Íslenski boltinn

Mesti markahrókur Færeyja til Breiðabliks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klæmint Andrasson Olsen í landsleik með Færeyjum.
Klæmint Andrasson Olsen í landsleik með Færeyjum. getty/Ian MacNicol

Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa fengið færeyska framherjann Klæmint Andrasson Olsen á láni frá NSÍ Runavík. Lánssamningurinn er til eins árs.

Klæmint er mikill markaskorari og er bæði markahæstur í sögu efstu deildar í Færeyjum og þá hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir færeyska landsliðið, eða tíu. Hann hefur skorað 226 mörk í 358 leikjum í færeysku úrvalsdeildinni. 

Alls hefur Klæmint skorað 258 mörk fyrir NSÍ Runavík féll úr færeysku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og hann ákvað í kjölfarið að róa á ný mið.

Klæmint er sjötti leikmaðurinn sem Breiðablik fær eftir að síðasta tímabili lauk. Áður voru landi hans Patrik Johannessen, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Alex Freyr Elísson, Eyþór Aron Wöhler og Ágúst Eðvald Hlynsson komnir til Blika.

Klæmint þekkir ágætlega að spila undir stjórn íslensks þjálfara en Guðjón Þórðarson var þjálfari NSÍ tímabilið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×