Mótmæla áformum um hækkun skrásetningargjalds: „Örvæntingarfull tilraun til þess að plástra blæðandi sár“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 12:11 Stúdentaráð telur að hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar. Vísir/Vilhelm Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun Háskóla Íslands í ljósi umræðna um fjárlög á þingi og gagnrýnir harðlega beiðni háskólayfirvalda um hækkun skrásetningargjaldsins. Hækkun skrásetningargjaldsins yrði gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta og væri aðeins skammtímalausn sem myndi hafa í för með sér fleiri vandamál en hún myndi leysa. Rektor Háskóla Íslands ásamt rektorum hinna opinberu háskólanna, hefur farið þess á leit við ráðherra að heimildin um hámarksupphæð skrásetningargjaldsins í lögum um opinbera háskóla verði hækkuð upp í 95.000kr. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að fjármögnun Háskóla Íslands standi langt að baki fjármögnun opinberra háskóla annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er almennt gjaldfrjáls eða gjöld hófleg. Heildartekjur Háskóla Íslands árið 2019 voru 2,9 milljónir á ársnema á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,2 milljónir á hvern ársnema. „Háskólayfirvöld og stjórnvöld verða að hætta að reyna að fegra sannleikann um hvernig fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er í raun háttað. Það er ekki tilviljun að háskólayfirvöld óski eftir hækkun á skrásetningargjaldinu í kjölfar 2. umræðu fjárlaga og þeim niðurskurði til Háskóla Íslands sem þar er boðaður. Byrðinni af fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er velt beint yfir á stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki lögbundinni skyldu sinni til þess að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu á fjárlögum.“ Myndi hafa mikil áhrif á stúdenta Þá segir í tilkynningunni að beiðnin um hækkun gjaldsins sé „ekkert annað en örvæntingarfull tilraun háskólayfirvalda til þess að plástra blæðandi sár.“ Hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar, en myndi aftur á móti hafa mikil áhrif á stúdenta. Stúdentaráð krefst þess að stjórnvöld sinni lögbundnum skyldum sínum um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að velta byrðinni yfir á stúdenta. „Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar áformum um hækkun skrásetningargjaldsins sem er nú þegar allt of hátt, það takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir jafnrétti til náms. Verði áform um hækkun að veruleika mun aðgengi að opinberri háskólamenntun hérlendis kosta stúdenta 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna sem lánar nú þegar aðeins fyrir níu af tólf mánuðum ársins. Því er ljóst að eingöngu átta mánaða framfærsla stendur eftir handa stúdentum til að eiga í sig og á. Þar að auki fer gjaldið ekki aðeins í skrásetningu líkt og almenningi, og þar á meðal stúdentum, hefur verið talin trú um, heldur er hið rétta nafn fyrir það gjald sem stúdentar greiða skólagjöld, enda renna þau í margvíslegt annað í rekstri skólans. Stúdentaráð dregur réttmæti þess í efa þar sem það er lögbundið hlutverk hins opinbera að fjármagna rekstur, kennslu og rannsóknarstarfsemi opinberu háskólana.“ Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands ásamt rektorum hinna opinberu háskólanna, hefur farið þess á leit við ráðherra að heimildin um hámarksupphæð skrásetningargjaldsins í lögum um opinbera háskóla verði hækkuð upp í 95.000kr. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að fjármögnun Háskóla Íslands standi langt að baki fjármögnun opinberra háskóla annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er almennt gjaldfrjáls eða gjöld hófleg. Heildartekjur Háskóla Íslands árið 2019 voru 2,9 milljónir á ársnema á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,2 milljónir á hvern ársnema. „Háskólayfirvöld og stjórnvöld verða að hætta að reyna að fegra sannleikann um hvernig fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er í raun háttað. Það er ekki tilviljun að háskólayfirvöld óski eftir hækkun á skrásetningargjaldinu í kjölfar 2. umræðu fjárlaga og þeim niðurskurði til Háskóla Íslands sem þar er boðaður. Byrðinni af fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er velt beint yfir á stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki lögbundinni skyldu sinni til þess að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu á fjárlögum.“ Myndi hafa mikil áhrif á stúdenta Þá segir í tilkynningunni að beiðnin um hækkun gjaldsins sé „ekkert annað en örvæntingarfull tilraun háskólayfirvalda til þess að plástra blæðandi sár.“ Hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar, en myndi aftur á móti hafa mikil áhrif á stúdenta. Stúdentaráð krefst þess að stjórnvöld sinni lögbundnum skyldum sínum um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að velta byrðinni yfir á stúdenta. „Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar áformum um hækkun skrásetningargjaldsins sem er nú þegar allt of hátt, það takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir jafnrétti til náms. Verði áform um hækkun að veruleika mun aðgengi að opinberri háskólamenntun hérlendis kosta stúdenta 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna sem lánar nú þegar aðeins fyrir níu af tólf mánuðum ársins. Því er ljóst að eingöngu átta mánaða framfærsla stendur eftir handa stúdentum til að eiga í sig og á. Þar að auki fer gjaldið ekki aðeins í skrásetningu líkt og almenningi, og þar á meðal stúdentum, hefur verið talin trú um, heldur er hið rétta nafn fyrir það gjald sem stúdentar greiða skólagjöld, enda renna þau í margvíslegt annað í rekstri skólans. Stúdentaráð dregur réttmæti þess í efa þar sem það er lögbundið hlutverk hins opinbera að fjármagna rekstur, kennslu og rannsóknarstarfsemi opinberu háskólana.“
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira