Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 07:01 Meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti birtist með fréttatilkynningu lögreglunnar þar sem almenningur var upplýstur um handtöku Guðbjarts. Surrey RCMP Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Í fréttatilkynningu sem lögregluyfirvöld í Kanada sendu frá sér þann 8. desember kom fram að þann 14. nóvember hafi kona lagt fram kæru á hendur nuddara og sakað hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Brotið er sagt hafa átt sér stað á stofu nuddarans í Surrey. Ellefu dögum síðar, þann 25. nóvember. hafi fimmtugur karlmaður, Guðbjartur Bodhi Haraldsson, verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot. Er hann sagður ganga undir nafninu Bodhi. Málið er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þá segir í tilkynningunni að Guðbjartur hafi verið látinn laus úr haldi undir ströngum skilyrðum. Er honum óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu.“ Þá eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna. Fram kemur að lögreglan birti meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti í von um að það liðki fyrir rannsókn málsins. Hefur starfað við fagið í áraraðir Fjölmargir fréttamiðlar í Kanada hafa birt fréttir upp úr fyrrnefndri tilkynningu lögreglunnar undanfarna daga. Í frétt sem birtist á vef kanadíska fréttamiðilsins Burnaby Now kemur fram að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kandada frá árinu 1993. Á heimasíðu CMTBC eftirlitsstofnunarinnar (College of Massage Therapists of British Columbia) er hann skráður sem viðurkenndur nuddari, undir nafninu Bodhi Haraldsson. Fram kemur að Guðbjartur hafi starfað við fagið þar í landi í tæpa tvo áratugi, bæði í Bresku Kólumbíu og í Ontario. Skráður vinnustaður hans, The Surrey Memorial painPRO Clinic, er sá sami og gefinn er upp í tilkynningu lögreglunnar. Í lýsingu á heimasíðu Guðbjarts, sem nú liggur niðri, segir að hann hafi starfað í faginu frá árinu 1993 og meðal annars unnið að rannsóknum á vegum félags fagnudddara í Bresku Kólumbíu. Neitar ásökunum Í skriflegu svari til Global News segir Kevin Westell, lögmaður Guðbjarts að skjólstæðingur sinn neiti þessum ásökunum, haldi fram sakleysi sínu og „hlakki til að mæta fyrir dóm.“ „Hr. Haraldsson hefur orðið fyrir röngum og ósönnuðum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð skjólstæðings,“ kemur jafnframt fram í svari lögfræðingsins. Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Í fréttatilkynningu sem lögregluyfirvöld í Kanada sendu frá sér þann 8. desember kom fram að þann 14. nóvember hafi kona lagt fram kæru á hendur nuddara og sakað hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Brotið er sagt hafa átt sér stað á stofu nuddarans í Surrey. Ellefu dögum síðar, þann 25. nóvember. hafi fimmtugur karlmaður, Guðbjartur Bodhi Haraldsson, verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot. Er hann sagður ganga undir nafninu Bodhi. Málið er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þá segir í tilkynningunni að Guðbjartur hafi verið látinn laus úr haldi undir ströngum skilyrðum. Er honum óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu.“ Þá eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna. Fram kemur að lögreglan birti meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti í von um að það liðki fyrir rannsókn málsins. Hefur starfað við fagið í áraraðir Fjölmargir fréttamiðlar í Kanada hafa birt fréttir upp úr fyrrnefndri tilkynningu lögreglunnar undanfarna daga. Í frétt sem birtist á vef kanadíska fréttamiðilsins Burnaby Now kemur fram að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kandada frá árinu 1993. Á heimasíðu CMTBC eftirlitsstofnunarinnar (College of Massage Therapists of British Columbia) er hann skráður sem viðurkenndur nuddari, undir nafninu Bodhi Haraldsson. Fram kemur að Guðbjartur hafi starfað við fagið þar í landi í tæpa tvo áratugi, bæði í Bresku Kólumbíu og í Ontario. Skráður vinnustaður hans, The Surrey Memorial painPRO Clinic, er sá sami og gefinn er upp í tilkynningu lögreglunnar. Í lýsingu á heimasíðu Guðbjarts, sem nú liggur niðri, segir að hann hafi starfað í faginu frá árinu 1993 og meðal annars unnið að rannsóknum á vegum félags fagnudddara í Bresku Kólumbíu. Neitar ásökunum Í skriflegu svari til Global News segir Kevin Westell, lögmaður Guðbjarts að skjólstæðingur sinn neiti þessum ásökunum, haldi fram sakleysi sínu og „hlakki til að mæta fyrir dóm.“ „Hr. Haraldsson hefur orðið fyrir röngum og ósönnuðum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð skjólstæðings,“ kemur jafnframt fram í svari lögfræðingsins.
Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira