Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2022 09:38 Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minkum í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Getty Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. DR segir frá málinu í dag. Þar kemur fram að til standi að flytja 10 þúsund minka til landsins frá Noregi, Spáni, Póllandi, Finnlandi og svo Íslandi. Samþykki frá dönskum yfirvöldum er þó enn beðið. Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minka í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin reyndist umdeild í meira lagi og kom í ljós, þegar búið var að fella dýrin, að ákvörðunin ætti ekki stoð í lögum. Ríkisstjórnin tók ennfremur ákvörðun um að minkarækt skyldi bönnuð í landinu til ársloka 2022. Flestir þeir bændur sem stunduðu loðdýrarækt í landinu þáðu styrki frá danska ríkinu til að hætta ræktuninni og eru einungis fáir sem eru sagðir sjá fyrir sér að hefja starfsemi á ný. Einhverjir bændanna komu til Íslands fyrr á árinu til að kanna möguleikann á að flytja minka frá Íslandi til Danmerkur, en minkar á Íslandi eru ættaðir frá danska minkastofninum. „Það skiptir miklu, að þeir eiga rætur að rekja til danskra minka,“ segir loðdýrabóndinn Erik Vammen frá Hobro við DR sem ætlar sér að flytja inn íslenska minka. „Þeir eru í toppgæðum, bæði hvað varðar stærð og gæði. Áætlunin er að þeir verði grunnurinn í danskri minkarækt,“ segir Vammen. Enn eiga loðdýrabændur eftir að ná samkomulagi við yfirvöld um hver eigi að greiða fyrir Covid-sýnatöku fyrir hvert dýr sem flutt er inn til landsins. Segir að hver sýnataka kosti 643 danskar krónur, um 13 þúsund krónur. Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Tengdar fréttir Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
DR segir frá málinu í dag. Þar kemur fram að til standi að flytja 10 þúsund minka til landsins frá Noregi, Spáni, Póllandi, Finnlandi og svo Íslandi. Samþykki frá dönskum yfirvöldum er þó enn beðið. Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minka í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin reyndist umdeild í meira lagi og kom í ljós, þegar búið var að fella dýrin, að ákvörðunin ætti ekki stoð í lögum. Ríkisstjórnin tók ennfremur ákvörðun um að minkarækt skyldi bönnuð í landinu til ársloka 2022. Flestir þeir bændur sem stunduðu loðdýrarækt í landinu þáðu styrki frá danska ríkinu til að hætta ræktuninni og eru einungis fáir sem eru sagðir sjá fyrir sér að hefja starfsemi á ný. Einhverjir bændanna komu til Íslands fyrr á árinu til að kanna möguleikann á að flytja minka frá Íslandi til Danmerkur, en minkar á Íslandi eru ættaðir frá danska minkastofninum. „Það skiptir miklu, að þeir eiga rætur að rekja til danskra minka,“ segir loðdýrabóndinn Erik Vammen frá Hobro við DR sem ætlar sér að flytja inn íslenska minka. „Þeir eru í toppgæðum, bæði hvað varðar stærð og gæði. Áætlunin er að þeir verði grunnurinn í danskri minkarækt,“ segir Vammen. Enn eiga loðdýrabændur eftir að ná samkomulagi við yfirvöld um hver eigi að greiða fyrir Covid-sýnatöku fyrir hvert dýr sem flutt er inn til landsins. Segir að hver sýnataka kosti 643 danskar krónur, um 13 þúsund krónur.
Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Tengdar fréttir Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32