Hefur engu við yfirlýsinguna að bæta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 12:26 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf hefur engu við yfirlýsingu, sem send var frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd félagsins, að bæta. Allt hafi komið fram í henni sem snýr að málinu. Kona sjómannsins segist ósátt með „ópersónulega“ yfirlýsingu. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að Þórhildur steig fram á Facebook á laugardag og lýsti því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi þurft að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Bogi sem var á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims þurfti síðan að taka annan slag við fyrirtækið til að fá túrinn greiddan þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. Þórhildur sagðist í viðtali við fréttastofu í gær vona að frásögnin valdi viðhorfsbreytingu í garð sjómanna sem þurfi ekki að harka öll áföll af sér. Á tíunda tímanum í gærkvöldi barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims þar sem segir að félaginu þyki miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafi þróast. Brim harmi að verkferlar félagsins hafi brugðist í málinu. Mikilvægt sé að félagið sýni starfsfólki og aðstandendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í tilviki Boga. Félagið muni endurskoða verkferla og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks en að öðru leyti muni Brim ekki tjá sig um máleni einstakra starfsmanna félagsins. Í fréttinni hér að neðan má lesa yfirlýsinguna. Hvergi kemur fram hvaða verkferlar brugðust, hver beri ábyrgð á þeim né hvernig þeir verði endurskoðaðir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hefur ekki svarað símtölum fréttastofu um helgina og nú í morgun hafnaði hann viðtali og sagði að í hans huga væri allt fram komið frá félaginu sem viðkemur málinu. Yfirlýsingin ópersónuleg Þórhildur segist í samtali við fréttastofu ósátt með yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni felist engin afsökun. Hún sé eins ópersónuleg og gerist, komandi frá almannatengslafyrirtæki en ekki félaginu sjálfu. Þórhildur segir að Guðmundur hafi hringt í Boga í morgun þar sem sá fyrrnefndi sagðist ekki hafa getað hringt fyrr. Guðmundur hafi beðið Boga afsökunar símleiðis og sagt hann hugrakkan að hafa stigið fram. Brim Sjávarútvegur Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að Þórhildur steig fram á Facebook á laugardag og lýsti því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi þurft að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Bogi sem var á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims þurfti síðan að taka annan slag við fyrirtækið til að fá túrinn greiddan þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. Þórhildur sagðist í viðtali við fréttastofu í gær vona að frásögnin valdi viðhorfsbreytingu í garð sjómanna sem þurfi ekki að harka öll áföll af sér. Á tíunda tímanum í gærkvöldi barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims þar sem segir að félaginu þyki miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafi þróast. Brim harmi að verkferlar félagsins hafi brugðist í málinu. Mikilvægt sé að félagið sýni starfsfólki og aðstandendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í tilviki Boga. Félagið muni endurskoða verkferla og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks en að öðru leyti muni Brim ekki tjá sig um máleni einstakra starfsmanna félagsins. Í fréttinni hér að neðan má lesa yfirlýsinguna. Hvergi kemur fram hvaða verkferlar brugðust, hver beri ábyrgð á þeim né hvernig þeir verði endurskoðaðir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hefur ekki svarað símtölum fréttastofu um helgina og nú í morgun hafnaði hann viðtali og sagði að í hans huga væri allt fram komið frá félaginu sem viðkemur málinu. Yfirlýsingin ópersónuleg Þórhildur segist í samtali við fréttastofu ósátt með yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni felist engin afsökun. Hún sé eins ópersónuleg og gerist, komandi frá almannatengslafyrirtæki en ekki félaginu sjálfu. Þórhildur segir að Guðmundur hafi hringt í Boga í morgun þar sem sá fyrrnefndi sagðist ekki hafa getað hringt fyrr. Guðmundur hafi beðið Boga afsökunar símleiðis og sagt hann hugrakkan að hafa stigið fram.
Brim Sjávarútvegur Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira