Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2022 19:38 Indverskir og kínverskir hermenn börðust með bareflum, hnefum og grjóti á föstudaginn. Yfirvöld í Indlandi hafa sakað Kínverja um að reyna að leggja undir sig indverskt landsvæði í austurhluta Indlands í síðustu viku. Til átaka kom á milli indverskra og kínverskra hermanna við landamæri ríkjanna sem lengi hefur verið deilt um. Ráðamenn í Indlandi segja að kínverskir hermenn hafi farið inn fyrir landamæri Indlands í Arunachal Pradesh héraði og þar hafi þeir mætt indverskum hermönnum og í kjölfarið hafi komið til átaka á milli þeirra. Engu skoti var hleypt af en myndband sýnir indverska hermenn beita bareflum gegn Kínverjum. Indverjar segja samkvæmt Times of India að þrjú til fjögur hundruð kínverskir hermenn hafi farið yfir landamærin og reynt að reka indverska hermenn á brott frá varðstöð þar. Indversku hermennirnir eru sagðir hafa stöðvað þá kínversku. Eftir það munu Kínverjar hafa hörfað aftur. Myndband af átökunum hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Big Salute To Indian Army! pic.twitter.com/OcviGFdTXh— Dr. Jitendra Nagar (@NagarJitendra) December 13, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni kínverska hersins að hermennirnir hafi verið í hefðbundinni eftirlitsferð innan landamæra Kína og indverskir hermenn hafi veist að þeim. Kínverjar gera tilkall til alls Arunachal Pradesh héraðs. Enginn er sagður hafa slasast alvarlega í átökunum en engu skotvopni virðist hafa verið beitt. Árið 2020 kom til mannskæðra átaka milli Indverja og Kínverja í Himalæjafjöllum, við norðanvert Indland en eins og áður segir hafa ríkin lengi deilt um landamæri þeirra. Hermennirnir eru sagðir hafa beitt bareflum og gaddakylfum en minnst tuttugu indverskir hermenn og minnst fjórir kínverskir dóu í átökunum. Sjá einnig: Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Eftir átökin 2020 sendu bæði Indverjar og Kínverjar tugi þúsunda hermanna á svæðið en þeir voru flestir kallaðir aftur til baka í fyrra. Sjá einnig: Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indland Kína Hernaður Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Ráðamenn í Indlandi segja að kínverskir hermenn hafi farið inn fyrir landamæri Indlands í Arunachal Pradesh héraði og þar hafi þeir mætt indverskum hermönnum og í kjölfarið hafi komið til átaka á milli þeirra. Engu skoti var hleypt af en myndband sýnir indverska hermenn beita bareflum gegn Kínverjum. Indverjar segja samkvæmt Times of India að þrjú til fjögur hundruð kínverskir hermenn hafi farið yfir landamærin og reynt að reka indverska hermenn á brott frá varðstöð þar. Indversku hermennirnir eru sagðir hafa stöðvað þá kínversku. Eftir það munu Kínverjar hafa hörfað aftur. Myndband af átökunum hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Big Salute To Indian Army! pic.twitter.com/OcviGFdTXh— Dr. Jitendra Nagar (@NagarJitendra) December 13, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni kínverska hersins að hermennirnir hafi verið í hefðbundinni eftirlitsferð innan landamæra Kína og indverskir hermenn hafi veist að þeim. Kínverjar gera tilkall til alls Arunachal Pradesh héraðs. Enginn er sagður hafa slasast alvarlega í átökunum en engu skotvopni virðist hafa verið beitt. Árið 2020 kom til mannskæðra átaka milli Indverja og Kínverja í Himalæjafjöllum, við norðanvert Indland en eins og áður segir hafa ríkin lengi deilt um landamæri þeirra. Hermennirnir eru sagðir hafa beitt bareflum og gaddakylfum en minnst tuttugu indverskir hermenn og minnst fjórir kínverskir dóu í átökunum. Sjá einnig: Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Eftir átökin 2020 sendu bæði Indverjar og Kínverjar tugi þúsunda hermanna á svæðið en þeir voru flestir kallaðir aftur til baka í fyrra. Sjá einnig: Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni
Indland Kína Hernaður Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira