Stálu jólatré, brutu rúður í Ystad og voru reknir úr Evrópukeppni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2022 10:02 Ólafur Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður Víkings. vísir/hulda margrét Stolið jólatré, brotnar rúður og fiskabúr og sænskur embættismaður í hefndarhug urðu til þess að Víkingi var vísað úr leik í Evrópukeppni bikarhafa. Íslands- og bikarmeistarar Vals taka á móti Ystad í fimmta leik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Fyrir 44 árum, nánast upp á dag, vann Víkingur Ystad öðru sinni, 23-24, í Evrópukeppni bikarhafa og tryggði sér þar með sæti í átta liða úrslitum. Það sem gerðist eftir leikinn í Svíþjóð dró hins vegar dilk á eftir sér og varð til þess að Víkingum var meinuð frekari þátttaka í keppninni. En hvað gerðist þetta örlagaríka kvöld eftir seinni leik Ystad og Víkings 17. desember 1978? Vísir leitaði til Ólafs Jónssonar sem var næstmarkahæstur Víkinga í leiknum með fimm mörk. Ólafur var um tíma fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/hulda margrét „Ystad-ferðin var mjög minnisstæð og okkar er eiginlega bara minnst fyrir hana, eins og við höfum ekki gert neitt annað,“ sagði Ólafur hlæjandi. Hann hóf svo að rifja kvöldið upp. „Ystad tók rosalega vel á móti okkur, héldu veislu um kvöldið, veittu vel og það var mikið fjör þar. Ég ásamt þremur öðrum áttum að fara snemma morguninn eftir til Íslands til að spila landsleik við Danmörku,“ sagði Ólafur en hinir landsliðsmennirnir voru Viggó Sigurðsson, Páll Björgvinsson og Árni Indriðason. Umfjöllun Dagblaðsins um frækinn sigur Víkings í Ystad.Úrklippa úr Dagblaðinu 18. desember 1978 „Við tókum ekki alveg jafn mikinn þátt í gleðskapnum og aðrir. En samt nógu mikinn til að okkur hafi fundist ástæða til að færa jólatré til. Ég gengst alveg við því. Við tókum jólatré frá staðnum þar sem veislan var haldin og héldum á því heim á hótel. Þegar við komum þangað spurðum við starfsmann í móttökunni hvar við ættum að setja jólatréð. Hann bað okkur um að setja það inn í anddyrið. Svo sungum við og trölluðum þar áður en við fórum að sofa.“ Þurfti að plokka glerbrot úr höfði Víkings Landsliðsmennirnir fjórir lögðust til hvílu en nóttin var enn ung hjá hinum leikmönnum Víkings. „Það var hálka úti og einhverjir voru á gangi í göngugötunni og voru eitthvað tuskast, runnu til og duttu inn um rúðu. Þetta hljómar allt mjög ósennilega en svona var þetta. Og það skrítna var að þeir duttu ekki inn um eina rúðu, heldur tvær í sitt hvoru lagi og á sitt hvorum staðnum. Mig minnir líka að önnur rúðan hafi verið á dýrabúð og fyrir innan hana var fiskabúr og þeir duttu líka inn um hana og það voru fiskar út um allt. Menn skemmtu sér konunglega yfir þessu en einhverjir slösuðust eitthvað og liðstjórinn var alla nóttina að tína glerbrot úr hausnum á einum þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur viðurkennir fúslega að hafa fært jólatréð í Ystad til.vísir/hulda margrét Enginn vafi lék á því að rúðurnar hafi brotnað vegna Víkinga enda viðurkenndu þeir brotin í skýrslutöku hjá lögreglunni í Ystad og gengu í ábyrgð fyrir tjóninu. Víkingar héldu að málinu væri lokið en svo var alls ekki. Þá kom nefnilega Kurt Wadmark inn í myndina. Hann var formaður aganefndar IHF, hafði lengi haft horn í síðu Íslendinga og rak málið gegn Víkingum áfram af miklum móð. Þótti halla á Víkinga „Hinn frægi Kurt Wadmark var frá Ystad og var á leiknum. Við lögðum það strax þannig út að hann hefði ekki viljað að við færum áfram. Og eftir mikinn málarekstur, hita og mikil læti var okkur vísað úr keppni,“ sagði Ólafur. Dómurinn þótti óvæginn og leikmönnum Ystad þótti meðal annars of langt gengið enda höfðu þeir lítið upp á leikmenn Víkings að klaga. Og kæran kom ekki frá þeim heldur var málareksturinn runninn undan rifjum Wadmarks. „Ég þekki til Íslendinga. Þú þarft ekki að segja mér, að þeir hafa áður orðið til vandræða víða um Evrópu áður,“ sagði Wadmark í samtali við Dagblaðið 8. janúar 1979, eftir að dómurinn yfir Víkingum hafði verið kveðinn upp. „Þeir brutu tvær rúður og það var samdóma álit dómstólsins – þeirra Ivan Kunst, Carl Wang og mín að dæma Víkinga úr leik í Evrópukeppni bikarhafa,“ bætti sá sænski við. Fyrir tíma Staffans Olsson, Magnusar Wislander og allra markvarðanna var Kurt Wadmark sænska grýlan í augum Íslendinga.úrklippa úr dagblaðinu 9. janúar 1979 Ólafur telur að engir eftirmálar hafi orðið af jólatrésstuldinum og rúðubrotunum ef ekki hefði verið fyrir Wadmark. Kannski ekki hægt að kvarta „Þetta hefði aldrei gerst svona ef hann hefði ekki verið á staðnum. Hann var yfirvaldið, ákærði og dæmdi. En við getum kannski ekki kvartað neitt mikið. Það var órói eftir leikinn og maður skilur þetta betur eftir því sem frá líður. En það var ofboðslega mikill hiti í okkur og íslensku handboltaáhugafólki þarna,“ sagði Ólafur. Wadmark var kannski ekki óvinur íslenska ríkisins númer eitt en hann hafði svo sannarlega ekki aflað sér neinna vinsælda hér á landi með framgöngu sinni. Ólafur og félagar hans í Víkingi voru með ógnarsterkt lið seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og allan 9. áratuginn.vísir/hulda margrét „Hann hafði verið með leiðindaviðhorf, var strangur og hafði horn í síðu íslensks handbolta. Það skein bara í gegn. Hann vildi Íslendingum hvergi vel, öfugt við aðra Svía og Dani sem voru okkur mjög vinveittir,“ sagði Ólafur. Víkingar fengu lögmanninn Ragnar Aðalsteinsson í lið með sér og áfrýjuðu dómnum og kröfðust þess að hann yrði ógildur. Meðal þess sem Víkingar fundu að úrskurðinum var að hann væri byggður á röngum upplýsingum, Wadmark hefði verið vanhæfur til að kveða hann upp og aganefndin hefði farið út fyrir valdsvið sitt. En dómnum var ekki haggað og þátttöku Víkings í Evrópukeppni bikarhafa var því lokið. Fengu leikinn ári seinna Ef Víkingur hefði farið áfram í átta liða úrslit hefði liðið mætt hinum ógnarsterka liði Tatabanya frá Ungverjalandi. Örlögin höguðu því hins vegar þannig að Víkingur og Tatabanya mættust ári seinna. Víkingur vann heimaleikinn, 21-20, en tapaði útileiknum, 22-23, en komst áfram á fleiri mörkum skoruðu á útivelli sem þótti mikið afrek. „Við leiðréttum þá misskilninginn frá árinu á undan,“ sagði Ólafur að endingu. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Víkingur Reykjavík Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Vals taka á móti Ystad í fimmta leik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Fyrir 44 árum, nánast upp á dag, vann Víkingur Ystad öðru sinni, 23-24, í Evrópukeppni bikarhafa og tryggði sér þar með sæti í átta liða úrslitum. Það sem gerðist eftir leikinn í Svíþjóð dró hins vegar dilk á eftir sér og varð til þess að Víkingum var meinuð frekari þátttaka í keppninni. En hvað gerðist þetta örlagaríka kvöld eftir seinni leik Ystad og Víkings 17. desember 1978? Vísir leitaði til Ólafs Jónssonar sem var næstmarkahæstur Víkinga í leiknum með fimm mörk. Ólafur var um tíma fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/hulda margrét „Ystad-ferðin var mjög minnisstæð og okkar er eiginlega bara minnst fyrir hana, eins og við höfum ekki gert neitt annað,“ sagði Ólafur hlæjandi. Hann hóf svo að rifja kvöldið upp. „Ystad tók rosalega vel á móti okkur, héldu veislu um kvöldið, veittu vel og það var mikið fjör þar. Ég ásamt þremur öðrum áttum að fara snemma morguninn eftir til Íslands til að spila landsleik við Danmörku,“ sagði Ólafur en hinir landsliðsmennirnir voru Viggó Sigurðsson, Páll Björgvinsson og Árni Indriðason. Umfjöllun Dagblaðsins um frækinn sigur Víkings í Ystad.Úrklippa úr Dagblaðinu 18. desember 1978 „Við tókum ekki alveg jafn mikinn þátt í gleðskapnum og aðrir. En samt nógu mikinn til að okkur hafi fundist ástæða til að færa jólatré til. Ég gengst alveg við því. Við tókum jólatré frá staðnum þar sem veislan var haldin og héldum á því heim á hótel. Þegar við komum þangað spurðum við starfsmann í móttökunni hvar við ættum að setja jólatréð. Hann bað okkur um að setja það inn í anddyrið. Svo sungum við og trölluðum þar áður en við fórum að sofa.“ Þurfti að plokka glerbrot úr höfði Víkings Landsliðsmennirnir fjórir lögðust til hvílu en nóttin var enn ung hjá hinum leikmönnum Víkings. „Það var hálka úti og einhverjir voru á gangi í göngugötunni og voru eitthvað tuskast, runnu til og duttu inn um rúðu. Þetta hljómar allt mjög ósennilega en svona var þetta. Og það skrítna var að þeir duttu ekki inn um eina rúðu, heldur tvær í sitt hvoru lagi og á sitt hvorum staðnum. Mig minnir líka að önnur rúðan hafi verið á dýrabúð og fyrir innan hana var fiskabúr og þeir duttu líka inn um hana og það voru fiskar út um allt. Menn skemmtu sér konunglega yfir þessu en einhverjir slösuðust eitthvað og liðstjórinn var alla nóttina að tína glerbrot úr hausnum á einum þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur viðurkennir fúslega að hafa fært jólatréð í Ystad til.vísir/hulda margrét Enginn vafi lék á því að rúðurnar hafi brotnað vegna Víkinga enda viðurkenndu þeir brotin í skýrslutöku hjá lögreglunni í Ystad og gengu í ábyrgð fyrir tjóninu. Víkingar héldu að málinu væri lokið en svo var alls ekki. Þá kom nefnilega Kurt Wadmark inn í myndina. Hann var formaður aganefndar IHF, hafði lengi haft horn í síðu Íslendinga og rak málið gegn Víkingum áfram af miklum móð. Þótti halla á Víkinga „Hinn frægi Kurt Wadmark var frá Ystad og var á leiknum. Við lögðum það strax þannig út að hann hefði ekki viljað að við færum áfram. Og eftir mikinn málarekstur, hita og mikil læti var okkur vísað úr keppni,“ sagði Ólafur. Dómurinn þótti óvæginn og leikmönnum Ystad þótti meðal annars of langt gengið enda höfðu þeir lítið upp á leikmenn Víkings að klaga. Og kæran kom ekki frá þeim heldur var málareksturinn runninn undan rifjum Wadmarks. „Ég þekki til Íslendinga. Þú þarft ekki að segja mér, að þeir hafa áður orðið til vandræða víða um Evrópu áður,“ sagði Wadmark í samtali við Dagblaðið 8. janúar 1979, eftir að dómurinn yfir Víkingum hafði verið kveðinn upp. „Þeir brutu tvær rúður og það var samdóma álit dómstólsins – þeirra Ivan Kunst, Carl Wang og mín að dæma Víkinga úr leik í Evrópukeppni bikarhafa,“ bætti sá sænski við. Fyrir tíma Staffans Olsson, Magnusar Wislander og allra markvarðanna var Kurt Wadmark sænska grýlan í augum Íslendinga.úrklippa úr dagblaðinu 9. janúar 1979 Ólafur telur að engir eftirmálar hafi orðið af jólatrésstuldinum og rúðubrotunum ef ekki hefði verið fyrir Wadmark. Kannski ekki hægt að kvarta „Þetta hefði aldrei gerst svona ef hann hefði ekki verið á staðnum. Hann var yfirvaldið, ákærði og dæmdi. En við getum kannski ekki kvartað neitt mikið. Það var órói eftir leikinn og maður skilur þetta betur eftir því sem frá líður. En það var ofboðslega mikill hiti í okkur og íslensku handboltaáhugafólki þarna,“ sagði Ólafur. Wadmark var kannski ekki óvinur íslenska ríkisins númer eitt en hann hafði svo sannarlega ekki aflað sér neinna vinsælda hér á landi með framgöngu sinni. Ólafur og félagar hans í Víkingi voru með ógnarsterkt lið seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og allan 9. áratuginn.vísir/hulda margrét „Hann hafði verið með leiðindaviðhorf, var strangur og hafði horn í síðu íslensks handbolta. Það skein bara í gegn. Hann vildi Íslendingum hvergi vel, öfugt við aðra Svía og Dani sem voru okkur mjög vinveittir,“ sagði Ólafur. Víkingar fengu lögmanninn Ragnar Aðalsteinsson í lið með sér og áfrýjuðu dómnum og kröfðust þess að hann yrði ógildur. Meðal þess sem Víkingar fundu að úrskurðinum var að hann væri byggður á röngum upplýsingum, Wadmark hefði verið vanhæfur til að kveða hann upp og aganefndin hefði farið út fyrir valdsvið sitt. En dómnum var ekki haggað og þátttöku Víkings í Evrópukeppni bikarhafa var því lokið. Fengu leikinn ári seinna Ef Víkingur hefði farið áfram í átta liða úrslit hefði liðið mætt hinum ógnarsterka liði Tatabanya frá Ungverjalandi. Örlögin höguðu því hins vegar þannig að Víkingur og Tatabanya mættust ári seinna. Víkingur vann heimaleikinn, 21-20, en tapaði útileiknum, 22-23, en komst áfram á fleiri mörkum skoruðu á útivelli sem þótti mikið afrek. „Við leiðréttum þá misskilninginn frá árinu á undan,“ sagði Ólafur að endingu.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Víkingur Reykjavík Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira