Mótmæla áformum um hækkun skrásetningargjalds: „Örvæntingarfull tilraun til þess að plástra blæðandi sár“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 12:11 Stúdentaráð telur að hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar. Vísir/Vilhelm Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun Háskóla Íslands í ljósi umræðna um fjárlög á þingi og gagnrýnir harðlega beiðni háskólayfirvalda um hækkun skrásetningargjaldsins. Hækkun skrásetningargjaldsins yrði gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta og væri aðeins skammtímalausn sem myndi hafa í för með sér fleiri vandamál en hún myndi leysa. Rektor Háskóla Íslands ásamt rektorum hinna opinberu háskólanna, hefur farið þess á leit við ráðherra að heimildin um hámarksupphæð skrásetningargjaldsins í lögum um opinbera háskóla verði hækkuð upp í 95.000kr. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að fjármögnun Háskóla Íslands standi langt að baki fjármögnun opinberra háskóla annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er almennt gjaldfrjáls eða gjöld hófleg. Heildartekjur Háskóla Íslands árið 2019 voru 2,9 milljónir á ársnema á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,2 milljónir á hvern ársnema. „Háskólayfirvöld og stjórnvöld verða að hætta að reyna að fegra sannleikann um hvernig fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er í raun háttað. Það er ekki tilviljun að háskólayfirvöld óski eftir hækkun á skrásetningargjaldinu í kjölfar 2. umræðu fjárlaga og þeim niðurskurði til Háskóla Íslands sem þar er boðaður. Byrðinni af fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er velt beint yfir á stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki lögbundinni skyldu sinni til þess að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu á fjárlögum.“ Myndi hafa mikil áhrif á stúdenta Þá segir í tilkynningunni að beiðnin um hækkun gjaldsins sé „ekkert annað en örvæntingarfull tilraun háskólayfirvalda til þess að plástra blæðandi sár.“ Hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar, en myndi aftur á móti hafa mikil áhrif á stúdenta. Stúdentaráð krefst þess að stjórnvöld sinni lögbundnum skyldum sínum um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að velta byrðinni yfir á stúdenta. „Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar áformum um hækkun skrásetningargjaldsins sem er nú þegar allt of hátt, það takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir jafnrétti til náms. Verði áform um hækkun að veruleika mun aðgengi að opinberri háskólamenntun hérlendis kosta stúdenta 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna sem lánar nú þegar aðeins fyrir níu af tólf mánuðum ársins. Því er ljóst að eingöngu átta mánaða framfærsla stendur eftir handa stúdentum til að eiga í sig og á. Þar að auki fer gjaldið ekki aðeins í skrásetningu líkt og almenningi, og þar á meðal stúdentum, hefur verið talin trú um, heldur er hið rétta nafn fyrir það gjald sem stúdentar greiða skólagjöld, enda renna þau í margvíslegt annað í rekstri skólans. Stúdentaráð dregur réttmæti þess í efa þar sem það er lögbundið hlutverk hins opinbera að fjármagna rekstur, kennslu og rannsóknarstarfsemi opinberu háskólana.“ Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands ásamt rektorum hinna opinberu háskólanna, hefur farið þess á leit við ráðherra að heimildin um hámarksupphæð skrásetningargjaldsins í lögum um opinbera háskóla verði hækkuð upp í 95.000kr. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að fjármögnun Háskóla Íslands standi langt að baki fjármögnun opinberra háskóla annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er almennt gjaldfrjáls eða gjöld hófleg. Heildartekjur Háskóla Íslands árið 2019 voru 2,9 milljónir á ársnema á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,2 milljónir á hvern ársnema. „Háskólayfirvöld og stjórnvöld verða að hætta að reyna að fegra sannleikann um hvernig fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er í raun háttað. Það er ekki tilviljun að háskólayfirvöld óski eftir hækkun á skrásetningargjaldinu í kjölfar 2. umræðu fjárlaga og þeim niðurskurði til Háskóla Íslands sem þar er boðaður. Byrðinni af fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er velt beint yfir á stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki lögbundinni skyldu sinni til þess að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu á fjárlögum.“ Myndi hafa mikil áhrif á stúdenta Þá segir í tilkynningunni að beiðnin um hækkun gjaldsins sé „ekkert annað en örvæntingarfull tilraun háskólayfirvalda til þess að plástra blæðandi sár.“ Hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar, en myndi aftur á móti hafa mikil áhrif á stúdenta. Stúdentaráð krefst þess að stjórnvöld sinni lögbundnum skyldum sínum um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að velta byrðinni yfir á stúdenta. „Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar áformum um hækkun skrásetningargjaldsins sem er nú þegar allt of hátt, það takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir jafnrétti til náms. Verði áform um hækkun að veruleika mun aðgengi að opinberri háskólamenntun hérlendis kosta stúdenta 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna sem lánar nú þegar aðeins fyrir níu af tólf mánuðum ársins. Því er ljóst að eingöngu átta mánaða framfærsla stendur eftir handa stúdentum til að eiga í sig og á. Þar að auki fer gjaldið ekki aðeins í skrásetningu líkt og almenningi, og þar á meðal stúdentum, hefur verið talin trú um, heldur er hið rétta nafn fyrir það gjald sem stúdentar greiða skólagjöld, enda renna þau í margvíslegt annað í rekstri skólans. Stúdentaráð dregur réttmæti þess í efa þar sem það er lögbundið hlutverk hins opinbera að fjármagna rekstur, kennslu og rannsóknarstarfsemi opinberu háskólana.“
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira