Hefur engu við yfirlýsinguna að bæta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 12:26 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf hefur engu við yfirlýsingu, sem send var frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd félagsins, að bæta. Allt hafi komið fram í henni sem snýr að málinu. Kona sjómannsins segist ósátt með „ópersónulega“ yfirlýsingu. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að Þórhildur steig fram á Facebook á laugardag og lýsti því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi þurft að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Bogi sem var á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims þurfti síðan að taka annan slag við fyrirtækið til að fá túrinn greiddan þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. Þórhildur sagðist í viðtali við fréttastofu í gær vona að frásögnin valdi viðhorfsbreytingu í garð sjómanna sem þurfi ekki að harka öll áföll af sér. Á tíunda tímanum í gærkvöldi barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims þar sem segir að félaginu þyki miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafi þróast. Brim harmi að verkferlar félagsins hafi brugðist í málinu. Mikilvægt sé að félagið sýni starfsfólki og aðstandendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í tilviki Boga. Félagið muni endurskoða verkferla og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks en að öðru leyti muni Brim ekki tjá sig um máleni einstakra starfsmanna félagsins. Í fréttinni hér að neðan má lesa yfirlýsinguna. Hvergi kemur fram hvaða verkferlar brugðust, hver beri ábyrgð á þeim né hvernig þeir verði endurskoðaðir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hefur ekki svarað símtölum fréttastofu um helgina og nú í morgun hafnaði hann viðtali og sagði að í hans huga væri allt fram komið frá félaginu sem viðkemur málinu. Yfirlýsingin ópersónuleg Þórhildur segist í samtali við fréttastofu ósátt með yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni felist engin afsökun. Hún sé eins ópersónuleg og gerist, komandi frá almannatengslafyrirtæki en ekki félaginu sjálfu. Þórhildur segir að Guðmundur hafi hringt í Boga í morgun þar sem sá fyrrnefndi sagðist ekki hafa getað hringt fyrr. Guðmundur hafi beðið Boga afsökunar símleiðis og sagt hann hugrakkan að hafa stigið fram. Brim Sjávarútvegur Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að Þórhildur steig fram á Facebook á laugardag og lýsti því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi þurft að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Bogi sem var á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims þurfti síðan að taka annan slag við fyrirtækið til að fá túrinn greiddan þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. Þórhildur sagðist í viðtali við fréttastofu í gær vona að frásögnin valdi viðhorfsbreytingu í garð sjómanna sem þurfi ekki að harka öll áföll af sér. Á tíunda tímanum í gærkvöldi barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims þar sem segir að félaginu þyki miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafi þróast. Brim harmi að verkferlar félagsins hafi brugðist í málinu. Mikilvægt sé að félagið sýni starfsfólki og aðstandendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í tilviki Boga. Félagið muni endurskoða verkferla og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks en að öðru leyti muni Brim ekki tjá sig um máleni einstakra starfsmanna félagsins. Í fréttinni hér að neðan má lesa yfirlýsinguna. Hvergi kemur fram hvaða verkferlar brugðust, hver beri ábyrgð á þeim né hvernig þeir verði endurskoðaðir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hefur ekki svarað símtölum fréttastofu um helgina og nú í morgun hafnaði hann viðtali og sagði að í hans huga væri allt fram komið frá félaginu sem viðkemur málinu. Yfirlýsingin ópersónuleg Þórhildur segist í samtali við fréttastofu ósátt með yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni felist engin afsökun. Hún sé eins ópersónuleg og gerist, komandi frá almannatengslafyrirtæki en ekki félaginu sjálfu. Þórhildur segir að Guðmundur hafi hringt í Boga í morgun þar sem sá fyrrnefndi sagðist ekki hafa getað hringt fyrr. Guðmundur hafi beðið Boga afsökunar símleiðis og sagt hann hugrakkan að hafa stigið fram.
Brim Sjávarútvegur Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira