Sendi stúlku undir lögaldri kynferðisleg skilaboð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 13:43 Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. vísir/getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa sent stúlku undir 15 ára aldri fimm gróf og kynferðisleg smáskilaboð á einum sólarhring og „áreitt hana með kynferðislegu orðbragði sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar,“ líkt og segir í ákæru. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa sent umrædd skilaboð. Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. Mat dómurinn það svo að orðalagið í skilaboðum mannsins hefði verið meiðandi í ljósi aðstæðna og ítrekað. Þá var ekki talið sannað að maðurinn hefði vitað að stúlkan væri undir 15 ára aldri. Hins vegar segir í dómnum að það verði að „meta ákærða það til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur brotaþola.“ Sem fyrr segir þótti hæfileg refsing vera skilorðsbundið tveggja ára fangelsi. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að maðurinn hafi ekki hlotið refsidóm áður. Þá leit dómurinn einnig til þess að rannsókn málsins dróst nokkuð á langinn en tæpir átta mánuðir liðu frá því að málið var sent til héraðssaksóknara og þar til ákæra var gefin út. Hins vegar var það talið til refsiþyngingar að maðurinn braut gegn ungri stúlku og misnotaði aðstæður sínar, þar með talið þroska-og aldursmun þeirra, og traust stúlkunnar án þess að skeyta um afleiðingar þess fyrir hana. Auk þess er manninum gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa sent stúlku undir 15 ára aldri fimm gróf og kynferðisleg smáskilaboð á einum sólarhring og „áreitt hana með kynferðislegu orðbragði sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar,“ líkt og segir í ákæru. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa sent umrædd skilaboð. Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. Mat dómurinn það svo að orðalagið í skilaboðum mannsins hefði verið meiðandi í ljósi aðstæðna og ítrekað. Þá var ekki talið sannað að maðurinn hefði vitað að stúlkan væri undir 15 ára aldri. Hins vegar segir í dómnum að það verði að „meta ákærða það til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur brotaþola.“ Sem fyrr segir þótti hæfileg refsing vera skilorðsbundið tveggja ára fangelsi. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að maðurinn hafi ekki hlotið refsidóm áður. Þá leit dómurinn einnig til þess að rannsókn málsins dróst nokkuð á langinn en tæpir átta mánuðir liðu frá því að málið var sent til héraðssaksóknara og þar til ákæra var gefin út. Hins vegar var það talið til refsiþyngingar að maðurinn braut gegn ungri stúlku og misnotaði aðstæður sínar, þar með talið þroska-og aldursmun þeirra, og traust stúlkunnar án þess að skeyta um afleiðingar þess fyrir hana. Auk þess er manninum gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira