Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 07:01 Meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti birtist með fréttatilkynningu lögreglunnar þar sem almenningur var upplýstur um handtöku Guðbjarts. Surrey RCMP Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Í fréttatilkynningu sem lögregluyfirvöld í Kanada sendu frá sér þann 8. desember kom fram að þann 14. nóvember hafi kona lagt fram kæru á hendur nuddara og sakað hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Brotið er sagt hafa átt sér stað á stofu nuddarans í Surrey. Ellefu dögum síðar, þann 25. nóvember. hafi fimmtugur karlmaður, Guðbjartur Bodhi Haraldsson, verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot. Er hann sagður ganga undir nafninu Bodhi. Málið er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þá segir í tilkynningunni að Guðbjartur hafi verið látinn laus úr haldi undir ströngum skilyrðum. Er honum óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu.“ Þá eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna. Fram kemur að lögreglan birti meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti í von um að það liðki fyrir rannsókn málsins. Hefur starfað við fagið í áraraðir Fjölmargir fréttamiðlar í Kanada hafa birt fréttir upp úr fyrrnefndri tilkynningu lögreglunnar undanfarna daga. Í frétt sem birtist á vef kanadíska fréttamiðilsins Burnaby Now kemur fram að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kandada frá árinu 1993. Á heimasíðu CMTBC eftirlitsstofnunarinnar (College of Massage Therapists of British Columbia) er hann skráður sem viðurkenndur nuddari, undir nafninu Bodhi Haraldsson. Fram kemur að Guðbjartur hafi starfað við fagið þar í landi í tæpa tvo áratugi, bæði í Bresku Kólumbíu og í Ontario. Skráður vinnustaður hans, The Surrey Memorial painPRO Clinic, er sá sami og gefinn er upp í tilkynningu lögreglunnar. Í lýsingu á heimasíðu Guðbjarts, sem nú liggur niðri, segir að hann hafi starfað í faginu frá árinu 1993 og meðal annars unnið að rannsóknum á vegum félags fagnudddara í Bresku Kólumbíu. Neitar ásökunum Í skriflegu svari til Global News segir Kevin Westell, lögmaður Guðbjarts að skjólstæðingur sinn neiti þessum ásökunum, haldi fram sakleysi sínu og „hlakki til að mæta fyrir dóm.“ „Hr. Haraldsson hefur orðið fyrir röngum og ósönnuðum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð skjólstæðings,“ kemur jafnframt fram í svari lögfræðingsins. Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu sem lögregluyfirvöld í Kanada sendu frá sér þann 8. desember kom fram að þann 14. nóvember hafi kona lagt fram kæru á hendur nuddara og sakað hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Brotið er sagt hafa átt sér stað á stofu nuddarans í Surrey. Ellefu dögum síðar, þann 25. nóvember. hafi fimmtugur karlmaður, Guðbjartur Bodhi Haraldsson, verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot. Er hann sagður ganga undir nafninu Bodhi. Málið er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þá segir í tilkynningunni að Guðbjartur hafi verið látinn laus úr haldi undir ströngum skilyrðum. Er honum óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu.“ Þá eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna. Fram kemur að lögreglan birti meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti í von um að það liðki fyrir rannsókn málsins. Hefur starfað við fagið í áraraðir Fjölmargir fréttamiðlar í Kanada hafa birt fréttir upp úr fyrrnefndri tilkynningu lögreglunnar undanfarna daga. Í frétt sem birtist á vef kanadíska fréttamiðilsins Burnaby Now kemur fram að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kandada frá árinu 1993. Á heimasíðu CMTBC eftirlitsstofnunarinnar (College of Massage Therapists of British Columbia) er hann skráður sem viðurkenndur nuddari, undir nafninu Bodhi Haraldsson. Fram kemur að Guðbjartur hafi starfað við fagið þar í landi í tæpa tvo áratugi, bæði í Bresku Kólumbíu og í Ontario. Skráður vinnustaður hans, The Surrey Memorial painPRO Clinic, er sá sami og gefinn er upp í tilkynningu lögreglunnar. Í lýsingu á heimasíðu Guðbjarts, sem nú liggur niðri, segir að hann hafi starfað í faginu frá árinu 1993 og meðal annars unnið að rannsóknum á vegum félags fagnudddara í Bresku Kólumbíu. Neitar ásökunum Í skriflegu svari til Global News segir Kevin Westell, lögmaður Guðbjarts að skjólstæðingur sinn neiti þessum ásökunum, haldi fram sakleysi sínu og „hlakki til að mæta fyrir dóm.“ „Hr. Haraldsson hefur orðið fyrir röngum og ósönnuðum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð skjólstæðings,“ kemur jafnframt fram í svari lögfræðingsins.
Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira