Nístingskuldi í kortunum: Skoða aftur á morgun hvort ástæða sé til að loka sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. desember 2022 14:46 Þessi gestur kalda pottsins í Sundhöll Reykjavíkur þarf reyndar ekkert heitt vatn, í það minnsta ekki á meðan hún kælir sig. Vísir/Arnar Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Í nótt mældist átján gráðu frost í Húsafelli og ekki er útlit fyrir að kuldakast síðustu daga nái hámarki fyrr en á föstudaginn. Staðan verður metin á morgun varðandi hvort einstaka sundlaugum verði lokað tímabundið til að spara heita vatnið. Frost og kuldi hefur gert landsmönnum erfitt fyrir síðustu daga og fátt sem bendir til að það dragi úr kuldanum alveg í bráð. Í nótt fór kuldinn niður í fimmtán gráður í Víðidalnum í Reykjavík. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er sem sagt búið að vera hægir vindar á landinu undanfarið. Frost hefur verið talsvert í lægðum og inn til landsins, eins og gerist þegar eru stillur að vetrarlagi. Í nótt mældist mesta frostið í Húsafelli, átján stig. Daníel Þorláksson er Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands „Heilt yfir þá eru hægir vindar og fyrir vikið kólnar. Svo kemur kaldari loftmassi yfir á föstudag og áfram þessir hægu vindar. Þá kólnar líklega enn þá meira. Frost verður víða á bilinu fimm til fimmtán stig en getur orðið enn meira í grennd við stöðuvötn, í Húsafelli eða þar sem eru lægðir í landslaginu þar sem frosthörkurnar eru meiri.“ Búast má við að næstu daga verði allt að tíu stiga frost á höfuðborgarsvæðinu yfir daginn. „Svo er það akkurat þar sem frosttopparnir eru mestir. Þar getur frost farið niður í fimmtán tuttugu stig.“ Á sunnudaginn má gera ráð fyrir að aðeins taki að draga úr kuldanum. Það er áfram þetta kalda loft en það hreyfir meiri vind í næstu viku. Áfram frost um allt land en frosttölurnar sem mælast verða heldur minni. „Í byrju næstu viku er útkoma fyrir talsvert meiri éljagang og snjókomu um norðanvert landið. En það er ekki mikil úrkoma í kortunum hér sunnan heiða.“ Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna.Veitur Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna. „Við erum með stækkandi kerfi og það hafa aldrei fleiri íbúðir verið tengdar inn á kerfið í jafnmiklum kulda eins og núna. Við vorum að ná sögulegu rennslihámarki í fyrradag og aftur í gær,“ segir Sólrún. Til skoðunar hefur verið að loka einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Staðan var metin í hádeginu í dag og er niðurstaðan sú að ekki þyki ástæða til að loka þeim á morgun þar sem dreifikerfið ráði við núverandi notkun. „Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.“ Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Frost og kuldi hefur gert landsmönnum erfitt fyrir síðustu daga og fátt sem bendir til að það dragi úr kuldanum alveg í bráð. Í nótt fór kuldinn niður í fimmtán gráður í Víðidalnum í Reykjavík. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er sem sagt búið að vera hægir vindar á landinu undanfarið. Frost hefur verið talsvert í lægðum og inn til landsins, eins og gerist þegar eru stillur að vetrarlagi. Í nótt mældist mesta frostið í Húsafelli, átján stig. Daníel Þorláksson er Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands „Heilt yfir þá eru hægir vindar og fyrir vikið kólnar. Svo kemur kaldari loftmassi yfir á föstudag og áfram þessir hægu vindar. Þá kólnar líklega enn þá meira. Frost verður víða á bilinu fimm til fimmtán stig en getur orðið enn meira í grennd við stöðuvötn, í Húsafelli eða þar sem eru lægðir í landslaginu þar sem frosthörkurnar eru meiri.“ Búast má við að næstu daga verði allt að tíu stiga frost á höfuðborgarsvæðinu yfir daginn. „Svo er það akkurat þar sem frosttopparnir eru mestir. Þar getur frost farið niður í fimmtán tuttugu stig.“ Á sunnudaginn má gera ráð fyrir að aðeins taki að draga úr kuldanum. Það er áfram þetta kalda loft en það hreyfir meiri vind í næstu viku. Áfram frost um allt land en frosttölurnar sem mælast verða heldur minni. „Í byrju næstu viku er útkoma fyrir talsvert meiri éljagang og snjókomu um norðanvert landið. En það er ekki mikil úrkoma í kortunum hér sunnan heiða.“ Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna.Veitur Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna. „Við erum með stækkandi kerfi og það hafa aldrei fleiri íbúðir verið tengdar inn á kerfið í jafnmiklum kulda eins og núna. Við vorum að ná sögulegu rennslihámarki í fyrradag og aftur í gær,“ segir Sólrún. Til skoðunar hefur verið að loka einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Staðan var metin í hádeginu í dag og er niðurstaðan sú að ekki þyki ástæða til að loka þeim á morgun þar sem dreifikerfið ráði við núverandi notkun. „Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.“
Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira