„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2022 19:23 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Hann skrifaði undir kjarasamning við SA í gær en lét sig svo hverfa án þess að taka þátt í hópmynd eða ræða við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. Skrifað var í gær undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðstæður til samninga hafa verið bæði erfiðar og sérstakar. Lengra hafi ekki verið komist í viðræðunum og því hafi verið eining um það innan stjórnar VR að undirrita kjarasamning og leggja í dóm félagsmanna. „Ég mun ekki mæla gegn þeim og ég mun heldur ekkert mæla sérstaklega með þeim. Ég held að fólk sé bara það upplýst að það geti tekið ákvörðun um það sjálft en ég held að fólk trúi því að við reyndum það sem við gátum. Við augljóslega vildum fá meira í gegn en þetta var niðurstaðan.“ Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst strax á morgun og stendur í viku. „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur. Ég hef trú á því að hann verði samþykktur. Þetta er skammtímasamningur og hann er mjög stuttur og launahækkanirnar koma strax og þær skipta fólkið okkar máli. Ég held að fólkið sé almennt ekki tilbúið að fara í átök fyrir skammtímasamning. Ég held að það myndi þá bara þýða það ef að samningurinn verður felldur að þá verði farið í að ræða langtímasamning strax.“ Í nýja kjarasamningnum er tímasett viðræðuáætlun fyrir næsta samning og hefst vinna við hann á nýju ári. Ragnar segir verkalýðshreyfinguna nú þurfa að setjast niður til að fara yfir málin. „Okkur hugnast þessi niðurstaða ekki“ „Við þurfum að líta inn á við og við þurfum að setjast niður og sjá hvað við getum gert til þess að þétta raðirnar. Þannig að við getum myndað þá nægilegan þrýsting til þess að fá einhverjar raunverulegar kerfisbreytingar inn í okkar samfélag.“ Kjarasamningar hafa nú náðst fyrir stærstan hluta launafólks á almenna vinnumarkaðnum en stéttarfélagið Efling er enn með lausa samninga. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist ekki geta sætt sig við samninga líkt þá sem tókust í gær. „Okkur hugnast þessi niðurstaða ekki. Þarna er náttúrulega verið að semja um prósentuhækkanir. Niðurstaðan þarna er að sú sem hafa lægstu launin fá minnst. Þau sem hafa hæstu launin fá mest. Þarna er náttúrlega líka verið að nota þetta módel sem að unnið var með þegar að Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins undirrituðu sinn samning. Það hefur auðvitað komið fram í máli Halldórs Benjamíns að þetta eigi svona yfir alla að ganga. Þetta dugar ekki okkar fólki. Við eigum væntanlega einhverja baráttu fram undan til þess að ná ásættanlegum árangri fyrir okkur.“ Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47 Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Skrifað var í gær undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðstæður til samninga hafa verið bæði erfiðar og sérstakar. Lengra hafi ekki verið komist í viðræðunum og því hafi verið eining um það innan stjórnar VR að undirrita kjarasamning og leggja í dóm félagsmanna. „Ég mun ekki mæla gegn þeim og ég mun heldur ekkert mæla sérstaklega með þeim. Ég held að fólk sé bara það upplýst að það geti tekið ákvörðun um það sjálft en ég held að fólk trúi því að við reyndum það sem við gátum. Við augljóslega vildum fá meira í gegn en þetta var niðurstaðan.“ Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst strax á morgun og stendur í viku. „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur. Ég hef trú á því að hann verði samþykktur. Þetta er skammtímasamningur og hann er mjög stuttur og launahækkanirnar koma strax og þær skipta fólkið okkar máli. Ég held að fólkið sé almennt ekki tilbúið að fara í átök fyrir skammtímasamning. Ég held að það myndi þá bara þýða það ef að samningurinn verður felldur að þá verði farið í að ræða langtímasamning strax.“ Í nýja kjarasamningnum er tímasett viðræðuáætlun fyrir næsta samning og hefst vinna við hann á nýju ári. Ragnar segir verkalýðshreyfinguna nú þurfa að setjast niður til að fara yfir málin. „Okkur hugnast þessi niðurstaða ekki“ „Við þurfum að líta inn á við og við þurfum að setjast niður og sjá hvað við getum gert til þess að þétta raðirnar. Þannig að við getum myndað þá nægilegan þrýsting til þess að fá einhverjar raunverulegar kerfisbreytingar inn í okkar samfélag.“ Kjarasamningar hafa nú náðst fyrir stærstan hluta launafólks á almenna vinnumarkaðnum en stéttarfélagið Efling er enn með lausa samninga. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist ekki geta sætt sig við samninga líkt þá sem tókust í gær. „Okkur hugnast þessi niðurstaða ekki. Þarna er náttúrulega verið að semja um prósentuhækkanir. Niðurstaðan þarna er að sú sem hafa lægstu launin fá minnst. Þau sem hafa hæstu launin fá mest. Þarna er náttúrlega líka verið að nota þetta módel sem að unnið var með þegar að Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins undirrituðu sinn samning. Það hefur auðvitað komið fram í máli Halldórs Benjamíns að þetta eigi svona yfir alla að ganga. Þetta dugar ekki okkar fólki. Við eigum væntanlega einhverja baráttu fram undan til þess að ná ásættanlegum árangri fyrir okkur.“
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47 Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
„Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47
Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01