við hlið hennar stóðu leiðtogar nýju samstarfsflokkanna, þeir Jakob Ellemann-Jensen, sem verður varnarmálaráðherra, og Lars Løkke Rasmussen, sem verður utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn Danmerkur framan við Amalienborg að loknum ríkisráðsfundi með Margréti Danadrottningu. 23 ráðherrar skipa stjórnina, ellefu frá Sósíaldemókrötum, sjö frá Venstre og fimm frá Moderaterne. Fjármálaráðuneytið kom í hlut Sósíaldemókrata.Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Venjan í Danmörku, eins og í Noregi og Svíþjóð, hefur verið sú að þar væri annaðhvort vinstri eða hægri stjórn. Með því að velja núna samstarf yfir miðjuna með miðju og hægri flokkum hefur Mette Frederiksen brotið upp þetta hefðbundna mynstur og sagði Mai Villadsen, talsmaður Enhedslisten, eins vinstri flokkanna, að Mette hefði núna tekið kröftuga hægri beygju. „Við stöndum frammi fyrir þeirri sérstöku stöðu að nú er komin við völd ríkisstjórn með meirihluta,“ sagði Mette Frederiksen á fundi með fréttamönnum í forsætisráðherrabústaðnum Marienborg. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre, Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins og Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmálann í gær.AP Jakob Ellemann-Jensen er formaður Venstre en þrátt fyrir nafnið telst flokkurinn vera til hægri. „Danmörk fær nú nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem fæstir trúðu að yrði til fyrir kosningarnar. Ég hafði heldur ekki trú á því,“ sagði Jakob Ellemann-Jensen. Endurkoma Lars Løkke í ríkisstjórn þykir athyglisverð en í kosningunum stýrði hann flokknum Moderaterne, klofningsframboði úr Venstre, og hafði áður tvívegis leitt hægri stjórnir sem forsætisráðherra. „Að vera með í að skapa nýja stjórn fyrir Danmörku er þrátt fyrir allt frelsandi augnablik,“ sagði Lars Løkke Rasmussen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03 Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53 Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Mette Frederiksen birtist í dyrum Amalienborgar í Kaupmannahöfn með ráðherrahópinn eftir að hafa kynnt Margréti Danadrottningu ríkisstjórn sína í morgun. Við hlið hennar stóðu leiðtogar nýju samstarfsflokkanna, þeir Jakob Ellemann-Jensen, sem verður varnarmálaráðherra, og Lars Løkke Rasmussen, sem verður utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn Danmerkur framan við Amalienborg að loknum ríkisráðsfundi með Margréti Danadrottningu. 23 ráðherrar skipa stjórnina, ellefu frá Sósíaldemókrötum, sjö frá Venstre og fimm frá Moderaterne. Fjármálaráðuneytið kom í hlut Sósíaldemókrata.Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Venjan í Danmörku, eins og í Noregi og Svíþjóð, hefur verið sú að þar væri annaðhvort vinstri eða hægri stjórn. Með því að velja núna samstarf yfir miðjuna með miðju og hægri flokkum hefur Mette Frederiksen brotið upp þetta hefðbundna mynstur og sagði Mai Villadsen, talsmaður Enhedslisten, eins vinstri flokkanna, að Mette hefði núna tekið kröftuga hægri beygju. „Við stöndum frammi fyrir þeirri sérstöku stöðu að nú er komin við völd ríkisstjórn með meirihluta,“ sagði Mette Frederiksen á fundi með fréttamönnum í forsætisráðherrabústaðnum Marienborg. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre, Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins og Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmálann í gær.AP Jakob Ellemann-Jensen er formaður Venstre en þrátt fyrir nafnið telst flokkurinn vera til hægri. „Danmörk fær nú nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem fæstir trúðu að yrði til fyrir kosningarnar. Ég hafði heldur ekki trú á því,“ sagði Jakob Ellemann-Jensen. Endurkoma Lars Løkke í ríkisstjórn þykir athyglisverð en í kosningunum stýrði hann flokknum Moderaterne, klofningsframboði úr Venstre, og hafði áður tvívegis leitt hægri stjórnir sem forsætisráðherra. „Að vera með í að skapa nýja stjórn fyrir Danmörku er þrátt fyrir allt frelsandi augnablik,“ sagði Lars Løkke Rasmussen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03 Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53 Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03
Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53
Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32