Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst Snorri Másson skrifar 15. desember 2022 12:00 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni og Bliku. Vísir Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó. Á meðan éljað hefur drjúgt á Norðurlandi og snjóað austan við Selfoss og í Öræfum, hefur ekkert snjóað á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri. Ekki er nema von að margir fari að velta fyrir sér á þessu stigi hvort vænta megi hvítra jóla. Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur næstu dögum í samtali við fréttastofu. „Það er dálítil gerjun í gangi seinnipartinn á morgun og aðfaranótt föstudagsins hér fyrir vestan land. Og sennilega snjóar á Suðurnesjum. Það er líklegt. Sumar spár gera ráð fyrir því að þessi bakki nái inn til höfuðborgarsvæðisins. Ég myndi álíta að það væru svona 30-50% líkur á því eins og staðan er núna. Síðan er bara óvíst hvað getur gerst hérna í lok vikunnar eða þegar nær dregur jólum, annað en að það eru allar líkur á að það verði kalt áfram.“ Þannig að við getum sagt að það sé talsverð óvissa uppi um hvort jólin verða hvít eða rauð? „Já eins og ævinlega þegar er ekki nema 15. desember enn þá. En það er allavega ekki þessi ákjósanlega staða uppi í veðurkerfinu sem beinir til okkar éljalofti eða snjókomubökkum úr suðvestri. Það þarf meira til. Ekki ákjósanleg fyrir þá sem vilja jólasnjó, það er að segja,“ segir Einar. Mikið frost að undanförnu hefur nú leitt til þess að neyðaráætlun Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra hefur verið virkjuð og neyðarskýlin verða af þeim sökum opin allan sólarhringinn til að fólk þurfi ekki að hírast úti við yfir daginn. Þá hefur sundlaugum verið lokað á Norðurlandi. En betra er ekki að vænta í veðrinu á næstunni að sögn Einars. „Þetta er bara hreinræktað heimskautaloft sem kemur hérna langt úr niðri. Kaldast verður annars vegar á morgun föstudag þar sem frostið fer niður í tíu til tuttugu stig inn til landsins. Svo dregur aðeins úr þessu á laugardag en svo herðir á frostinu á sunnudag og mánudag og þá gætum við séð 10-15 stiga frost til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi og almennt um landið,“ segir Einar. Frostið gerir loftið mjög þurrt, eins og margir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir undanfarna morgna - þegar ekki þarf að skafa rúður þrátt fyrir mikið frost. Héla fylgdi kuldanum framan af mánuði enda var rakastigið nær 100% en nú er það ekki nema í 50-70%. Af þeim sökum hvetur veðurfræðingurinn fólk til að huga að raka á heimilum enda margir sem finni fyrir miklum þurrki þegar þurrt loftið hitnar. Veður Jól Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Á meðan éljað hefur drjúgt á Norðurlandi og snjóað austan við Selfoss og í Öræfum, hefur ekkert snjóað á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri. Ekki er nema von að margir fari að velta fyrir sér á þessu stigi hvort vænta megi hvítra jóla. Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur næstu dögum í samtali við fréttastofu. „Það er dálítil gerjun í gangi seinnipartinn á morgun og aðfaranótt föstudagsins hér fyrir vestan land. Og sennilega snjóar á Suðurnesjum. Það er líklegt. Sumar spár gera ráð fyrir því að þessi bakki nái inn til höfuðborgarsvæðisins. Ég myndi álíta að það væru svona 30-50% líkur á því eins og staðan er núna. Síðan er bara óvíst hvað getur gerst hérna í lok vikunnar eða þegar nær dregur jólum, annað en að það eru allar líkur á að það verði kalt áfram.“ Þannig að við getum sagt að það sé talsverð óvissa uppi um hvort jólin verða hvít eða rauð? „Já eins og ævinlega þegar er ekki nema 15. desember enn þá. En það er allavega ekki þessi ákjósanlega staða uppi í veðurkerfinu sem beinir til okkar éljalofti eða snjókomubökkum úr suðvestri. Það þarf meira til. Ekki ákjósanleg fyrir þá sem vilja jólasnjó, það er að segja,“ segir Einar. Mikið frost að undanförnu hefur nú leitt til þess að neyðaráætlun Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra hefur verið virkjuð og neyðarskýlin verða af þeim sökum opin allan sólarhringinn til að fólk þurfi ekki að hírast úti við yfir daginn. Þá hefur sundlaugum verið lokað á Norðurlandi. En betra er ekki að vænta í veðrinu á næstunni að sögn Einars. „Þetta er bara hreinræktað heimskautaloft sem kemur hérna langt úr niðri. Kaldast verður annars vegar á morgun föstudag þar sem frostið fer niður í tíu til tuttugu stig inn til landsins. Svo dregur aðeins úr þessu á laugardag en svo herðir á frostinu á sunnudag og mánudag og þá gætum við séð 10-15 stiga frost til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi og almennt um landið,“ segir Einar. Frostið gerir loftið mjög þurrt, eins og margir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir undanfarna morgna - þegar ekki þarf að skafa rúður þrátt fyrir mikið frost. Héla fylgdi kuldanum framan af mánuði enda var rakastigið nær 100% en nú er það ekki nema í 50-70%. Af þeim sökum hvetur veðurfræðingurinn fólk til að huga að raka á heimilum enda margir sem finni fyrir miklum þurrki þegar þurrt loftið hitnar.
Veður Jól Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira