Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 22:24 Beitir NK kom til Norðfjarðar um hálftvöleytið í dag með 1.240 tonn af loðnu. SVN/Hafþór Eiríksson Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Víking AK, skip Brims, landa fyrstu loðnu vertíðarinnar en hann kom með sjöhundruð tonn inn til Vopnafjarðar í morgun. Loðnunni dælt úr lestum Víkings í morgun og beint inn í vinnsluhús Brims á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir loðnuna líta mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og verður hún að mestu fryst til manneldis en einnig fari hluti hennar til fiskimjölsframleiðslu. Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn og mun um þriðjungur þeirra koma beint að loðnuvinnslunni. Þar segir Magnús það jólabónus fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið að fá loðnuna svona snemma en það var síðast árið 2012 sem loðnuvinnsla hófst þar fyrir jól. Loðnan komin í vinnslulínuna hjá Brimi á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hann býst við að frysta loðnan verði seld til Austur-Evrópu og segir að þar fáist ágætt verð fyrir hana. Norðfirðingar fengu einnig sinn fyrsta loðnuskammt í dag þegar Beitir, skip Síldarvinnslunnar, kom með 1.240 tonn að landi. Þar fór loðnan í nýja fiskimjölsverksmiðju SVN, svokallaða próteinverksmiðju, en þetta er fyrsta loðnan sem þar fer til vinnslu. Loðna komin í hús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í dag.SVN/Hafþór Eiríksson Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar, segir afurðaverð gott, bæði fyrir mjöl og lýsi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vopnafjörður Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Víking AK, skip Brims, landa fyrstu loðnu vertíðarinnar en hann kom með sjöhundruð tonn inn til Vopnafjarðar í morgun. Loðnunni dælt úr lestum Víkings í morgun og beint inn í vinnsluhús Brims á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir loðnuna líta mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og verður hún að mestu fryst til manneldis en einnig fari hluti hennar til fiskimjölsframleiðslu. Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn og mun um þriðjungur þeirra koma beint að loðnuvinnslunni. Þar segir Magnús það jólabónus fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið að fá loðnuna svona snemma en það var síðast árið 2012 sem loðnuvinnsla hófst þar fyrir jól. Loðnan komin í vinnslulínuna hjá Brimi á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hann býst við að frysta loðnan verði seld til Austur-Evrópu og segir að þar fáist ágætt verð fyrir hana. Norðfirðingar fengu einnig sinn fyrsta loðnuskammt í dag þegar Beitir, skip Síldarvinnslunnar, kom með 1.240 tonn að landi. Þar fór loðnan í nýja fiskimjölsverksmiðju SVN, svokallaða próteinverksmiðju, en þetta er fyrsta loðnan sem þar fer til vinnslu. Loðna komin í hús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í dag.SVN/Hafþór Eiríksson Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar, segir afurðaverð gott, bæði fyrir mjöl og lýsi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vopnafjörður Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20